Stjarnan - 01.11.1927, Page 8
STJARNAN
168
þeir munu huggaðir vertSa.” Matt. 5,4.
Gamlat.: “Þeir, sem sá meö tárum,
munu uppskera me'Ö gleöisöng, grátandi
fara menn og 'bera sæöiö til sáningar,
meÖ gleðisöng koma þeir aftur og bera
kornbindin heim.” Sal. 126, 5,6.
Nýjat.: “Sælir eru hógværir, því að
þeir munu landiö erfa.” Matt. 5, 5.
Gamlat.: “Hinir voluðu ("hógværu) fá
landið til eignar”. Sal. 37,11. “En sá,
sem leitar hælis hjá mér, mun erfa land-
ið.” Es 57, 13. “Ef þér eruð auðsveipn-
ir og hlýðnir, þá skuluð þér njóta lands-
ins gæða.” Es. 1, 19.
Nýjat.: “Sælir eru þeir, ,sem hungrar
og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir
munu saddir verða.” Matt. 5, 6.
Gamlat.: “Heyrið, allir þér, sem
þyrstir eruð, komið hingað til vatnsins,
.... Hlýðið á mig, þá skuluð þér fá gott
að eta og sálir yðar gæða sér á feiti.” Es.
55, 1, 2. “Sál mína þyrstir eftir þér,
hold mitt þráir þig.....því að miskunn
þin er mætari en lífið.... Sál mín mettast
sem af merg og feiti.” Sal. 63, 2-6.
Nýjat.: “Sælir eru miskunnsamir,
því að þeirn mun miskunnað verða,”
Matt. 5,7.
Gamlat.: “Því á miskunnsemi hefi eg
þóknun, en ekki á sláturfórn,” Hósea
6,6. “Sáið niður velgjörðum, þá munuð
þér uppskera góðleik (miskunnsemi)”,
Hósea 10,12.
Nýjat.: “Sælir eru hjartahreinir, því
að þeir munu GuS sjá.” Matt. 5,8.
Gamlat.: “Hver fær að stíga upp á
fjall Drottins, hver fær að dveljast á hans
heilaga stað? Sá, sem hefir óflekkaðar
hendur og hreint hjarta.” Sal. 24, 4.
Nýjat.: “Sælir eru friðflytjendur, því
að þeir munu Guðs synir kallaðir verða.”
Matt. 5,9.
Gamlat.: “Hversu yndislegir eru á
fjöllunum fætur fagnaðarboðans, sem
friðinn kunngjöra.” Es. 52, 7.
Þannig mætti lengi halda áfram. Það
mætti foera alla kenningu Krists og Nýja-
testamentisins saman viö kenningu Gamla
testamentisins og sýna, að þar er fagurt
og fullkomið samræmi. Hinar ímynd-
uðu mótsagnir eru sprottnar af vanþekk-
ingu manna á ritum Gamlatestamentisins,
því flestir, sem tala á móti því, hafa
aldrei lesið það né rannsakað neitt til
hlýtar, og rangsnúa svo kenningu ])ess
bæði í ritum sínum og ræðum.
Allir andstæðingar Gamlatestamentis-
ins vita, að það er talað mikið um fórnir
cg blóð í því, og hræddir viö þetta blóð,
eins og barn sem skorið hefir sig í fing-
ur, hrópa þeir: “blóð, blóð.” Og ef
þeim tekst að hnoða saman í eina eða
tvær setningar: Blóði, fórnum, Jahve,
Gyðingum, Bifolíu, myrkvísi, heimsku,
bábiljum og vanþekkingu, þá halda þeir
að allir muni skoða þá sem innblásna ein-
hverri óviðjafnanlegri speki. Já, víst er
það speki, en sú “speki er ekki að ofan.”
Þessir blóðhræddu menn hneykslast
einnig á kenningu Meistarans frá Naza-
ret um blóð hans„ sem “sannan drykk”
og “lausnargjald fyrir marga”, þótt þeir
taki munninn fullan af hans hátignarfulla
nafni. Það hafa æfinlega verið til menn
i heiminum, sem notið hafa sælulífs i
barnslegri og einlægri trú, en svo er hinn
flökkurinn líka ávalt vakandi, sem “last-
mælir.” Það má þekkja meðlimi hans af
ávöxtunum. Það má bera saman lif
þeirra manna, hvað bindindi, reglusemi
og hegðan alla snertir, sem trúa biblíunni,
og svo aftur hinna, sem ekki trúa henni,
heldur lastmæla; og sjá glögt hver flokk-
urinn ber fallegri ávexti.
Nýjatestamentið lýsir þessum andstæð-
ingum sannleikans á þessa leið :
“Þessir menn lastmæla öllu þvi, sem
þeir þekkja ckki, en á öllu því, sem þeir
skilja af eðlisleiðslu sinni, eins og skyn-
lausar skepnur, eyðileggja þeir sig. Vei
þeim, því þeir hafa gengið á vegi Kains
og hrapað í villu Bíleams, fyrir ávinn-
ingssakir, og tortímst í þverúð Kóra.
Þessir menn eru blindsker við kærleiks-
máltiðir yðar, er þeir sitja að veizlum
með yður, og ala óttalaust sjálfa sig, þeir