Fréttablaðið - 05.12.2018, Page 34
Skotsilfur Vilja skerpa leikreglurnar í alþjóðaviðskiptum
Konráð
Guðjónsson
hagfræðingur Við-
skiptaráðs Íslands
Leiðtogar tuttugu helstu iðnríkja heims voru á G20-ráðstefnunni sem fram fór í Buenos Aires í Argentínu um síðustu helgi. Eftir langar og strangar við-
ræður náðu þeir samkomulagi um sameiginlega yfirlýsingu um að endurskipuleggja starfsemi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og skerpa á leikregl-
unum í alþjóðaviðskiptum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði yfirlýsingunni en hann hefur gagnrýnt stofnunina harðlega. Nordicphotos/Getty
Þar sem best hefur tekist til erlendis hefur hlutabréfamarkaður stutt myndarlega
við vöxt efnahagslífsins. Lítil fyrir
tæki hafa stækkað og áhugaverð og
vel launuð störf orðið til fyrir til
stuðlan fjármögnunar á markaði.
Eftir því sem hlutabréfamarkaður
inn braggast eygjum við að hann
geti orðið jafn mikilvægur drif
kraftur í atvinnulífinu hér eins og í
þeim löndum sem við viljum bera
okkur saman við. Þróunin undan
farið lofar góðu en fyrirtæki hafa
aflað meira en 30 milljarða króna til
vaxtar á hlutabréfamarkaði síðast
liðið ár.
Nýleg úttekt hins virta vísitölu
fyrirtækis FTSE Russell á íslenska
markaðnum sýnir að við erum í
seilingarfjarlægð frá þessu mark
miði og gætum, ef markaðsaðilar og
stjórnvöld taka höndum saman, náð
í flokk þeirra landa sem uppfylla
ströngustu gæðakröfur FTSE Russ
ell og annarra svipaðra fyrirtækja.
Íslenskur hlutabréfamarkaður
stenst 15 af 21 skilyrði FTSE Russell
að fullu, fimm að hluta, en einungis
eitt ekki (skilyrði um skipulegan
afleiðumarkað).
Að komast í flokk fremstu hluta
bréfamarkaða heims væri ómetan
legt fyrir íslenskt atvinnulíf, einkum
vegna greiðari aðgangs fyrirtækja,
lítilla og stórra, að fjármagni til
vaxtar. Til þess að þetta takist þarf
fyrst og fremst að fjölga skráðum
fyrirtækjum og stækka markaðinn.
Til að komast í efstu flokkun hjá
alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við
FTSE Russell þyrftum við líkast til að
tvöfalda til þrefalda stærð markað
arins á mælikvarða markaðsvirðis.
Skráning Landsbankans og
Íslandsbanka hefði mikið að segja
í þessu tilliti. Miðað við hóflegar
forsendur um vöxt markaðarins
að öðru leyti á komandi árum gæti
skráning bankanna þýtt að settu
marki yrði náð innan 510 ára. Hún
er því ekki aðeins mikilvæg fyrir
bankana og ríkissjóð heldur alla
umgjörð fjármögnunar íslenskra
fyrirtækja.
Hlutabréfamarkaður sem drifkraftur atvinnulífs
Til að komast í efstu
flokkun hjá alþjóð-
legum fyrirtækjum á borð
við FTSE Russell þyrftum við
líkast til að tvöfalda til
þrefalda stærð markaðarins.
páll harðarson
forstjóri Kaup-
hallarinnar
Ha g f r æ ð i n g a r e r u s n i l l i n g a r þegar kemur að því að spá fyrir um framtíðina.
Snillingar að því leyti að sumir
þeirra hafa atvinnu af spám þó að
stundum sé eins og öllum mögu
legum útkomum sé spáð. Einnig
eru sumir hagfræðingar snillingar
í að stökkva fram og segja: „Sko, ég
sagði það!“ Og í raun fleiri en bara
hagfræðingar ef út í það er farið.
Hagfræðingar eru þó við nánari
skoðun ekki alltaf snillingar þegar
kemur að spádómum um fram
tíðina, ekki fremur en annað fólk.
Það er mjög auðvelt að spá kreppu
áratugum saman og segja: „Sko, ég
sagði það!“ þegar höggið kemur.
Klukka sem er stopp er rétt tvisvar
á sólarhring.
Lendingu frestað?
Í meira en ár hafa margir, þar
með talið undirritaður, viðrað
áhyggjur af kólnun í hagkerfinu og
því hefur verið spáð að verri tíð sé
fram undan í efnahagsmálum. Lík
lega er það enn rétt – öll teikn eru
á lofti um um að fádæma góðæri
sé að ljúka, í bili að minnsta kosti.
Sumar hagtölur sem birst hafa síð
ustu mánuði benda þó til að enda
lokum uppsveiflunnar hafi verið
frestað um nokkra mánuði, sem
er enn eitt dæmið um takmarkaða
spádómsgáfu hagfræðinga – og
mannfólks ef út í það er farið.
Nýjar tölur um utanríkisvið
skipti bera þetta með sér. Á fyrstu
níu mánuðum ársins jókst útflutn
ingur á föstu gengi um 9% og þar af
um heil 11% á þriðja ársfjórðungi.
