Stjarnan - 01.11.1927, Page 7
STJARNAN
167
i'ví. Hann fylgdi kenningu hinna fornu
helgu bóka. Hann viðurkendi þær.
Hann kendi þær, og hann ávítaði menn
fyrir a'ð trúa þeim ekki. Hann uppfylti
skuggalögmálið. Hann uppfylti eða full-
nægði kröfu siðalögmálsins, sem hann
aldrei ibraut. Enginn gat sannað upp á
hann synd. Enginn gat sannað upp á
hann lagabrot. Ásakanir Gyöinga kenni-
mannanna í þeim efnum voru ósannar.
Þegar Jesús kom til ættborgar sinnar,
þá las hann í samkunduhúsinu þennan
yndislega kafla úr Gamlatestamentinu:
“Andi drottins er yfir mér, af því að
hann hefir smurt mig, til að flytja fátæk-
um gleðilegan boðskap, hann hefir sent
mig, til að boða bandingjum lausn og
blindum að þeir skuli aftur fá sýn, til að
láta þjáða lausa, til að kunngera hið
þóknanlega ár Drottins.” Lúk. 4, 18-19.
Es. 61, x. 2.
Þennan spádóm sagðist hann sjálfur
uppfylla fyrir augum áheyrenda sinna.
Annað sinn sagði Meistarinn frá Naza-
ret þetta: “Því aS ef þér tryðuð Móse, þá
tryðuð þér mér, því að hann hefir ritað
um mig. En ef þér trúið ekki ritum
lians, hvernig ættuð þér þá að trúa orð-
um mínum.” Jóh. 5,40,47- Enn öðru
sinni sagði hann: “Þeir hafa Móse og
spámennina, hlýði þeir þeim .... Ef þeir
hlýða ekki Móse og spámönnunum, munu
þeir ekki heldur láta sannfærast, þótt
einhver rísi upp frá dauðum. Lúk. 16,
Lærisveina sína ávítaði hann a þessa
leið: “Ó, þér heimskir og tregir í hjarta
t'l að trúa öllu því, sem spámennirnir
hafa talað”. Lúk. 24,25. Og er Jesús
tók að útleggja spádóma Gamlatestament-
isins fyrir þessum lærisveinum sinum, þá
fóru hjörtu þeirra að “brenna”. 32. v.
Jesús ráðlagði lærisveinum sínum, að
athuga spádóma Gamlatestamentisins.
“Þegar þér því sjáið viðurstygð eyðing-
arinnar, sem talað er um af Daníel spá-
mannji, jstandandi á helgum stað—les-
arinn athugi það—þá flýi þeir, sem eru
í Júdeu upp á fjöllin.” Matt. 24,15, 16.
Einu sinni spurði maður nokkur Meist-
arann: “Hvað á eg að gera, til þess að
eignast eilíft líf?” Meistarinn svaraði:
“Ef þú vilt inn ganga til lífsins, þá hald
boðorðin.” Matt. 19,16,17. Jesús benti
honum á tíu boðorð Guðs. Boðorð
Gamlatestatestamentisins, og Jesús —
Meistarinn, sem allir þykjast fylgja,
mundi segja þér, kæri lesari, hið sama
þann dag í dag, ef þú legðir þessa spurn-
ingu fyrir hann.
“Alt, sem þér því viljið, aö aðrir menn
geri yður, það skuluð þér og þeim gera,
því þetta er lögmálið og spámennirnir.”
Þessa guðdómlegu reglu viðurkenna allir.
En hér segir Jesús skýrum orðum, að
þessi fullkomna regla, sé fólgin í lögmál-
inu og spámönnunum, að lögmálið og
spámennirnir heimti þetta. Þó geta
spjátrungar kallað Gamlatestamentið
“hrafl,” “Gyðinglegar bábiljur” og ann-
a8 verra, og reynt svo til að hylja skömm
sína undir merki Meistarans frá Naza-
ret. Dáfallegur orðaleikur!
Þessi dásamlega fallega kenning Krists:
“Verið þér því fullkomnir, eins og yðar
himneski faðir er fullkominn,” er einnig
tekin úr Gamlatestamentinu. Sjá 3.
Móse bók 19, 2.
Fjallræða Krists er af öllum talin fal-
legasti kafli Nýjatestamentisins, og sælu-
boðunin fallegasti kaflinn í fjallræð-
unni. Það er vel maksins vert
að bera saman nokkrar greinar
í fjallræðunni við aðrar um sama
efni í Gamlatestamentinu.
Nýjat.: “Sælir eru fátækir í anda,
því að þeirra er himnaríki.” Matt. 5, 3.
Gamlat.: “Því að svo segir hinn hái
og háleiti, hann sem ríkir eilíflega og
heitir Heilagur: Eg bý á háum og heil-
ögum stað, en einnig hjá þeim, sem hafa
sundurkraminn og auömjúkan anda, til
þess að lifga anda hinna auðmjúku og
til þess að lífga hjörtu hinna sundur-
krömdu.” Es. 57, 15.
Nýjat.: “Sælir eru syngjendur, þvi að