Fréttablaðið - 02.01.2019, Síða 4

Fréttablaðið - 02.01.2019, Síða 4
STJÓRNANDI & KYNNIR: Sigurður Flosason Friðrik Ómar Hansa Jógvan Katrín Halldóra NÝÁRSTÓNLEIKAR 6. JANÚAR ELDBORG MARKAÐSMÁL Tryggvi Axelsson, for- stjóri Neytendastofu, telur að við fyrstu sýn sé uppstilling á drykkjun- um Bola og Kristal, sem stóðu á borð- inu undir umræðum forystumanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag sé svokölluð innsetning. Í Kryddsíldinni  var nokkrum flöskum af bjórnum Bola og sóda- vatnsdrykknum Kristal stillt upp á borðinu svo greinilega sást í vöru- merkin. „Ég tók sjálfur eftir þessu en ég get ekki sagt hvort þetta sé brot á reglum eða ekki án þess að hafa rætt við framleiðendur og fengið alla sög- una,“ sagði Tryggvi við Fréttablaðið í gær. Málið verði tekið til skoðunar hjá Neytendastofu Í Kryddsíldinni var aldrei tekið fram að veitingarnar væru í boði Ölgerðarinnar eða sagt að um aug- lýsingu væri að ræða. Hins vegar voru Ölgerðinni færðar þakkir í lok þáttarins, í svokölluðum kredit-lista. Svanur Valgeirsson, auglýsinga- stjóri Stöðvar 2, sagði alveg ljóst að ekki væri verið að rukka fyrir mark- aðssetningu á áfengi. „Við höfum fundað ítrekað með fjölmiðlanefnd eftir að hafa brennt okkur nokkrum sinnum á þessum reglum áður og lögin eru alveg skýr,“ sagði Svanur. „Þessu er ekki stillt svona upp að okkar ósk, heldur eru það þjónarnir sem stilla þessu svona upp,“ bætti Svanur við. Rekstaraðili salarins þar sem Kryddsíldin var tekin upp sé með samning við Ölgerðina. Spurður að því hvers vegna Ölgerðinni eru færðar þakkir í lok þáttarins kvaðst Svanur ekki vita það. „Þetta kom mér á óvart,“ sagði auglýsingastjórinn. „Við erum ekki að þakka fyrir þessar veitingar.“ Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu, sagði áfengi hafa verið haft um hönd í Kryddsíldinni að venju. „Hann er á borðinu af því að menn eru að drekka,“ sagði Þórir.  – jt Neytendastofa mun skoða hvort áfengi var auglýst í Kryddsíldinni Bjór frá Ölgerðinni var sýnilegur í Kryddsíldinni og fyrirtækið fékk þakkir í lokin. Auglýsingastjóri Stöðvar 2 segir það hafa komið sér á óvart. MYND/STÖÐ 2 STJÓRNMÁL „Fátæktar og misréttis gætti hér lengi og gætir enn; goð- sagnir um annað þarf að varast,“ sagði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í nýársávarpi í gær. „Nú eiga mun fleiri þess kost að mennta sig og ferðast, vinna við og sinna því sem hugurinn girnist, elska, trúa og tjá sig um hvaðeina, ráða eigin lífi í samfélagi frelsis og jafnréttis, fjölbreytni og mildi. Í gleði yfir þessu og öðru á framfarabraut skulum við samt ekki gleyma hinu sem miður fór,“ sagði Guðni. Að sögn forsetans er  nauðsyn- legt að fela ekki það sem aflaga fór. „Hugsum til þeirra sem mættu mót- byr á árinu, þeirra sem búa við sorg og missi, þeirra sem þurfa stuðning okkar og samkennd,“ brýndi hann fyrir þjóðinni. „Fatlaðir og þroskahamlaðir voru að mestu utangarðs, þeir sem helst þurftu aukið atlæti. Í fyrra urðu þau ánægjulegu tíðindi að lög um notendastýrða persónulega aðstoð gengu í gildi og ný lög voru sett um þjónustu við fatlað fólk með lang- varandi stuðningsþarfir,“ sagði for- setinn og minnti á erfitt hlutskipti þroskahamlaðra og fólks með geð- rænar raskanir á vistheimilum. „Fagnaðarefni er að fórnarlömb þeirrar rangsleitni hafa hlotið sann- girnisbætur þótt áfram megi huga að stöðu þeirra sem brotið var á.“ Forsetinn sagði sjálfsvíg helsta dánarorsök ungra karlmanna. „Í þessu landi frelsis og framfara verða of mörg ungmenni háð fíkni- efnum og ávanalyfjum. Við megum ekki bara leyfa þeim að falla, æsku- fólk sem á skilið aðstoð og von,“ sagði forseti Íslands. – gar Goðsögn að ekki gæti fátæktar á Íslandi Guðni Th. Jóhannesson forseti tók á móti gestum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR LEIÐRÉTTING Í Fréttablaðinu á gamlársdag var mynd af Dr. Birni Karlssyni, forstjóra Mannvirkjastofnunar, ásamt tveimur stúlkubörnum að kaupa flugelda. Björn er faðir stúlknanna en ekki afi þeirra eins og ranglega sagði í myndatexta. STJÓRNMÁL „Við verðum ekki öll