Fréttablaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 2
Veður Austan 10-15, snjókoma með köflum og slydda eða rigning síð- degis við suðurströndina. Hægari vindur og úrkomulítið norðan heiða, en dálítil snjókoma síðdegis. SJÁ SÍÐU 26 Á bretti í Bláfjöllum Þetta unga fólk virtist hamingjusamt og var rjótt í kinnum á skíðasvæðinu í Blá- fjöllum, sem var opnað í gær í fyrsta sinn í vetur. Nóg var af skíða- og brettafólki í brekkunum, enda margir sem hafa beðið þess spenntir að skíðasvæðin opni.KÍNA Veraldarvefsstofnun Kína (CAC) tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði að undanförnu eytt sjö millj- ónum innleggja á veraldarvefnum og nærri 10.000 öppum. Þetta var gert í átaki gegn „óásættanlegum og skaðlegum“ upplýsingum sem hófst í mánuðinum. Aukinheldur hefur verið lokað fyrir 733 vefsíður. Ritskoðun á kínverska veraldar- vefnum er ekki nýtt fyrirbæri. Lokað er fyrir fjölda þeirra vefsíðna sem Vesturlandabúar venja komur sínar á. Talað er um „Vefkínamúrinn“ (e. Great Firewall of China) í þessu samhengi. Athugaverðasta dæmi undanfarinna missera var ef til vill þegar efni tengt hinum geðþekka Bangsímon var bannað þar sem Kínverjar höfðu dregið dár að for- setanum Xi Jinping með því að líkja honum við teiknimyndabjörninn vinsæla. Tæknirisinn Tencent, þekkt fyrri tölvuleiki á borð við League of Leg- ends og á að auki hluta í Fortnite, fékk slæma útreið í yfirlýsingu CAC í gær. Kínverska stofnunin sagðist hafa lokað fyrir fréttaappið Tiantian Kuiabao vegna þess að þar hefði „groddalegum og lágkúrulegum upplýsingum sem skaða vistkerfi veraldarvefsins“ verið dreift. – þea Kína lokaði fyrir þúsundir smáforrita Trúlega lítur lyklaborð kínverskra ritskoðenda þó ekki út eins og á myndinni. NORDICPHOTOS/GETTY SKIPULAGSMÁL Húseigendur í þremur hverfum Reykjavíkur til að byrja með eiga að fá stóraukið frelsi til að nýta eignir sínar til þétt- ingar byggðar samkvæmt tillögu að hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt sem tekin verður fyrir í í borgarráði í dag. „ Hve r f i s s k i p u l a g e r ný t t skipulags tæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverf- um,“ segir um málið á heimasíðu Reykjavíkurborgar. „Í nýju hverfisskipulagi munu íbúar að uppfylltum skilyrðum til dæmis geta fengið heimild til að stækka húsnæðið sitt með viðbygg- ingum. Einnig geta margir fengið heimildir til að innrétta aukaíbúðir í húsum sínum með því að byggja við, skipta upp eldra rými eða breyta lítið notuðum bílskúr í litla íbúð,“ segir á reykjavik.is. Hið nýja fyrirkomulag er enn fremur sagt geta stuðlað að verulegri fjölgun íbúða í borginni. Samkvæmt áætlunum gæti íbúðum í fyrr- nefndum þremur Árbæjarhverfum fjölgað um allt að 1.989 eftir þessa breytingu. Málið var áður samþykkt í skipu- lags- og samgönguráði 19. desember síðastliðinn. Fram kemur í auglýs- ingu á vef borgarinnar að það hafi verið gert samhljóma. „Allt miðast að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna hvort heldur sem það er í verslunar- kjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags,“ sagði meðal ann- ars í bókun skipulagsráðs. Skipta má auknum heimildum í þrennt. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið við- byggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að  skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhús- næði, bílskúrum eða geymslum  í íbúðir. „Með nýju hverfisskipulagi munu margir íbúar fá heimildir til að reisa viðbyggingar, kvisti, svalir og garð- skúra sem og leyfi til að fjölga íbúð- um,“ segir í kynningarmyndbandi á vef borgarinnar. Þegar skipulagið hafi verið samþykkt megi sjá allt um það í nýrri hverfasjá. Þar verði hægt að sækja um leyfi til breytinga. gar@frettabladid.is Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Eigendur húsnæðis í Árbæ, Selási og Ártúnsholti geta með nýju hverfisskipulagi fengið heimild til að byggja við og skipta upp húsnæðinu til að bæta við íbúð- um. Málið er tekið fyrir í borgarráði í dag. Ætlunin er að þétta byggð í hverfinu. Með nýju hverfis- skipulagi munu margir íbúar fá heimildir til að reisa viðbyggingar, kvisti, svalir og garðskúra sem og leyfi til að fjölga íbúðum. Úr kynningarmyndbandi Reykjavíkurborgar Leyft verður að fjölga íbúðum með ýmsu móti, m.a. í Árbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fleiri myndir úr fjallinu er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs- appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS DÓMSMÁL Aðalmeðferð í innherja- svikamáli tengdu Icelandair lýkur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag með munnlegum málflutningi. Átta vitni gáfu skýrslu fyrir dómi í gær, þar á meðal þeir þrír sem ákærðir eru í málinu. Dómari ákvað að ákærðu fengju ekki að hlýða á vitnisburð hver annars sem mun vera afar fátítt við meðferð sakamála og bókuðu verjendur athugasemdir við þessa málsmeðferð. Fyrrverandi forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair er ákærður í málinu fyrir að hafa veitt upplýsingar um stöðu félagsins sem hann fékk í krafti innherjastöðu sinnar. Stærsta brotið sem ákært er fyrir mun hafa átt sér stað í tengslum við afkomuvið- vörun sem Icelandair sendi frá sér í febrúar 2017. – aá Fátítt að vísa ákærðum út 2 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 1 F -2 1 C 0 2 2 1 F -2 0 8 4 2 2 1 F -1 F 4 8 2 2 1 F -1 E 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.