Fréttablaðið - 05.12.2018, Side 31

Fréttablaðið - 05.12.2018, Side 31
Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 59 50 300 | www.isafold.is Lára Ásgrímsdóttir, framleiðslustjóri og amma Ísafold er ein stærsta prentsmiðja landsins og þjónustar daglega stóran hóp viðskiptavina. Verkefni okkar eru jafn fjölbreytt og viðskiptavinir okkar eru margir. Allt frá einföldum nafnspjöldum til bæklinga sem dreift er í öll heimili landsins. Bækur, tímarit, bæklingar og umbúðir. Við komum hugmyndum þínum í framkvæmd. Hafðu samband og við klárum þetta saman. Ísafoldarprentsmiðja er umhverfisvottuð prentsmiðja af Svaninum, norræna umhverfismerkinu. Við erum aðilar að Rammasamningi Ríkiskaupa og Rammasamningi Reykjavíkurborgar. Við framleiðum dagblöð, bækur, tímarit, bæklinga, umbúðir, veggspjöld, bréfsefni, umslög, nafnspjöld, fjölpóst og margt fleira. Sú staðreynd að raforka í heiminum er aðallega unnin úr kolum og gasi kann að koma okkur Íslendingum eilítið spánskt fyrir sjónir. Okkur hættir til að taka endurnýjanlegu orkulindunum okkar, vatninu, jarðvarmanum og vindinum, sem sjálfsögðum hlut. Samt er það þannig að í heiminum eru aðeins 25% raforku framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum, borið saman við tæplega 100% hér á landi. Þetta er auðvitað einn mesti vandi sem mannkynið stendur frammi fyrir, því ein áhrifaríkasta leiðin til að stemma stigu við lofts- lagsbreytingum er að minnka notkun jarðefnaeldsneytis og auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkubúskap heimsins. Til að ná settum loftslagsmarkmiðum þarf að gjörbreyta raforkuvinnslu í heimin- um. Samkvæmt Alþjóðaorkumála- stofnuninni þarf hlutur endurnýjan- legrar raforku að fara úr 25% í 66% á heimsvísu fyrir árið 2040 og hlutur kola úr 38% í 5%. Orkuskipti einkenna markaði Alþjóðlegir markaðir með raf- orku einkennast af þessari stöðu mála. Stuðningur við endurnýjan- lega orkugjafa í heiminum nam árið 2017 hátt í sexfaldri vergri landsframleiðslu Íslands, en þó er það enn sem komið er þannig að til langs tíma ræðst verðþróun á erlendum raforkumörkuðum eink- um af verði á kolum og gasi, þar sem verðið miðast oftast við breytilegan kostnað slíkra orkuvera. Þessi mikli stuðningur við græna orkuvinnslu, ásamt hröðum tækni- framförum, hefur gert að verkum að hún verður sífellt hagkvæmari og kostnaður við vinnslu raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum hefur fallið hratt síðustu ár. Ákallið um endurnýjanlega orku er einnig í auknum mæli að koma frá neytendum. Með nýjum kyn- slóðum og nýjum gildum hafa lofts- lags- og umhverfismál orðið mikil- vægari en áður. Það leiðir til þess að neytendur leggja aukna áherslu á sjálfbærni og vilja versla við fyrir- tæki sem sýna samfélagslega ábyrgð með umhverfisvænni framleiðslu. Google og IKEA eru á meðal fjölda fyrirtækja sem hafa sett sér ströng sjálfbærnimarkmið til þess að upp- fylla þessar kröfur viðskiptavina sinna, sem meðal annars fela í sér skuldbindingar um að nota endur- nýjanlega raforku. Dæmi um fleiri slík fyrirtæki eru þau sem taka þátt í RE100, en um er að ræða sameigin- legt alþjóðlegt framtak áhrifaríkra fyrirtækja sem hafa sett sér mark- mið um að nota einungis endur- nýjanlega raforku. Þannig vilja þessi fyrirtæki auka spurn eftir grænni raforku í heiminum, og þar með vinnslu hennar. Mismunandi leiðir fyrirtækja Fyrirtæki fara ýmsar leiðir að því að stuðla að aukinni endurnýjanlegri raforkuvinnslu. Ein leið er með gerð tvíhliða samninga um endurnýjanlega raf- orku, eða „corporate green PPAs“, sem hafa notið sívaxandi vinsælda. Þetta eru samningar á milli raf- orkuvinnsluaðila og fyrirtækja um kaup á endurnýjanlegri raforku frá ákveðnu, og oftast nýju, orkuveri. Samningarnir eru gerðir til langs tíma og í þeim felst ákveðið fjár- hagslegt öryggi, bæði fyrir kaup- endur og seljendur, þar sem komist er hjá sveiflum í raforkuverði á upp- boðsmörkuðum. Önnur leið sem fyrirtæki hafa farið til þess að auka hlut endur- nýjan legrar raforku er að vinna eigin raforku á lóð sinni, t.d. með því að koma upp sólarsellum á þökum bygginga, eða að fjárfesta í endurnýjanlegri raforkuvinnslu sem afhendir raforku inn á flutn- ingskerfið eða beint til fyrirtækisins. Græn skírteini eru ein leið til við- bótar, en með kaupum á þeim gefst raforkukaupendum kostur á að styðja við uppbyggingu endurnýjan- legrar raforkuvinnslu þar sem hún er hagkvæm. Skírteinin eru sjálf- stæð söluvara og óháð afhendingu raforkunnar. Með þessu fá raforku- vinnsluaðilar endurnýjanlegrar orku þannig sérstaklega greitt fyrir græna hluta vinnslunnar og kaup- andinn getur valið að styðja sér- staklega við endurnýjanlega orku- vinnslu. Eins og rakið hefur verið hér að ofan tekur orkubúskapur heimsins miklum breytingum um þessar mundir til að stemma stigu við lofts- lagsbreytingum. Til að hafa betur í þeirri baráttu þarf samtakamátt stjórnvalda, fyrirtækja og neytenda um allan heim. Leiðin að grænni raforkuframtíð  Sveinbjörn Finnsson Dagný Ósk Ragnarsdóttir Höfundar eru sérfræðingar á viðskiptagrein- ingu Lands- virkjunar Samt er það þannig að í heiminum eru aðeins 25% raforku fram- leidd með endurnýjanlegum orkugjöfum, borið saman við tæplega 100% hér á landi. 11M I Ð V I K U D A G U R 5 . D e s e M b e R 2 0 1 8 markaðurinn 0 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A 2 -F 4 E 4 2 1 A 2 -F 3 A 8 2 1 A 2 -F 2 6 C 2 1 A 2 -F 1 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.