Á hverjum degi frá byrjun janúar
til loka september bættu Íslend
ingar við 307 milljónum króna í
útflutningsverðmæti frá síðasta ári,
samtals um 84 milljarðar króna á
árinu. Sama hvernig á það er litið
er þetta mikill vöxtur og gleðileg
tíðindi þar sem öflugur útflutn
ingur er grundvallarforsenda þess
að við getum búið við öryggi og
þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á
21. öldinni.
227 milljarða útflutningurinn
sem enginn vissi af
Mikill útflutningsvöxtur er engin
nýmæli eftir uppgang ferðaþjón
ustunnar síðustu ár, en það sem er
nýmæli er að ferðaþjónustan sjálf
á ekki nema um fjóra milljarða af
þeim 81 milljarði króna sem bæst
hafa við útflutning landsmanna,
að teknu tillit til gengisbreytinga.
Sjávarútvegur og álframleiðsla
eiga stóran þátt í þessum vexti,
en þó að tekið sé einnig tillit til
þeirra er um 34 milljarða aukn
ing útflutnings frá greinum sem
sjaldnar er fjallað um og mynda
samanlagt um 277 milljarða
króna af útflutningi Íslands fyrstu
níu mánuði ársins. Stærstur hluti
þeirra greina fellur undir alþjóða
geirann. Þar ber hæst 12 milljarða
innspýtingu vegna hugverka
íslenskra aðila, ríflega fjögurra
milljarða aukningu útflutnings
tekna af fjarskiptum, upplýsinga
tækni og annarri viðskiptaþjón
ustu, fimm milljarða frá öðrum
iðnaði og þrjá milljarða frá öðrum
vöruútflutningi.
Þessi talnasúpa endurspeglar
miklu stærri veruleika en ein
hverjar tölur á blaði. Hún endur
speglar nýtingu íslensks hugvits
sem skapar tækifæri, störf og verð
mæti. Hún endurspeglar aukinn
kaupmátt landsmanna og þannig
launahækkanir sem raunverulega
skila ávinningi. Hún endurspeglar
þó fyrst og fremst að íslensku hag
kerfi er fært, ef rétt er haldið á
spöðunum, að auka útflutning á
breiðum grunni og þannig bæta
lífskjör allra landsmanna. Með
öflugri og breiðari útflutningi
minnka líka sveiflur efnahags
lífsins, sem auðveldar okkur hag
fræðingum og öllum öðrum að spá
fyrir um framtíðina.
Augun á boltanum
Til að halda áfram á þessari braut
þurfa stjórnvöld að setja enn meiri
kraft í að skapa atvinnulífinu stöð
ugt, hagfellt og samkeppnishæft
rekstrarumhverfi. Ekki þarf hvað
síst að hlúa að nýsköpun sem á í
harðri alþjóðlegri samkeppni og
er lífsnauðsynleg til að tryggja góð
lífskjör til framtíðar.
Nýsköpun er líka nauðsynleg
til að takast á við áskoranir fram
tíðarinnar við hlýnun jarðar og
öldrun þjóðarinnar. Höfum augun
á boltanum og látum ekki stríðs
yfirlýsingar og hótanir telja okkur
trú um annað.
Alþjóðageirinn til bjargar
Hreiðar úr stjórn
Eyris Invest
hreiðar Bjarnason,
framkvæmda-
stjóri fjármála hjá
Landsbankanum,
hefur hætt í stjórn
Eyris Invest eftir að
bankinn seldi rúm-
lega níu prósenta hlut í fjárfestinga-
félaginu. Landsbankinn fer með
12,8 prósenta hlut í Eyri Invest eftir
söluna. Bankinn hafði verið undir
þrýstingi af hálfu Fjármálaeftir-
litsins um að minnka hlut sinn í
félaginu og í september hóf FME að
leggja dagsektir á Landsbankann.
Minning Pálma
heiðruð
sigurður pálmi sigurbjörnsson
heldur minningu afa síns Pálma
Jónssonar, stofnanda Hagkaups, á
lofti. Það gerir hann
með því að nefna
fjárfestingafélag
sitt eftir ísgerð-
inni Ísborg sem
afi hans stofnaði
áður en hann
gerði Hagkaup
að stórveldi. Sam-
keppniseftirlitið blessaði nýverið
kaup Ísborgar á þremur verslunum
af Högum auk dagvörusölu Olís í
Stykkishólmi. Hann heldur sig því
á svipuðum slóðum og afi sinn
forðum í verslunarrekstri. Sigurður
Pálmi er, eins og þekkt er, sonur
Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur.
Hann stofnaði netmatvöruverslun-
ina Boxið árið 2016 og opnaði
Sports Direct-verslun hérlendis árið
2012. Hlutur fjölskyldu Sigurðar
Pálma í íþróttavöruversluninni var
seldur til alþjóðlegu keðjunnar í ár.
Jónas til liðs
við Íslenska
fjárfesta
Jónas Guð-
mundsson,
sem hefur að
undanförnu
starfað hjá
Íslenskum
verðbréfum (ÍV), hætti störfum hjá
verðbréfafyrirtækinu í síðustu viku
og hefur gengið til liðs við Íslenska
fjárfesta. Jónas hafði verið sérfræð-
ingur í eignastýringu Íslenskra verð-
bréfa en þar áður starfaði hann sem
viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka.
5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r14 maRkaðuRinn
0
5
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
A
2
-D
C
3
4
2
1
A
2
-D
A
F
8
2
1
A
2
-D
9
B
C
2
1
A
2
-D
8
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
4
_
1
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K