Fréttablaðið - 05.12.2018, Síða 11
VATN, HÚSASKJÓL
OG BETRI HEILSA
MEÐ ÞINNI HJÁLP!
• Valgreiðsla í heimabanka: 2.500 krónur
• Söfnunarsími 907 2003: 2.500 krónur
• Framlag að eigin vali á framlag.is
• Söfnunarreikningur 0334-26-50886
kennitala 450670-0499 HJÁLP TIL SJÁLFSHJÁLPAR
Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna – Action by Churches Together
Tilbúið á veisluborðið
þarf aðeins að hita
Ge
rð
u þ
itt
eigi
ð
269 kr.pk.
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Sjáðu allan
matseðilinn
á kronan.is
1390 kr.stk.
Kalkúna-/rauðvínssósa, 500 ml
1399 kr.stk.
Heit purusteik, 400 g
1108 kr.pk.
Hamborgarhryggur sneiðar, 400 g
2500 kr.pk.
Kalkúnabringa elduð, 500 g
Fótbolti Arsenal heimsækir Man
chester United á Old Trafford í
15. umferð ensku úrvalsdeildar
innar í knattspyrnu karla í kvöld.
Arsenal hefur ekki sótt gull í
greipar Manchester United á Old
Trafford síðan árið 2006, en liðinu
hefur ekki tekist að sækja sigur á
þann völl í síðustu ellefu deildar
leikjum liðanna. Átta af þessum
ellefu leikjum hafa endað með
sigri Manchester United og þrisvar
sinnum hafa liðin gert jafntefli.
Arsenal tókst reyndar að slá
Manchester United út úr ensku
bikarkeppninni árið 2015 með sigri
þegar liðin mættust á Old Trafford
í átta liða úrslitum keppninnar.
Þetta verður í fyrsta skipti síðan
árið 1986 sem hvorki Sir Alex
Ferguson né Arsene Wenger verða
á hliðarlínunni, en annar þeirra
eða báðir hafa verið í brúnni í
síðustu 86 leikjum liðanna í öllum
keppnum.
Nú er José Mourinho við stjórn
völinn hjá Manchester United og
þarf nauðsynlega á sigri að halda til
þess að bæta fyrir svekkjandi jafn
tefli gegn Southampton í síðustu
umferð deildarinnar. Unai Emery
hefur komið með ferska vinda
á Emirates síðan hann tók við
stjórnartaumunum þar af Wenger í
sumar. Lærisveinar hans mæta til
leiks í kvöld með mikið sjálfstraust
eftir sigur á nágrannanum og erki
fjandanum Tottenham Hot spur um
helgina.
Manchester United hefur ekki
tekist að sigra í síðustu þremur
deildarleikjum sínum, en það er
í fyrsta skipti í um það bil ár sem
slíkt gerist. Liðinu hefur hins vegar
gengið ágætlega á heimavelli, en
eina tap Manchester United þar
er 30 tap liðsins fyrir Totten
ham. Fyrir umferðina hefur Man
chester United fengið á sig 23 mörk
í deildinni, en ekkert lið fyrir utan
fimm neðstu lið deildarinnar hefur
fengið fleiri mörk á sig.
Jóhann Berg Guðmundsson og
samherjar hans hjá Burnley, sem
eru í harðri fallbaráttu, fá Liverpool
sem er í eltingaleik við Manchester
City við topp deildarinnar í heim
sókn á Turf Moor.
Gylfi Þór Sigurðsson og liðsfélag
ar hans hjá Everton sem þurfa á
sigri að halda í baráttunni um
sæti í Evrópudeildinni á næstu
leiktíð etja kappi við Newcastle
United. – hó
Manchester United
með þétt tak á Arsenal
BLAÐBERAR OKKAR KUNNA BEST AÐ
META ÞÁ SEM MOKA STÉTTIRNAR OG
HAFA ÚTILJÓSIN KVEIKT Á VETURNA
www.postdreifing.is
við komum því til skila
Sead Kolasinac hlustar á leiðbeiningar Unai Emery, knattspyrnustjóra Arsenal,
á æfingu liðsins. Liðið býr sig undir leik gegn Man.United. NordicphotoS/GEtty
S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð 11M i ð V i K U D A G U r 5 . D e S e M b e r 2 0 1 8
0
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
A
2
-C
3
8
4
2
1
A
2
-C
2
4
8
2
1
A
2
-C
1
0
C
2
1
A
2
-B
F
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
4
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K