Fréttablaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.01.2019, Blaðsíða 26
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Mexíkóska leikkonan Yalitza Aparicio er stjarna kvikmyndarinnar Roma sem er tilnefnd til Óskarsverð- launa sem besta myndin og Yalitza sem besta leikkonan í aðalhlut- verki. Yalitza er 25 ára og býr í fjallaþorpinu Tlaxiaco, Oaxaca í Mexíkó. Það var eldri systir hennar, Edith, sem var kölluð í prufur hjá leikstjóranum Alfonzo Cuarón, fyrir hlutverk ráðskon- unnar og fóstrunnar Cleo í Roma fyrir tveimur árum. Alls voru 3.000 mexíkóskar konur fengnar í leikprufur en engin þeirra náði að heilla leikstjórann. Þegar Edith varð ófrísk og hikandi um þátt- töku í prufunum hvatti hún Yalitzu til að fara í leikprufuna í hennar stað. Í viðtali við New York Times sagði Alfonso: „Um leið og hún gekk inn á skrifstofuna heillaði mig nærvera hennar sem er dálítið feimin en samt svo opin. Hvernig hún nálgast fólk, er til staðar og vill að fólk, sérstaklega bágstatt fólk, skynji það, er einstakt.” Þegar Alfonso bauð Yalitzu aðal- hlutverkið velktist hún í vafa. Hún hafði nýlokið kennaraprófi og vildi ráðfæra sig við fjölskylduna, en hringdi svo til baka: „Jú, ég býst við að ég geti þetta. Ég hef ekkert annað betra að gera,“ sagði Yalitza sem nú er orðin ein helsta fyrirmynd innfæddra mexíkóskra kvenna, en 70 prósent þeirra lifa í fátækt, ánauð og mismunun. Leikarar í Roma fengu hvorki handrit né sögu. Yalitza skapaði persónu Cleo á æskuminningum Alfonsos, eigin sýn á persónuna og reynslu móður sinnar sem stritandi verkakonu. Vatnaði músum yfir Roma Yalitza prýddi forsíðu mexíkóska Vogue í desember og braut blað í tuttugu ára sögu tímaritsins þar í landi. Hún er þó ekki sátt við að vera undantekningin og vill nota frægð sína til að bæta framtíð kvenna í heimalandinu. „Ég er ekki andlit Mexíkó. Landið á sín mörgu andlit. Það á heldur ekki að skipta máli hvað maður gerir eða hvernig maður Er ekki andlit Mexíkó Mexíkóinn Yalitza Aparicio er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkonan. Hún er kennari að mennt og brýtur blað í sögu innfæddra mexíkóskra kvenna í tískuritum og á rauða dreglinum. Glæsileg í appelsínugulri pilsdragt og bandahælum á rauða dreglinum. Yalitza hefur hlotið mikla viðurkenningu fyrir Roma en þó ekki Golden Globe. Yalitza segir fæsta þekkja sig á götu nema hún sé klædd upp à la Hollywood. Stíll Yalitzu er litríkur og líflegur og klæðir hana einstaklega vel. og dýpka sannfæringu innfæddra Mexíkóa um að þeir geti þetta líka. Samt er hún ekki viss um að hún leiki meira. Að móta huga og hjörtu grunnskólabarna er auð- veldara en að breyta rótgróinni hugsun fullorðinna, en þó er það einmitt það sem kvikmyndin Roma gerir. „Þegar upp er staðið er þetta ekki svo ólíkt því sem ég hef viljað gera. Ég hef séð að bíómynd getur uppfrætt fólk á öllum aldri og um allan heim,“ en Roma hefur vakið miklar umræður um ójöfnuð, illa meðferð verkamanna og hverjir eru velkomnir á rauða dregilinn í landi þar sem innfæddar konur sjást sjaldan í tímaritum; hvað þá á verðlaunahátíðum í Hollywood. lítur út; hvert og eitt okkar ætti að geta uppfyllt sína drauma,“ sagði hún í viðtali við New York Times. Undanfarið misseri hefur Yalitza fylgt Roma eftir um allan heim. Hún sá myndina fyrst í Feneyjum og segist hafa reynt að berjast við tárin fyrsta hálftímann en svo beygt af og hágrátið myndina á enda. „Heima finn ég lítið fyrir frægðinni enda lítum við öðru- vísi út á hvíta tjaldinu en í eigin persónu. Það er helst þegar búið er að dressa mig upp að fólk snúi sér við,“ segir Yalitza eftir að hafa staðið á rauða dreglinum um víða veröld að undanförnu. Hún segir tilnefningu til Óskarsverðlaun- anna opna dyr fyrir aðra og alla FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5654/ jonivar@frettabladid.is VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR Veglegt sérblað Fréttablaðsins um vörubíla og vinnuvélar ke ur út 29. janúar nk. T yggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 4 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 1 F -2 B A 0 2 2 1 F -2 A 6 4 2 2 1 F -2 9 2 8 2 2 1 F -2 7 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.