Stjarnan - 01.01.1928, Page 3

Stjarnan - 01.01.1928, Page 3
 STJARNAN 3 t Nítján hundruð LiÖna áriÖ hefir verið mjög svo viÖ- burðaríkt. Samt bendir margt á að enn- þá stórlkostlegri viöburðir eru í aðsígi á sviði vísindanna, stjórnarfars og trúar- bragða. Hinir forsjálustu og hyggn- ustu leiðtogar heimsins eru að leita að einhverju sundi, þar sem þeir geti stýrt heimsskipinu inn og fengið höfn og hvild, en andviðrið virðist vera svo hvast, sjórinn svo úfinn, rastirnar svo öfugar og skipshöfnin svo ósamlynd, að enn þá er langt í land. En meðan heim- urinn er að velkjast á hinu ólgufulla til- veruhafi sínu, vegna þess að hann hefir sagt skilið við þann eina skipstjóra, sem hefir vald yfir vindi og sjó, ætlum vér að benda á ýmsa atburði hins liðna árs, sem teljast mega mikilvægir hvað af- leiðing þeirra snertir og sér í lagi af því að þeir eru beinlínis uppfylling spádóma : bók bókanna, sem benda oss á alvöru tímans og segja oss skýrum orðum að konungskoman sé í nánd og fyrir dyram. Flugferðci-ár. Nítján hundruð tuttugu og sjö hefir verið nefnt flugferða árið, því að það hefir varla verið hægt að taka upp dag- blað án þess að finna eitthvað um frækna flugmenn, sem hafa svifið á vængjum vindarins í gegn um geiminn yfir hið rnikla reginhaf til framandi landa og með því aflað sér fjár og frama. Hinn fremsti allra flugmanna er Charles A. Lindbergh. sem aleinn lagði af stað yfir Atlantshafið frá New York 21. maí síðastliðinn og lenti næsta dag í Parísarborg, eftir að hafa verið 33I/2 tuttugu og sjö. klukkutíma í loftinu. Fáir gjöra hon- um það eftir. Hánn er nngur maður, sem aldrei hefir drukkið áfengi, aldrei notað tóbak af neinu tægi, ekki drukkið te eða kaffi og aldrei hefir blótsyrði gengið yfir varir hans. Hann hafði kiark og manndáð í sér frammi fyrir þjóðhöfðingjum og konungum að þver- neita að þiggja það, sem kom í bága við sannfæringu hans, þekkingu og reynslu. Hann gjörði ekki neitt úr leikfíflunum, sem lofuðu að gjöra hann að miljóna- mæringi ef hann aðeins vildi ganga í lið með þeim. En hann lét þá fljótt skilja að hann væri ekki falur, og að hið gló- andi gull gæti ekki keypt manndóm og hetjuskap hans. Og nú er hann orðinn frægari fyrir það en fyrir að hafa flogið aleinn yfir hið mikla reginhaf. Engin furða þó aS hann sé orðinn ljiiflingur þjóðar sinnar og óskabarn alls heimsins. ítalski flugmaðurinn Francesco de Pinedo flaug tvisvar yfir hafið og yfir fjóiar heimsálfur með öðrum manni. Clarence D. Chamberlain og Charles A. Levine flugu frá New York til Þýska- lands. Lester J. Ma.itland og Albert F. Hegenberger flugu allra manna fyrstir frá Oakland, California til Hawaiian eyjanna. Byrd foringi flaug með þrem- ur öðrum frá New York til Frakklands og var það hin fyrsta flugvél, sem flutti póst frá Vesturheimi til Norðurálfunn- ar. Margir aðrir gjörðu hetjulegar til- raunir til að komast yfir bæði Kyrrahaf- ið og Atlantshafið. en urðu annaðhvort að stiúa aftur eða láta lífið í hinu þögula djúpi. Almenningsálit var um tíma svo mikið á móti þessum glæfraferðum, að

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.