Fréttablaðið - 05.12.2018, Page 10

Fréttablaðið - 05.12.2018, Page 10
West Ham - Cardiff 3-1 1-0 Lucas Perez (49.), 2-0 Lucas Perez (54.), 3-0 Michail Antonio (61.), 3-1 Josh Murphy (90.). Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn inni á miðsvæðinu fyrir Cardiff City. Watford - Man. City 1-2 0-1 Leroy Sané (40.), 0-2 Riyad Mahrez (51.), 1-2 Abdoulaye Doucoure (85.). B’mouth - Huddersfield 2-1 1-0 Callum Wilson (5.), 2-0 Ryan Fraser (22.), 2-1 Terence Kongolo (38.). Brighton - Crystal Palace 3-1 1-0 Glenn Murray (vítaspyrna) (24.), 2-0 Leon Balogun (31.), 3-0 Florin Andone (45.), 3-1 Luka Milivojevic (vítaspyrna) (81.). Nýjast Enska úrvalsdeildin Rekstrarland er hluti af Olís Nilfisk gólfþvottavélarnar fást í mörgum stærðum og útfærslum sem henta smáum jafnt sem stórum fyrirtækjum. Sölufulltrúar okkar veita ráðleggingar um þá stærð og tegund sem hentar hverju sinni. Nilfisk fæst í verslun Rekstrarlands, Vatnagörðum 10 og hjá útibúum Olís um land allt. NILFISK GÓLFÞVOTTAVÉLAR LÉTTA STÖRFIN Pantanir í síma 515 1100 og pontun@olis.is SC351 Vörunr. 112623 BR 752 Vörun. 113403 SC500 Vörunr. 113282 P IP A R \T B W A • S ÍA Handbolti Skjern sem er ríkjandi Danmerkurmeistari í handbolta karla, en situr nú í áttunda sæti dönsku efstu deildarinnar með 14 stig eftir jafn margar umferðir er í þjálfaraleit þessa stundina. Ole Nørgaard og Henrik Kron­ borg sem halda um stjórnartaum­ ana hjá liðinu hafa gefið það út að þeir muni láta af störfum með liðið í sumar og er leit að eftirmönnum þeirra hafin. Danski fjölmiðillinn TV2Sport segir að forráðamenn félagsins hafi sett sig í samband við Patrek Jóhannesson, þjálfara karlaliðs Sel­ foss og austurríska karlalandsliðs­ ins, með það fyrir augum að fá hann til þess að taka við danska liðinu. Tandri Már Konráðsson hefur leikið með Skjern undanfarin ár og varð danskur meistari með liðinu síðastliðið vor. Björgvin Páll Gúst­ avsson landsliðs­ markvörður leik­ ur einnig með danska liðinu, en hann gekk til liðs við félagið frá Haukum  síðasta sumar. – hó Patrekur gæti tekið við Skjern næsta sumar 5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m i Ð V i K U d a G U r10 s p o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð sport GolF Ekkert varð úr fundi Golfsam­ bands Íslands með mótanefnd Evr­ ópumótaraðarinnar í kvennaflokki sem átti að fara fram í haust en það stendur enn til að nefndin komi til Íslands. Fresta þurfti fundinum en báðir aðilar hafa enn áhuga á að hér fari fram mót á Evrópumótaröðinni, næststerkustu mótaröð heims, á næstu árum. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu­ kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hefur keppt á Evrópumótaröðinni undanfarin tvö ár með góðum árangri og er með fullan þátt­ tökurétt á næsta ári. Hún er þriðji íslenski kylfingurinn sem hefur öðl­ ast þátttökurétt á þessari mótaröð á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, og Ólöfu Maríu Jónsdóttur úr Keili. Þá mun Guðrún Brá Björgvins­ dóttir, atvinnukylfingur úr Golf­ klúbbnum Leyni, reyna að komast inn á mótaröðina á lokaúrtökumót­ inu í Marokkó í næstu viku. Guðrún Brá keppti á þessu ári á Áskorenda­ mótaröð Evrópu, næststerkustu mótaröð Evrópu. Viðræður um að mót yrði haldið hér á landi hófust á síðasta ári. Ljóst er að huga þarf að ýmsu áður en slíkt mót yrði haldið hér á landi en Haukur Örn Birgisson, forseti Golf­ sambands Íslands, ræddi við for­ ráðamann mótanefndar Evrópu­ mótaraðarinnar á ársþingi evrópska golfsambandsins á dögunum. „Við hittumst, ég og framkvæmda­ stjóri mótanefndar Evrópumóta­ raðarinnar, á Möltu á ársþingi evr­ ópska golfsambandsins. Þetta var ekki formlegur fundur en við sett­ umst niður og ræddum þessi mál. Ég bauð þau velkomin hingað til lands til að taka þetta á formlegra stig við­ ræðna. Þau ætluðu að koma undir lok sumars eða í haust en komust því miður ekki.“ Haukur segist finna fyrir miklum áhuga frá mótaröðinni enda fóru átta mót af fimmtán á nýafstöðnu tímabili fram utan Evrópu. „Þau eru alltaf að leita að nýjum löndum til að halda mót í og kylf­ ingarnir okkar eins og Valdís Þóra hafa vakið mikla athygli. Vanda­ mál þeirra er að mótaröðin fer að stórum hluta fram utan Evrópu sem reynist kylfingum erfitt. Það er dýrt fyrir evrópsku kylfingana. Þeir eru því að leita að fleiri löndum til að halda mótin í og það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að við höld­ um mót,“ sagði Haukur og bætti við: „Ef við erum tilbúin að halda slíkt mót þá verður mót hérna. Ég tel það nokkuð víst að málið myndi ekki stranda á þeim.“ Stærsta hindrunin verður að finna fjárfesta sem eru tilbúnir að leggja til peninga en Haukur segir að slíkar umræður fari ekki af stað fyrr en búið verður að taka ákvörðun. „Þetta er verkefni sem þyrfti helst tveggja, þriggja ára fyrirvara. Það er enginn búinn að hafa samband og lýsa yfir áhuga enda erum við ekk­ ert beint að leita þessa dagana. Þetta er ekki komið á það stig en stærsti þröskuldurinn verður að finna sam­ starfsaðila,“ sagði Haukur. „Það kostar talsverða peninga að halda slíkt mót og það eru ekki mörg íslensk fyrirtæki sem eru af þeirri stærðargráðu að ráða við þetta. Auglýsingagildið er að stórum hluta á alþjóðlegum markaði sem útilokar mörg fyrirtæki en þetta gæti auðveldlega tengst almennri landkynningu fyrir Ísland.“ kristinnpall@frettabladid.is   Eru mjög áhugasöm um að bæta Íslandi við mótaröðina Skagamærin Valdís Þóra jafnaði besta árangur sinn og þann besta sem íslenskur kylfingur hefur náð á Evrópumótaröðinni þegar hún hafnaði í 3. sæti í Bonville í Ástralíu í byrjun þessa árs. LET/TriSTan JonES Forráðamenn Evrópu- mótaraðarinnar komust ekki til Íslands til að taka út aðstæður en til stendur að funda með Golfsambandi Íslands á nýju ári. Forseti GSÍ segir að stefnan sé enn að halda mót af slíkri stærðargráðu á Íslandi. Ég bauð mótanefnd- ina velkomna til Íslands til að taka viðræð- urnar á formlegt stig. Haukur Örn Birgis- son, forseti GSÍ 0 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A 2 -D 2 5 4 2 1 A 2 -D 1 1 8 2 1 A 2 -C F D C 2 1 A 2 -C E A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.