Fréttablaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 36
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is? Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is. Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Gunnarsdóttir lést föstudaginn 18. janúar 2019 að sambýlinu Roðasölum 1, Kópavogi. Sálumessa verður í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti föstudaginn 1. febrúar kl. 13.00. Baldur Hermannsson Jóna I. Guðmundsdóttir Helgi Torfason Ella B. Bjarnarson Anna G. Torfadóttir Gunnar J. Straumland Flosi Þorgeirsson ömmu- og langömmubörn. Elskulega frænka okkar og mágkona, Jóna Sveinsdóttir Nóatúni 32, Reykjavík, lést 13. janúar á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 25. janúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag heyrnarlausra. Stefanía Muller Björg Muller María Muller Leifur Muller Sveinn Muller Sigurður M. Harðarson Anna María Harðardóttir Ásdís Sigurðardóttir þeirra fjölskyldur, börn, barnabörn og langömmubörn. Ástkær bróðir og frændi, Ingvar Einar Valdimarsson frá Rúfeyjum, Skólastíg 26, Stykkishólmi, lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 17. janúar sl. Útför fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 28. janúar kl. 13. Fjölskyldan. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Signý Gunnarsdóttir dagmamma, Hörðalandi 16, lést umvafin ástvinum sínum á líknardeild Landspítalans föstudaginn 18. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. janúar kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar Landspítalans. Svanhildur Ragnarsdóttir Ragnar Páll Aðalsteinsson Gunnar Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Steinbjörns Björnssonar Búðagerði 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Droplaugarstaða fyrir góða umönnun. Aðstandendur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hörður Sævar Óskarsson íþróttakennari frá Siglufirði, sem lést á Landspítalanum 17. janúar 2019, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 25. janúar kl. 13.00. Ómar Sævar Harðarson Ingibjörg Kolbeins Harpa Sjöfn Harðardóttir Anna Sigurborg Harðardóttir Óskar Sigurður Harðarson Arndís K. Kristleifsdóttir Jón Hugi Svavar Harðarson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur stuðning, samúð og hlýju við andlát og útför elsku mömmu okkar, Huldu Ólafsdóttur Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík H2 fyrir góða umönnun. Ragnheiður Hall Steinunn Hall Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Úndína Gísladóttir frá Hrísey, Boðaþingi 12, lést í faðmi fjölskyldu sinnar þann 7. janúar á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir sendum við starfsmönnum á Höfða fyrir einstaka hlýju og góða umönnun. Einnig viljum við senda heimilisfólkinu á Höfða þakkir fyrir góða viðkynningu. Gyða Jónsdóttir Þorgrímur Hallgrímsson Guðbjörg Jóna Jónsdóttir Eiríkur Bragason Sigrún Ísabella Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þorvaldur Ólafsson vélstjóri, Strikinu 2, Garðabæ, sem lést 12. janúar á Hrafnistu í Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju föstudaginn 25. janúar kl. 15.00. Ólöf Árnadóttir Ólafur Þorvaldsson Erla Kjartansdóttir Steinunn Þorvaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Við  reynum  að  safna sem m e st u m h e i m i l du m um okkar svæði, viljum eiga sögu byggðarinnar, útgerðarinnar og mann-lífsins og erum með  um 500 hillumetra af skjölum og talsvert á annað hundrað þúsund myndir,“ segir Guðmundur Sveinsson, forstöðumaður Skjala- og myndasafns Norðfjarðar, og rifjar upp sögu safnsins í fáum orðum, í tilefni 40 ára afmælis þess. „Við sem sátum í safnanefnd bæjarins fórum að ræða þörf fyrir svona safn árið 1978. Í  janúar 1979 ákvað bæjarstjórn að því skyldi komið á laggirnar. Svo ég er búinn að vera að dunda í þessu í rúmlega fjörutíu ár, því við vorum byrjuð að sanka að okkur efni áður en safnið varð til.“ Guðmundur segir safnið hafa vaxið jafnt og þétt. „Ég vil að fólk sem ætlar með  skjöl, bréf  eða myndir á haugana komi frekar með slíkt til mín og leyfi efninu að njóta vafans. Við verð- um að láta okkur varða allt sem snertir þetta byggðarlag ef við ætlum að halda í söguna okkar. Það gera ekki aðrir fyrir okkur.“  Spurður hvort hann sé einn á skjala- safninu svarar Guðmundur: „Svona safn verður ekki til hjá einhverjum einum – en ég er eini starfsmaðurinn. Við eigum samtaka fólk í þessum málum, vil ég meina. Það hringdi nú maður í mig bara í fyrradag og spurði hvort ég vildi 6.100 skuggamyndir, faðir hans tók þær og ég veit að hann átti góða myndavél.  Annar kom með albúm í fyrradag.“ Hann segir alla sem vilja geta skoðað muni safnsins, eftir samkomulagi. „Síðan erum við á hverju einasta þriðjudagskvöldi í Safna- húsinu með óþekktar myndir. Þá kemur hópur – öldungaráðið – til að hjálpa mér að þekkja og greina myndir. Svo eru þær skráðar og settar í sérbúin umslög.“ Norðfirðingar eiga myndarlegt safnahús, upphaflega byggt af Sam- einuðu íslensku verslununum 1922- 23. Það  hýsir þrjú söfn,  Myndlistar- safn Tryggva Ólafssonar, Sjóminja- og smiðjusafn Jósafats Hinrikssonar og Náttúrugripasafn Neskaupstaðar. Skjala- og myndasafnið er annars stað- ar. „En við erum að stefna að því að koma því í næsta hús við Minjasafnið,“ segir Guðmundur. „Það eru draumar safnamanna.“ gun@frettabladid.is 500 hillumetrar af skjölum Guðmundur Sveinsson, forstöðumaður Skjala- og myndasafns Norðfjarðar, var meðal hvatamanna að stofnun safnsins fyrir fjörutíu árum og hefur haft umsjón með því síðan. Guðmundur, forstöðumaður Skjala-og myndasafns Norðfjarðar, við vinnuborðið sitt. MYND/MAGNÚS STEFÁNSSON 2 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 4 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 1 F -2 6 B 0 2 2 1 F -2 5 7 4 2 2 1 F -2 4 3 8 2 2 1 F -2 2 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.