Stjarnan - 01.11.1927, Page 15

Stjarnan - 01.11.1927, Page 15
STJARNAN i75 * kemur öt mánatSarlega. ÍJtgefendur: The 'Western Canadian Union Conference S.D.A. Stjarnan kost- ar $1.60 um áritS í Canada, Bandarikj- unum og á íslandi. (Borgist fyrirframj. Ritstjðri og ráSsmaSur : DAVID GUÐBRANDSSON. Skrifstofa: 306 Sherbrooke St.. Winnipeg, Man. Phonie: 31 708 sðist nýjan frið og nýjan kraft til þess að boð Jesú Krist og hann krossfestan. Eftir það bauð presturinn bibliu-kenn- ara Ellu að nota ræðustólinn í kirkju hans. Hinn tímabæri sannleikur Guðs hefir því verið boðaður í fæðingarbygð og ‘bæ Ellu Samson. Ella Samson fann sannleikann um sál mannsins, og fyrir milligöngu hennar, veitti sannleikurinn margri mæddri sálu hugfró og leiddi hana til þess Guðs Lambs, er bar synd heimsins. Pétur Sigurðsson, þýddi. FRÉTTIR. f flóðinu í Mississippidalnum síðast- liðið sumar fórust 225,000 hestar, múlar, nautgripir og svín ásamt 4,300,000 fugl- um. í tilraunum, sem gjörðar voru í rann- sóknarstofum John Hopkins háskólans, kom það í ljós að kvenmenn vinna fljót- ara og með meiri nákvæmni en karlmenn; en hinir síðarnefndu sýndu miklu þrosk- aðri dómgreind. Samskonar . tilraunir voru gerðar meðal skólakrakka og sýndi það sig einnig þar, að stúlkurnar voru fljótari og nákvæmari, en þegar til þess kom að dæma um vigt og mál á ýmsum hlutum, þá sköruðu piltarnir fram úr. Frumbyggjar Ástralíu eru smámsam- an að deyja út. Árið 1924 var tala þeirra 62,145, en árið 1926 var hún komin niður í 59,296. Þeir eru svo að segja allir heimilislausir flökkumenn. Til þess að reyna að ná aftur þeim heiðri og því ríkidæmi, sem Spánverjar einu sinni höfðu, ætla þeir að halda tvær miklar sýningar. Fyrri sýningin mun nefnd verða “Spansk-Ameríska Sýningin til heiðurs Kristofer Kolumbus.” Mun hún haldn verða árið 1928 í borginni Se- villa og mun hún opnast 12. október, dag- inn, sem Kolumbus eygði hinn nýja heim. Margir spanskir og amerískir bygginga- meistarar eru að gjöra uppdrætti að fögrum byggingum, sem munu verða hin fínustu snildarverk. Tuttugu og fimm lönd munu taka þátt í þessari sýningu. Næsta sýningin mun haldin verða ári seinna í borginni Barcelona. Spánn hef- ir gjört öllum löndum heimsins boð um að koma og sýna sínar fínustu vörur, af- urðir og listaverk á þeirri sýningu. Hug- myndin er sú að gjöra þá sýningu að hinni stærstu, sem heimurinn nokkurn tíma hefir séð. Hin nýjasta stríðsflugvél á Englandi er i raun og veru bryndreki loftsins. Hún er hið stærsta flugskip í heimi. Vængirn- ir eru svo stórir aS lítil flugvél mundi ef til vill geta lent á þeim. Skrokkurinn er af nikkel-stáli og alúminíum. Heitir hún ‘ íris II.” Hún lyftir sér frá sjónum með 50 mílna hraða. Það eru fimm menn á henni. Þeir matreiða með rafmagni og hafa góðar rekkjur til að sofa í. Hún getur haldið sér í loftinu í f jórtán klukku- tíma í senn. Radíó-herbergið er sér og hljóðalaust. Hún hefir einnig með sér nægilegan forða af neyzluvatni.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.