Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Page 38

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2012, Page 38
38 Ljósmæðrablaðið - desember 2012 Stjórnarfundur Norðurlanda- samtaka ljósmæðra (NJF) Stjórnarfundur NJF var haldinn í Þórs- höfn í Færeyjum dagana 11. og 12. maí 2012. Fundinn sátu að þessu sinni full- trúar allra Norðurlandanna og var hann haldinn í húsnæði ljósmæðrafélags Færeyja. Esther Ármannsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir sóttu fundinn fyrir Íslands hönd. Farið var í félagslega dagskrá fundarins og reyndist það vera sigling á skútu í hella á Hestey þar sem haldnir voru tónleikar. Á leiðinni þangað voru bornir fram ýmsir færeyskir þjóðarréttir sem allir urðu að smakka á og sýndist sitt hverjum eins og gefur að skilja! Eftir tónleikana var borin fram heit súpa og brauð sem var gott enda áliðið kvölds og ekki laust við að aðeins kulaði á okkur. Þetta var í hæsta máta óvenjuleg og áhrifarík ferð sem öllum þótti mikið til koma. Fundurinn hófst á hefðbundnum fundarstörfum. Anna Christianssen, fulltrúi færeyskra ljósmæðra í stjórn Norðurlandasamtaka ljósmæðra, bauð gesti velkomna og skilaði kveðju frá Anniku Höydal, formanni félagsins, sem því miður gat ekki setið fundinn. Gengið var til hefðbundinnar dagskrár sem hófst á því að fundarmenn kynntu sig stutt- lega, fundarboðun var samþykkt, valinn var fundarritari, fundargerð síðasta fundar frá Stokkhólmi 2011 yfirfarin og samþykkt með undirskriftum, skýrsla forseta samtakanna var kynnt og póst- listar félaganna og stjórnarmeðlima var uppfærðir. Að venju kynntu fulltrúar hvers lands það helsta sem er að gerast hjá þeim og var í fundarboði kynntar óskir landanna um sérstaka umfjöllun ákveðinna atriða en þau voru eftirfarandi: • Finnland óskaði eftir upplýsingum um hvort til séu hjá hinum löndunum leiðbeiningar um útreikninga á mönnunarþörf ljósmæðra í barneignar- þjónustu, t.d. í meðgönguvernd, fæðingarþjónustu og sængurlegu. Þetta efni fékk nokkra umfjöllun og voru allir sammála um að ekki væri heppilegt að gera slík módel. Upplýst var að fyrir löngu síðan hefði verið mælt með 70─100 fæðingum pr. stöðugildi á fæðingadeild í Svíþjóð. Þessu hefur reynst erfitt að framfylgja. Í Danmörku og Noregi eru ekki notuð slík módel og frekar hugað að gæðakröfum og t.d. er markmið í Danmörku að 95% kvenna fái ,,one to one“ þjónustu. Einnig hefur verið rætt um í sumum löndunum að þegar kona sé komin með 4 cm í útvíkkun sé ljósmóðir stöðugt hjá henni. Um þetta efni spunnust mjög fjörugar umræður, en niðurstaða þeirra sem hafa reynslu af slíkum módelum er, eins og áður segir, ekki góð og finnska ljós- mæðrafélaginu var ráðlagt að skoða vandlega hvaða kostir eru í stöðunni. • Ísland óskaði eftir umfjöllun um möguleika íslenskra ljósmæðranema til starfsþjálfunar í hinum löndunum og hvort félögin gætu liðkað til með starfs- þjálfun og/eða námsheimsóknum ljós- mæðra. Fram kom að þessi samvinna er nú þegar fyrir hendi. Þar sem sjúkra- húsin fá greiðslur frá háskólunum fyrir að taka nemendur í nám eiga þeir erfitt með að taka nemendur án greiðslu nema í gegnum Norræn samvinnu- verkefni og slík samvinna er nú þegar til staðar á vegum háskóla landanna. Varðandi það að taka á móti ljós- mæðrum til náms í lengri eða styttri tíma þarf að semja um það sérstaklega við viðkomandi sjúkrahús eða yfir- ljósmóður og geta félögin verið ljós- mæðrum sem óska eftir slíku hjálpleg með að útvega nöfn og staði þar sem námstækifæri eru til staðar. • Noregur óskaði eftir áframhaldandi umræðu um menntunarmál sem fram- hald af fundi þeim sem haldinn var í Reykjavík í mars sl. Nokkur umræða varð um þetta mál sem var góð og ákveðið að formenn ljósmæðra- félaganna í Noregi og Svíþjóð myndu halda áfram vinnu við þetta mál. • Danmörk óskar eftir umræðu um hvort samtökin eigi að snúa sér til Norrænu ráðherranefndarinnar og kynna menntun ljósmæðra í löndunum og stefna að sameiginlegri stefnu varðandi þennan málalið. Þetta munu þær stöllur frá Noregi og Svíþjóð einnig taka lengra og verður umræðum haldið áfram. Öll löndin höfðu sent skýrslu um helstu starfsemi sína á liðnu ári fyrirfram og kynnti fulltrúi hvers lands skýrslu sína og svaraði fyrirspurnum. Við kynningu var farið eftir stafrófsröð landanna og byrjað aftast að þessu sinni. Ingela Wiklund og Gunilla Banke kynntu skýrslu Svíþjóðar. Hér á eftir verður stiklað á stóru úr skýrslum landanna og umræðum um þær og bent á að skýrslurnar eru til á skrifstofu félagsins og félagsmenn geta nálgast þær þar. Danmörk Töluverð vinna er hjá félaginu í samningsmálum og eru væntingar ekkert sérstakar. Stöðum ljósmæðra hefur fjölgað um 200 stöðugildi hjá hinu opinbera og eru aðallega við ómskoðanir, á sængurlegudeildum og við umönnun kvenna með meðgöngutengda sjúkdóma. Ennfremur eru margir læknar sem ráða ljósmæður til starfa á sjálfstætt starfandi Stjórn NJF

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.