friðarverðlaunahafar Nóbels en við, sem eigum því láni að fagna að búa í einu friðsælasta landi heims, getum öll lagt okkar af mörkum, munað hvert eftir öðru, hlúð hvert að öðru og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að gera samfélagið aðeins betra; heiminn aðeins fallegri,“ sagði Katr- ín Jakobsdóttir forsætisráðherra  í áramótaávarpi sínu. Katrín sagði blikur á lofti í heims- málum. „Nýjar áskoranir á alþjóða- sviðinu krefjast þess að við stöndum styrkari vörð um mannréttindi en nokkru sinni fyrr,“ sagði hún. Þá sagði forsætisráðherra að vegna þess að sala náttúruauðlinda sé hverful atvinnugrein hafi aldrei verið mikilvægara að horfa til hugvits og nýsköpunar. „Við lifum þá tíma að öllu skiptir að við horfum til lengri tíma en ekki einungis umræðna augnabliksins og líðandi stundar,“ sagði Katrín. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórn- ina mundu leggja sitt af mörkum til að greiða fyrir kjarasamningum. „Við verðum öll að nálgast viðfangsefnið af virðingu fyrir þeirri ábyrgð sem við berum,“ sagði Katrín Jakobs- dóttir. – gar Íslendingar geri heiminn fallegri Katrín Jakobs- dóttir forsætis- ráðherra. LÖGREGLUMÁL Verkefnum lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í fyrra, samanborið við árin þar á undan. Skráð voru sextán prósent fleiri mál hjá lögreglunni árið 2018 en að meðaltali árin 2015 til 2017. Einnig voru afskipti höfð af fjórðungi fleiri einstaklingum í fyrra og lögreglan sinnti 27 prósent fleiri verkefnum. Á hverjum einasta degi voru að jafn- aði skráð um 350 verkefni í málaskrá lögreglunnar en þau voru um 280 að meðaltali hin þrjú árin á undan. Þetta kemur fram í bráðabirgða- niðurstöðum lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu um afbrotatölfræði ársins 2018. Til að mynda var tilkynnt um 9.762 hegningarlagabrot til lögregl- unnar sem er fimm prósent fjölgun milli ára. Umferðarlagabrotum fjölgaði mikið á árinu sem leið og voru um 45 þúsund brot skráð á höfuðborgarsvæðinu sem er fimm- tán prósent fjölgun milli ára. „Hegningarlagabrotum fjölgar og þar er það aðallega heimilisof- beldismálum sem fjölgar. Einnig er aukning í kynferðisbrotum með aukinni tiltrú á kerfinu og meiri umræðu í samfélaginu með tilkomu Me too hreyfingarinnar. Allt slíkt umtal hjálpar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinuþ Þá segir Sigríður Björk fleiri mál koma inn til lögreglu frá Bjarka- hlíð sem hún telji að að hefðu ekki að  öðrum kosti  komið inn á borð lögreglu. „Brotaþolar eiga kannski auð- veldara með að koma þangað en inn á lögreglustöð til okkar beint. Við auðvitað viljum að öll lögbrot komi á borð lögreglunnar.“ Að mati Sigríðar Bjarkar hafa lögreglumenn unnið afar gott starf á árinu og mikill kraftur sé í starfi þeirra. Markmiðið sé að veita lands- mönnum góða þjónustu og auka öryggið. Við sjáum hins vegar núna að innbrotum fjölgar og þar eru oft skipulagðir erlendir hópar að verki sem koma inn þegar velmegun hér er mikil. Við höfum á árinu upprætt nokkra slíka hópa en svo virðist sem nýir hópar komi inn í staðinn,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir. sveinn@frettabladid.is Mikil fjölgun skráðra afbrota á höfuðborgarsvæðinu árið 2018 Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að afbrotum hafi fjölgað umtalsvert í fyrra hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Innbrotum fjölgaði um tæp 60 prósent. Umferðarlagabrot voru um 45 þúsund. Tilkynnt var um 9.762 hegninarlagabrot. Í heild voru skráð 16 prósent fleiri mál en var að meðaltali 2015 til 2017. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skráði um 350 mál hvern dag. Lögreglustjóri þakkar öflugu liði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Afbrot árið 2018 44.984 umferðarlagabrot voru skráð árið 2018. 34% fjölgun tilkynntra nauðgana í fyrra miðað við árið 2017. 59% fjölgun tilkynntra innbrota í fyrra miðað við árið 2017. 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E D -3 8 B C 2 1 E D -3 7 8 0 2 1 E D -3 6 4 4 2 1 E D -3 5 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.