Stjarnan - 01.11.1927, Page 4

Stjarnan - 01.11.1927, Page 4
IÓ4 STJARNAN þá ætlaði hann að deyja á vegi skyldunn- ar og hlýðninnar viÖ Guð. Svo hann hef- ir vafalaust sagt eitthvaS á þessa leið: “Drottinn, hvaS á eg aS segja viS þetta fólk? HvaSa ræSu á eg aS flytja?” Drottinn svaraSi: “Jónas, þetta er boS- skapurinn: ‘AS f jörutíu dögum liSnum skal Níníve verSa í eyÖi lögS’.” Jónas sagði: “HvaS annaS á eg aS segja þeim, Drottinn?” “ÞaS er alt, Jónas,” var svar Drott- iíis. “ÞaS er boSskapurinn til Ninívitanna : ‘AS fjörutíu dögum liSnum skal Níníve verða í eySi lögð’.” “HvaS,” sagSi Jónas, “er það alt? ÞaS er engin ræða. ÞaS mun taka eitthvað meira en þaS, til aS hafa áhrif á Níníve.” “Drottinn sagði: “Þetta er alt, sem eg vil aS þú gjörir; eg mun gjöra hitt.” Svo . einn góðan veSurdag, þegar Niníve var á hinum hæsta tindi veizlu- halds og svalls, meðan skemtun og mun- aSarlíf höfðu töglin og hagldirnar í borg- inni, urðu íbúarnir í mesta máta hissa, þegar skýr rödd í strætinu, hægt og meS afmældum orSum, en í alvöru og meS hátíSlegleika, sem skaut öllum skelk í bringu, kunngjörSi: “AS f jörutíu dögum liðnum skal Níníve verða í eyðidögS.” HvaS þýSir alt þetta? Hver er þessi erindreki og með hvaSa myndugleika talar hann? Vantrúarmenn hafa gjört gys aS þess- ari sögu; fríhyggjumenn hafa hent aur vantrúar sinnar yfir hana, og fyrir það hefir trú margra dofnað; en eg ætla aS vekja athygli yðar á þeim sannleika, aS Jesús setur innsigli sitt á hana meS eftir- farandi orSum: “Því aS eins og Jónas var í kviSi stórfisksins í þrjá daga og þrjár nætur, þannig mun Manns-Sonur- inn vera þrjá daga og þrjár nætur í skauti jarðarinnar.” Matt. 12 ^40. Þú getur ekki hafnaS sögunni um Jónas og stórfiskinn, án þess að afneita Jesú Kristi. 'Hvorttveggja Stendur og fellur hvort meS öSru. Hafnir þú Jesú Kristi, þá hafnar þú hinu eina “nafni undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlaÖ fyrir hólpnum aS verða.” Postulas. 4:12. Ef GuS getur skapaS mann til að lifa á landi, og fisk til að lifa í vatni, þá getur hann einnig útbúiS mann, til aS lifa í kviSi stórfisks eins og í húsi. Nebúkadnezar, Babels konungur, lét reisa stórt líkneski, og skipaSi öllum aS tilbiSja þaS. Hver sem neitaSi aS gjöra þaS, mundi lenda í hinum brennandi eldsofni. Sadrak, Mesak og Abednegó neituðu aS hlýða skipun konungsins- Þeim sem var kastaS í eldinn; en alt sem eldurinn gjörSi, var aS brenna viÖjarnar. sem þeir voru bundnir með. Þeir komu út úr ofninum “og enginn eldseimur fanst á þeim.” , Daníeli var kastaÖ i gryfju glefsandi ljóna; en hann hafði mjög svo rólega nótt, þar sem hann hallaSi höfSi sínu aS brjósti þess engils, sem sendur hafSi verið til aS loka munni ljónanna. Kæri lesari, eg veit af mönnum og konum svo tugum þúsunda skiftir, sem lifa á stöðum og undir kringumstæSum, sem eru mörgum sinnum verri en kviður stórfisksins. Þau lifa í skuggahverfum, í synd. í glæpum, í hinum hræðilegu forar- gryfjum lastanna og saurugleikans, “án Krists ..... vonlaus og guðvana í heim- inum.” Ef. 2:12. Hvernig aS þau geta gjört þaS er meir en eg get skiliS, en þar eru þau og enginn getur neitaS því. Þekkir þú nokkra manneskju meSal þeirra ? iHeilagur Andi var meS hinu mannlega verkfæri GuSs, til þess aS sannfæra menn um synd, réttlæti og dóm: “Nínívemenn trúðu Guði og boðuðu föstu og klædd- ust hærusekk, bæSi ungir og gamlir. Og er þetta barst til konungsins í Níníve, þá stóð hann upp úr hásæti sínu, lagSi af sér skikkju sína, huldu sig hærusekk og settist í ösku.” Jónas 3 :5, 6. Hin miklu verzlunahús voru lokuS. Drykkjuknæpurnar, knattleikasalirnir og skemtistöSvarnar breyttust í bænahús. og

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.