Stjarnan - 01.01.1928, Síða 4

Stjarnan - 01.01.1928, Síða 4
4 STJARNAN margir góðir menn hættu viÖ a'Ö fram- fylgja ætlun sinni. Það er í sannleika sorglegt að sjá tuttugu og fjórar ungar manneskjur láta lífið þannig, en sann- leikurinn er sá, að hlutfallslega hafa ekki farist nærri eins mörg mannslíf á flugferðum yfir reginhöfin og fórust i fyrstu siglingunum. í Eiríks sögu rauða lesum vér: “Svá segja fróðir menn, at á þvi sama sumri, at Eirikr ra|uði fór at bygg*ja Grænland, þá fór hálfr fjórði tögr skipa ór Breiðafirði ok Borgarfirði, enn fjór- tan kvámust út þangat; sum rak aftr, en sum týndust. Þat var fimtán vetrum fyrr en kristni var lögtekin á íslandi.” Bls. 2. í fyrstu ferð Kólumbusar létu 39 manns lífið. f fyrstu ferð AAisco da Gama frá Portúgal kring um höfða Góðrar Vonar til Indlands fórust niutiu manns. Magallanus hafði fimm skip og 221 menn, þegar hann lagði af stað í hina fyrstu ferð kring um hnöttinn, en aðeins eitt skip og þrettán manns komu aftur. Francis Drake misti einnig meiri partinn af skipshöfnum sínum á sinni ferð kring um hnöttinn. Svo vér sjá- uni að jregar siglingarnar á reginhöfun- um voru í harndómi sínum voru jrær ekki nærri eins ugglausar og flugferðirn- ar hafa reynst. Þegar næsta stríð skell- ur á munu þeir flytja herflokkana heimsálfanna á rnilli í loftförum. E'innig þessu var fyrirsagt mörgum öldum fyrir Krist. Spámennirnir fengu að sjá loftförin i vitrunum sínum og lýsa þeim á ýmsa vegu. Þegar Esajas spámaður ritar um þau, kemst hann þannig að orði: “Hverjir eru þessir, sem koma fljúgandi eins og ský og sem dúfur til búra sinna,” Es. 60:8. Sá sem hefir séð stóran hóp af flugvélum lenda í einu, mundi varla geta lýst jreim betur. Seinna meir ritar einnig Nahúm spámaður ýtarlega um flugvélarnar. Fyrst talar hann um breytinguna á stríðs útbúnaðinum. “Þeir,” segir hann, “skifta hömum og fljúga burt.” Alt þetta höf- um vér séð hinn síðastliðna áratug. Eyð- endur jarðarinnar hafa skift hömum og fljúga nú hvert sem þeir vilja. Og enn fremur talar hann um flugvéíarnar í höndum stríðsguðsins á þessa leið: “Höfðingjar þínir eru eins og átvargar, herforingjar jrínir eins og sægur af engisprettum, er liggja á akurgerðunum þegar kalt er; þegar sólin kemur upp, fljúga jnær [vélarnar sem bera höfðingj- ana og herforingjana] burt.” Nah. 3: 16, 17. Alt þetta sjáum vér fyrir aug- rm vorurn og hvaða ástæðu getum vér haft til að efast um innblástur og sann- leika ritningarinnar ? Ráðstcfna, í Genf. Frá 20. júní til 4 ágúst síðastliðinn sátu fulltrúar frá Bandaríkjunum, Bret- landi og Japan í Genf á Svisslandi, til aö ræða hvernig hægt væri að koma sér saman um að minka herskipaflotana. Fulltrúar frá ítalíu og Frakklandi voru einnig viðstaddir, en aðeins til að hlusta á Bandaríkjamenn og Bretar gátu ó- mögulega komið sér saman, svo að þeir gáfust að lokum upp. Síðan hafa þeir gjört allar ráðstafanir til að smíða her- skip svo tugum skiftir, til þess að vera til taks, þegar næsta stríð skellur á. Menn tala um friö, en búa sig undir strið. Spámennirnir hafa lýst hugsun- um og yfirborðs friðarræðum þeirra á þessa leið: “Og það skal verða á hinum síðustu dögum ,að fjall það, er hús Drottins stendur á, mun grundvallað verða á fjallatindi og gnæfa upp yfir hæðimar, og þangað munu lýðirnir streyma. Og margar ])jóðir munu búast til ferðar og segja: Komið, förum upp á fjall Drott- ins og til húss Jakobs Guðs, svo að hann kenni oss sína vegu og vér megum ganga á hans stigum; því að frá Zion mun kenning út ganga og orð Drottins frá Jerúsalem. Og hann mun dæma meðál margra lýða og skera úr málum vold- ugra þjóða langt í burtu. Og þær munu

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.