Stjarnan - 01.11.1927, Page 12

Stjarnan - 01.11.1927, Page 12
172 STJARNAN inn sagÖi neitt. Hr. Foster varö fyrstur til þess að rjúfa þögnina og spur'ði hvort fólkicS gæti ekki koniið alt saman heim tii sín næsta sunnudagskvöld, svo kona sín og börn gætu fengið að taka þátt i þessum biblíurannsóknum líka. Þetta undirgengust allir viðstadir fúslega, og hver fór leiðar sinnar. NÍUNDI KAPÍTULI Samkoman heima hjá Foster. Næsta dag gekk töluvert mikið á í bygðinni. Talsíminn var notaður óvenju- lega mikið. Kenningar Ellu voru aðal umtalsefnið. Heill hópur beztu -kirkju- manna bygðarinnar kom saman í litlu matsölubúðinni og ræddu um Samson og Spencer. Það sem mesta eftirtekt hafði vakið, var það, að tveir menn, er notað höfðu tóbak allan sinn aldur, voru nú hættir við það. Hitt var einig eftirtektarvert, að marg- ir, sem aldrei höfðu hirt neitt um kirkju nc kenningar hennar, voru teknir að liugsa alvarlega um þess konar atriði og kosta kapps um að lifa sannkristnu lífi. Og einn þeirra var hr. Foster. Og það, að hann hafði boðið Ellu Samson að koma heim til sín og fræða fjölskyldu sína um kenningar ritningarinnar, gat ekki annað en vakið umtal um alla bygð- ina. Séra Dickson, sem veitti athygli þeirri andlegu vakningu, er orðið hafði i bygð- inni, hugðist að færa sér hana í nyt og auglýsti, aö næsta sunnudagskvöld yrði ræðuefni sitt í kirkjunni: “Sál mannsins og framtíð hennar.” Auglýsingar prestsins komu óðara af stað allmikilli æsingu. Allir gátu séð mót- spyrnuna frá hans hálfu. Margir, og það jafnvel beztu menn kirkjunnar, létu í ljós óánægju sína yfir ráðstöfun prestsins. Því varð ekki neitað, að það, sem Ella Samson hafði gert, hafði orðiS bygðinni til mikillar blessunar, svo þessi viðleitni prestsins að eyðileggja þetta verk, virtist benda á öfundsýki og grátlega vanþekk- irgu á hinni andlegu þörf sóknarbarna hans. Hr. Foster hafði óskað eftir því, að á samkomunni mættu menn koma með ýmsar spurningar. Bæði hann og aðrir vildu fá að reyna á dugnað hins unga biblíukennara. Ellu kom þetta mjög vel, því einmitt þessari aSferð var hún vön- ust frá skólanum. Vera hennar heima hjá sér var nú bráðum á enda, og hún vonaði, að það gæti orðið Guði til dýrðar og sannleika hans til sigurs, að menn fengju, að koma með ýmsar spurningar, og fengju svör við þeim, sem samkvæm væru orði Drottins. Sunnudagskvöldið kom. Veöur var inndælt. Ómurinn frá hestabjöllum öku- mannanna benti á, að margir væru á ferð, ýmist á leið til kirkju, til nágranna sinna, eða þá eitthvað annað. Presturinn hugg- aði sig við þá tilhugsun, að kirkjan yrði full og nú gæfist honum færi á að stemma stigu fyir andlegri pest þeirri, er breitt hafði sig út um bygðina. Á heimili hr. Fosters var alt búiö und- ir heimsókn vina þeirra, sem lofast höfðu til að koma. Ella og foreldrar hennar komu snemma, til þess að hægt væri að byrja samkomuna sem fyrst. Vinir og nágrannar komu stundvíslega, og brátt kom það í ljós, að aðsóknin ætlaði að verða miklu meiri en búist var við. Fleiri og fleiri komu, þar til hús- ið var fult. Ellu fanst þetta óskiljanlegt, því slíku áttu menn ekki að venjast þar í bygðinni. Um kirkjusókn fólksins var alt ööru máli að gegna. Séra Dickson stóð and- spænis fleiri tómum sætum þetta sunnu- dagskvöld, en hann hafði átt að venjast lengi. Það urðu því fáir til að hlusta á söngflokk hans, er hann hafði dubbað upp fyrir þetta sérstaka tækifæri. Hann skildi nú hvar komið var. Það, sem hann vildi hafa afstýrt, var þegar fram komið.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.