Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.01.2019, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 17.01.2019, Qupperneq 40
www.artasan.is Fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? Tannlæknar mæla með GUM tannvörum GUM Orginal 2x10 copy.pdf 1 26/01/2018 12:51 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið KEBE Hvíldarstólar Tegundir: Rest og Fox Opið virka dag a 11-18 laugardaga 11-15 KVIKMYNDIR Green Book Leikstjórn: Peter Farrelly Aðalhlutverk: Viggo Mortensen, Mahershala Ali, Linda Cardellini Bandaríkin hafa alla tíð verið fjöl- menningarsamfélag þótt saga þeirra sé blóði drifin og átakanleg. Árið 1962 var allt á suðupunkti. Þunginn í réttindabaráttu þeldökkra jókst jafnt og þétt en fordómarnir grasseruðu þótt Kennedy-bræðurnir væru opnir fyrir breytingum í rétta átt í Hvíta húsinu og dómsmálaráðuneytinu. Svertingjar áttu erfiðast upp- dráttar í suðrinu þar sem ítrekað sló í brýnu með ömurlegum afleiðingum og ofbeldi. Þetta er sögusvið Green Book sem segir frá ferðalagi tveggja vægast sagt ólíkra manna um suður- ríkin. Dr. Don Shirley er virtur tónlistar- maður, frábær píanóleikari, sem ákveður að leggja lóð sín á vogar- skálar mannréttindabaráttu síns fólks með því að fara í tónleikaferð um suðrið fjandsamlega. Örlögin haga því þannig að mátulega for- dómafullur New York-Ítali, Tony Lip, verður bílstjóri hans, lífvörður og félagi á ferðalaginu. Dr. Shirley er fágaður fagurkeri og snyrtipinni á meðan Tony er ekta bolur, kjaftfor, óheflaður og mátulega einfaldur harðjaxl sem líður bara alveg ágætlega í einfaldri heimsmynd sinni. Þessir ólíku menn gera sér strax við fyrstu kynni fulla grein fyrir því að þeir eigi enga sam- leið en annan vantar pening og hinn verndarengil með bílpróf þannig að þeir láta slag standa. Yndisleg klisja Tveir ólíkir menn, með ólíkan bak- grunn, félagslegan sem og menning- arlegan, eru þannig hálf tilneyddir til þess að eyða miklum tíma saman í þröngu rými og hvor fer óhjákvæmi- lega töluvert í fínustu taugar hins. En merkilegt nokk myndast gagnkvæm virðing á milli þeirra eftir því sem þeir leggja fleiri kílómetra að baki. Þeir læra líka ýmislegt hvor af öðrum og kynnast sjálfum sér um leið betur þannig að við ferðarlok hafa þeir bundist sterkum vináttu- böndum. Þetta er meira að segja sett fram svo skammlaust að á sumum vegarköflum bergmálar My Fair Lady í samskiptum ferðalanganna. Umgjörð Green Book er þannig eldgömul klisja, enn eitt tilbrigðið við stef sem hefur hljómað milljón sinnum í skáldskap, kvikmyndum og sjónvarpi. En klisjur eru ekki alslæmar enda ástæða fyrir eilífri endurtekningu þeirra. Klisjur verða ekki til nema þær höfði til margra, óháð tíma og rúmi, og eiginlega er ein leiðinlegasta klisja sem til er einmitt fólk sem er svo uppskrúfað og klisjukennt að fátt veitir því jafn mikla sálarfró og að upphefja sig með því að gera lítið úr klisjum og plebbunum sem kunna að meta þær. Green Book er dásamleg klisja. Ofboðslega falleg og hlý mynd. Lát- laus óður til mannsandans, þroska- saga tveggja manna en um leið heillar þjóðar og ef maður slakar á snobbinu þá eru fjölmörg atriði í þessari mynd þrungin dýpri merk- ingu. Eru hugvekjur. Djöfullinn danskur, ítalskur Styrk sinn sækir myndin þó fyrst og fremst til Viggo Mortensen og Mahershala Ali sem skila persónum Tony og Dr. Shirley hlöðnum tilfinn- ingum og lífi. Stjarna Ali hefur risið hratt á síðustu árum enda maðurinn ofboðslega kröftugur leikari og fædd- ur senuþjófur. Hann fer þó óvenju- hljóðlega af stað í Green Book og það er ekki fyrr en líður á ferðalagið að hann skrúfar í botn og sýnir allt sem í honum býr. Viggo, sá frábæri danskættaði leikari, hefur hins vegar sjaldan ef nokkru sinni verið betri. Maðurinn bókstaflega leggur myndina undir sig af fítonskrafti og umturnast full- komlega í hrjúfan Bronx-töffara með gulhjarta. Hann er nánast óþekkjan- legur og minnir meira á aukaleikara úr The Sopranos en Aragorn úr Hringadróttinssögu. Algerlega ómót- stæðilegur! Allri alvöru fylgir gaman Leikstjórinn, Peter, annar Farrelly- bræðranna, er þekktastur fyrir fárán- leikagrín og fíflagang í geggjuðum gamanmyndum eins og Dumb and Dumber, Kingpin og There’s Some- thing About Mary en hér kveður við annan tón og Green Book er vægast sagt áhugaverð vinkilbeygja hjá honum. Léttleikinn svífur þó yfir ferðalagi félaganna og þótt þeir takist á við erf- iðar tilfinningar og aðstæður þá eru í það minnsta tvö dekk undir bílnum fyllt glaðlofti. Farrelly missir sig þó í lokin og sullar aðeins of miklum dísætum og væmnum glassúr yfir lokakaflann en þá er manni farið að þykja svo undurvænt um Tony og Doktorinn að það kemur ekki að sök. Aðvörun úr fortíðinni Bandarískt samfélag kraumaði á sögutíma Green Book og ekki þarf að kafa djúpt í undirtexta myndarinnar til þess að greina viðvörunartóninn, að þjóðin sé í bakkgír á fullri ferð aftur til þeirrar dapurlegu fortíðar sem Tony og Dr. Shirley stefna frá. Á meðan þeir mæta heimsku, hroka og hleypidómum í ýmsum myndum á leiðinni þurfa þeir báðir að takast á við eigin fordóma og horfast í augu við, eins og vonandi áhorfendur með þeim, að heimurinn er ekki svarthvítur og flokkadrættir og liðaskiptingar eru öllum og öllu til bölvunar. Þórarinn Þórarinsson NIÐURSTAÐA: Margtuggin klisja um óvænta vináttu ólíkra manna verður eitthvað annað og miklu meira í þessari fallegu og bráð- skemmtilegu mynd sem aðalleikar- arnir tveir hlaða krafti, gleði og hlýju. Svarthvítur heimur í fögrum litum Ali og Mortensen, frábærir leikarar í banastuði, lyfta gömlu klisjunni um óvænta vináttu ólíkra manna í hæstu hæðir. Viggo Mortensen, Linda Cardellini sem leikur eiginkonu hans og Mahershala Ali á Golden Globes þar sem Ali hampaði verðlaunum sem besti aukaleikarinn. Peter Farrelly er þekktastur fyrir yfirdrifinn fíflagang í bíómyndum sínum en sýnir nú á sér nýja hlið. 1 7 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R28 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍÓ 1 7 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 0 D -8 E 7 4 2 2 0 D -8 D 3 8 2 2 0 D -8 B F C 2 2 0 D -8 A C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.