Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Síða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Síða 16
16 Ljósmæðrablaðið - desember 2012 til nóvember 2010. Yfirlit yfir fjölda þátt- takenda, frum-/fjölbyrjur aldursdreifingu, menntun og búsetu þeirra má finna í töflu 2. Mælitækin (spurningalistarnir) Eins og áður hefur komið fram er fyrir- mynd rannsóknarinnar sænsk, svonefnd KUB-rannsókn, (Waldenström, 2008b) og er gögnum í þessari rannsókn safnað með þremur spurningalistum sambærilegum þeim sem lagðir voru fyrir í sænsku rann- sókninni (Hildingsson o.fl., 2002). Spurningalistar KUB-rannsóknarinnar voru hannaðir með hliðsjón af sænskum og áströlskum rannsóknum (Lumley og Brown, 1993; Waldenström, Brown, McLachlan, Forster og Brennecke, 2000; Waldenström og Nilsson, 1993) og innihéldu nokkur sértæk mælitæki. Sænsku spurningalistarnir voru þýddir á íslensku og báru rannsakendur saman þýðingu sína við upphaflegu spurninga- listana og unnið var úr athugasemdum. Nokkrar spurningar voru staðfærðar og lagaðar að íslenskum aðstæðum. Stuðst var við aðferð í þessu ferli sem Brynja Örlygsdóttir og Erla Kolbrún Svavarsdóttir (2005) lýsa og byggir meðal annars á aðferð sem kennd er við MAPI-rannsóknarstofnunina (MAPI Research Institute, Linguistic Validation and Introducton ártal óþekkt; MAPI Research Institute Methodology, ártal óþekkt). Greinarhöfundar bættu einnig við nokkrum spurningum sérstaklega fyrir rannsóknina. Allir spurningalistarnir voru forpróf- aðir með fyrirlögn og viðtölum, sá fyrsti meðal 31 konu og með viðtölum við fjórar þeirra (Embla Ýr Guðmunds- dóttir, 2008), annar listinn með fyrirlögn tvisvar sinnum og viðtölum við átta konur (Berglind Skúladóttir, Björg Alexanders- dóttir, Guðfinna Eðvarðsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir, 2009). Þriðji og síðasti spurningalistinn var forprófaður meðal tólf kvenna með fyrirlögn spurningalista og viðtölum við þær (Anna Eyjólfs- dóttir, 2011, munnleg heimild). Við allar forprófanirnar var lagt mat á viðbrögð og tímasetningar sem og orðalag og skýrleika. Allmargar spurningar tóku breytingum eftir forprófanirnar og ákveðið var að sleppa sumum þeirra. Við forprófun kom í ljós að 30–40 mínútur tók að svara hverjum spurningalista. Í töflu 3 er gerð grein fyrir megin innihaldi spurningalistanna. Framkvæmd Rannsakendur sendu bréf til allra heilsugæslustöðva þar sem rannsóknin var kynnt, auk þess sem þeir kynntu rann- sóknina munnlega fyrir starfsfólki þeirra. Ljósmæður á 13 heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og 13 á lands- byggðinni tóku að sér að kynna rann- sóknina fyrir barnshafandi konum. Þetta Tafla 2. Fjöldi þátttakenda í 1., 2. og 3ja hluta rannsóknarinnar Barneign og heilsa flokkað eftir frum- og fjölbyrjum, aldursdreifingu, menntun og búsetu. Til samanburðar eru tölur fyrir Ísland í heild árið 2009 og 2010. Tafla 3. Helstu efnisatriði sem aflað er upplýsinga um í spurningalistum rannsóknarinnar Barneign og heilsa.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.