Stjarnan - 01.11.1927, Síða 16
.jfcx Móðirin. aeto.
Ekkert í lífi manna er eins fagurt aÖ líta og prýÖilegt heimili, þar sem mynd-
arleg móÖir annast börnin sín. Hún stjórnar þar eins og drotning, er at> verki
sínu meÖ líf og sál og það aÖ vera ibörnum sínum alt í öllu er unun hennar. Hún
veitir þeim tilsögn um alt, sem gagnlegt er, og kennir þeim að vinna létt verk hönd-
um sínum og syngja um leið. Hún fræðir þau um mannasiði, til þess að hún þurfi
ekki að skammast sín fyrir að koma í kirkju með þau og á hvaða mannamót sem
er, án þess að óttast það. að þau sitji ekki kyr eða hegði sér eins og góðum börnum
sæmir. Þau læra að leika sér við önnur börn án þess að verða ráðrík og einþykk.
Móðurinni er ánægja að hafa börnin sín í óbrotnum fötum, sem auðvelt er að
hreinsa. Þess konar börn læra venjulega mjög fljótt í skólanum og verða seinna
meir mannfélaginu til stuðnings og blessunar. Já, það eru þess konar börn, sem
verða nytsamir borgarar og máttarstoðir þjóðar sinnar, er halda uppi heiðri henn-
ar á öllum tímum. Svo vér sjáum að það er ekki fjærri sanni að höndin, sem
ruggar vöggunni, er sú, sem stjórnar heiminum. Og ef móðirin hefir samfélag
við hann, sem sagði: “Leyfið börnunum að koma til mín og hindrið þau ekki,
því að himnaríki heyrir slíkum til,” þá getur hun leitt þau til hans meðan þau eru
á unga aldri, að hann leggi blessun sína yfir þau í þessu lífi og eftir að þau hafi
barist góðri baráttu, varðveitt trúna og fullendað skeiðið, öðlist heimili í friðar-
ríki Krists um alla eilífð.
En því miður er það nú orðinn siður á sumum heimilum, að móðirin hugsar
meir um ljúflings hundana sína en sitt eigið afkvæmi. Hversu oft verður maður
ekki í stórborgum var við móður, sem kemur út úr sínu skrautlega heimili með
hund á hvorum armlegg, fer inn í stóra og kostbæra bifreið og leggur af stað,
rneðan börnin hennar standa eftir á framsvölunum hjá barnfóstrunni og óska þess,
að þau mættu njóta hinna sömu gæða og hundarnir. Það er rétt að vera góður
við öll dýr, hvort sem þau eru vilt eða tamin, en þegar menn fara að dýrka skepn-
una í staðinn fyrir skaparann og skepnunnar vegna vanrækja lífsávöxt sinn, þá
er eitthvað bogið, sem vissulega þörf er á að bæta. Það hlýtur að hafa verið þess
konar mæður, sem Drottinn á við, þegar hann segir: “Hvort fær móðirin gleymt
brjóstbarni sinu, og verið miskunnarlaus við lífsafkvæmi sitt? Og þó að hún gæti
gleymt því, þá gleymi eg þér samt ekki. Eg hefi reist þig á lófa mína; þínir múr-
veggir standa jafnan fyrir augum mér.” Það er huggun að vita að Drottinn sleppi
ekki hendinni af þeim börnum, sem hundadýrkandi og vanrækslusamar mæður
skeyta ekkert um.
Hve mikla virðingu ættu menn ekki að bera fyrir sönnum mæðrum, sem
leggja alt í sölurnar jafnvel lífið sjálft, til þess að gefa heiminum dygga borgara
og Kristi þegna, sem munu skina sem sól i ríki Eöður hans. —D. G.