Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 4

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 4
4 Ljósmæðrablaðið - desember 2012 Það er mikilvægt fyrir okkur að líta á fræðslu- og upplýsingaþátt út frá því umhverfi dómsmála sem við lifum við í dag. Þannig skiptir miklu máli að einstaklingar hafi fengið fullnægjandi upplýsingar þegar þeir taka ákvörðun um að þiggja meðferð. Sem fagaðilum ber okkur að hlusta á og virða skoðanir þeirra sem þjónustuna fá, en hvað vilja verðandi foreldrar? Skipulag barneignarþjónustunnar er skýrt og vel samræmt um allt land og stöðug þróun á sér þar stað. Fæðingastöðum á landinu hefur fækkað mjög á undanförnum áratugum og hafa ákvarðanir þar um oftast verið teknar í samræmi við bættar samgöngur og til að spara fé. Árið 1972 fæddu konur á 30 stöðum, svo sem fæðingadeildum sjúkra- húsa, sjúkraskýlum og fæðingaheimilum, en árið 2010 voru skilgreindir fæðingastaðir á landinu 11 talsins. Þjónusta í sængurlegu hefur einnig breyst á síðustu áratugum og flust af sjúkrahúsum í heimahús. Rann- sókninni ,,Barneign og heilsa“, er ætlað að varpa ljósi á reynslu kvenna af barneignar- þjónustunni, heilsu þeirra, væntingum um og líðan á meðgöngu og eftir fæðingu. Niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar í blaðinu í ritrýndri grein, þær gefa glögga mynd af reynslu kvenna af barneignar- þjónustu og barneignarferli hér á landi. Þær ættu að nýtast fagfólki og stjórnendum heil- brigðismála við frekari þróun og skipulag þjónustunnar. Miklar framfarir hafa verið á sviði fóstur- greininga á síðustu áratugum og framboð á aðferðum til að greina frávik hjá fóstrum hefur aukist. Fjölmargir þættir hafa áhrif á hvort verðandi foreldrar taka upplýsta ákvörðun um að þiggja eða hafna slíkum skimunum en þekking og viðhorf þeirra sem koma að upplýsingagjöf um fósturskimun skiptir þar máli. Um þetta efni birtist ritrýnd grein í blaðinu og er hún um þekkingu og viðhorf ljósmæðra til fósturskimunar. Þar kemur fram að almennt var viðhorf ljós- mæðranna til fósturskimana jákvætt og töldu þær að upplýsa ætti allar barnshafandi konur um möguleikann á fósturskimun snemma á meðgöngu. Fram kom að langflestar ljós- mæðranna myndu þiggja meiri fræðslu um fósturskimun stæði hún til boða. Niður- stöðurnar benda til mikilvægi þess að bjóða fagfólki frekari fræðslu um fósturskimun. Síðustu tvo áratugi hefur sængurlega á sjúkrastofnunum verið að styttast til muna vegna krafna um aukið hagræði í heil- brigðisþjónustu. Með sívaxandi kröfum um hagkvæmni og skilvirkni heilbrigðis- þjónustu er kostnaðargreining þjónustunnar nauðsynleg, samfara faglegri þróun hennar. Í blaðinu er grein sem varpar ljósi á þróun sængurlegu í hinum mismunandi OECD löndum, einkum með kostnað og fyrir- komulag þjónustunnar í huga. Tilgangurinn var að skoða kostnaðaráhrif þess ef Ísland hefði fylgt nágrannalöndum í þróun þjónustunnar. Töluverð umræða hefur verið undan- farin ár um þriðja stig fæðingar og þá meðal annars hvenær skuli skilja á milli móður og barns. Margt í barneignarferlinu viðist ganga í bylgjum öfganna á milli og er þetta efni eitt af því. Í blaðinu birtist fræðslugrein um það. Framundan er hátíð ljóss og friðar. Ég óska ljósmæðrum og öðrum lesendum Ljós- mæðrablaðsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hrafnhildur Ólafsdóttir Hrafnhildur Ólafsdóttir ritstjóri Ljósmæðrablaðsins Ritstjórapistill Ljósmæðrafélag Íslands óskar öllum ljósmæðrum og fjöskyldum þeirra, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum þeim fjölmörgu ljósmæðrum sem unnið hafa óeigingjarnt starf fyrir félagið. Með kærri kveðju - Stjórn Ljósmæðrafélags Íslands

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.