Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 18

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 18
18 Ljósmæðrablaðið - desember 2012 Þriðji spurningalistinn var sendur til sömu kvenna einu til tveimur árum eftir fæðingu á tímabilinu janúar til október 2011. Tímasetning útsendingar listanna var miðuð við væntanlegan fæðingardag samkvæmt fyrsta lista. Starfsmenn Félags- vísindastofnunar HÍ slógu inn niðurstöður og mynduðu rafrænan gagnagrunn. Meðferð persónuupplýsinga og siðfræðileg atriði Leitað var eftir skriflegu samþykki yfirlækna eða annarra stjórnenda heilsugæslustöðva eins og við átti hverju sinni og var það í öllum tilvikum veitt. Fyrir lá samþykki Vísindasiðanefndar (VSNb2008010023/03-1) og rannsóknin hafði verið tilkynnt til Persónuverndar (S3695/2008 LSL). Þátttakendur fengu upplýsingar um tilgang og markmið rannsóknarinnar bæði skriflega og munnlega. Þátttakendur voru upplýstir um að þeir gætu hvenær sem er hætt í rannsókninni og að ekki þyrfti að svara öllum spurningum. Gögnum um þátt- takendur sem drógu sig til baka úr rann- sókninni var eytt úr gagnasafninu. Persónuauðkenni voru dulkóðuð. Gagnasafnið og lykillisti dulkóðans eru í umsjá umsjónarmanna rannsóknarinnar og varðveitt á stofnunum sem þeir einstaklingar starfa við. Tölfræðilegar aðferðir Lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði var reiknuð með forritinu SPSS, útgáfa 20 (IBM corp., 2011). Reiknuð er „hlutfallsleg áhætta“, (Relative Risk, hér eftir skamm- stafað RR) miðað við tiltekin viðmið, með 95% öryggisbili (Confidence Interval, hér eftir skammstafað 95% CI), með aðferð Tafla 6. Hlutfall (%) og „hlutfallsleg áhætta“ (Relative Risk = RR; viðmið =vm; öryggisbil = CI) ýmissa þátta í barneignarferli með tilliti til búsetu, menntunar og aldurs byggt á svörum við spurningalista 2 á árunum 2010 -2011. Tafla 7. Samanburður á svörum þátttakenda í rannsókninni Barneign og heilsa við tölur úr fæðingarskrá 2009 og 2010.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.