Fréttablaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 33
TIL HAMINGJU! FÍASÓL GEFST ALDREI UPP eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur „Ærslabelgurinn Fíasól er flestum kunn enda er hér um að ræða sjöttu bókina í bókaflokknum um þessa úrræðagóðu stelpu. Söguþráðurinn fléttast um hugmyndaauðgi Fíusólar sem vekur lesandann til umhugsunar og samræðna um ýmis alvarleg málefni sem tengjast réttindum barna ... Persónur bókarinnar eru ekki byggðar upp af staðalímyndum heldur eru þær lifandi og marg- ræðar rétt eins og heimur Fíusólar.“ Úr áliti dómnefndar ÞJÁNINGARFRELSIÐ eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur „Öllu máli skiptir að standa vörð um tjáningarfrelsið, og útgáfa bókarinnar Þjáningarfrelsið er liður í þeirri vöktun hérlendis. Í bókinni fáum við að kynnast heiminum að baki fréttaflutningnum. Fjallað er um raunveruleg dæmi sem gefa innsýn í aðstæður sem blaðamenn geta átt við að etja í störfum sínum og áleitnar spurningar, hugmyndir og vangaveltur sem varða grunngildi fjölmiðlunar og stöðu fjölmiðla og tjáningarfrelsis á Íslandi í upphafi 21. aldarinnar.“ Úr áliti dómnefndar Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA HANDBOLTI Það verða hreinir úrslitaleikir í öllum þremur leikjun- um í B-riðli sem Ísland er í á Heims- meistaramótinu í handbolta í dag. Fyrir lokaumferðina eru Króatía og Spánn með fullt hús stiga og mætast þau í kvöld í leik um efsta sætið og um leið að fara með fullt hús stiga í milliriðlana. Íslensku þjálfar- arnir Aron Kristjánsson og Dagur Sigurðsson leiða saman hesta sína í fyrsta leik dagsins þar sem fimmta sæti riðilsins verður í boði en augu Íslendinga verða á leik Íslands og Makedóníu í Ólympíuhöllinni í München í dag. Eftir torsóttan sigur Íslands á Japan í gær og tap Makedóníu gegn Spáni eru liðin jöfn að stigum. Bæði hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur fyrir leikinn en Ísland er í vænlegri stöðu. Stórsigur Íslands gegn Barein á mánudaginn gerir það að verkum að íslenska liðið er með mun betri markatölu en Make- dónía fyrir leik liðanna síðar í dag sem þýðir að Íslandi dugar jafntefli í kvöld. Makedónía vann níu marka sigur á Japan í fyrsta leik liðanna á HM og fylgdi því eftir með fimm marka sigri á Barein en eftir tapleiki gegn Spáni og Króatíu er markatala þeirra sex mörk í mínus á meðan Ísland er með ellefu mörk í plús. Þetta verður sextánda viðureign Íslands og Makedóníu og hefur Ísland átt góðu gengi að fagna gegn andstæðingum dagsins. Í fimmtán leikjum hefur Ísland unnið ellefu sinnum, Makedónía þrisvar og einu sinni skildu liðin jöfn, á síðasta HM sem fór fram í Frakklandi. – kpt Jafntefli dugar íslenska liðinu í dag Akureyringurinn Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í íslenska liðinu ásamt Stefáni Rafni Sigurmannssyni í leiknum gegn Japan. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SKÍÐI Hilmar Snær Örvarsson varð í gær fyrstur Íslendinga til þess að fagna sigri á heimsbikarmótaröð fatlaðra í alpagreinum þegar hann bar sigur úr býtum í svigi. Hilmar, sem keppir fyrir hönd Víkings í flokki LW2 hreyfihaml- aðra, kláraði ferðirnar tvær á 2:01,71 og kom í mark 1,2 sekúndum á undan Bandaríkjamanninum Thomas Walsh sem lenti í öðru sæti. Í fyrri ferð dagsins var Hilmar Snær í öðru sæti þegar hann kom í mark á 1:00,27, rúmri sekúndu á eftir Walsh en í seinni ferð dagsins var brautin orðin mýkri og nýtti Hilmar sér það til að koma tæpum þremur sekúndum á undan næsta manni í mark. – kpt Hilmar sá fyrsti sem vinnur IPC heimsbikarmót Hilmar á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu. NORDICPHOTOS/GETTY UFC Staðfest var í  gærkvöldi að bardagakappinn Gunnar Nelson mætir Bretanum Leon Edwards þann 16. mars næstkomandi. Dana White, forseti UFC, staðfesti það í gærkvöldi. Bardaginn fer fram í London og verður einn af aðalbar- dögum kvöldsins ásamt bardaga Darrens Till og Jorge Masvidal. Gunnar sneri aftur inn í búrið með látum þegar hann vann sann- færandi sigur á brasilíska bardaga- kappanum Alex Oliveira í desem- ber. Var það fyrsti bardagi Gunnars í átján mánuði en það var ekki að sjá að Gunnar væri neitt ryðgaður þar sem hann kláraði bardagann með uppgjafartaki. Eftir þann bardaga er Gunnar í tólfta sæti styrkleika- lista UFC í velti- vigt en Edwards, sem mætir Gunn- ari í heima- landi sínu, er í tíunda sæti list- ans. – kpt Gunnar berst í London í mars Gunnar Nelson. S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21F I M M T U D A G U R 1 7 . J A N Ú A R 2 0 1 9 1 7 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 0 D -9 8 5 4 2 2 0 D -9 7 1 8 2 2 0 D -9 5 D C 2 2 0 D -9 4 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.