Stjarnan - 01.01.1928, Síða 5
STJARNAN
5
smíða plógjárn úr sverðnm sínum og
sriiðla úr spjótum sínum. Engin þjóð
skal sverð reiða að annari þjóð, og ekki
skulu þeir temja sér hernað framar.
Hver mun búa undir sínu vintré og und-
ir sínu fíkjutré, og enginn hræða þá.”
Mika. 4:1-4.
Hversu dýrðlegt mundi það ekki vera
á þessari jörðu er alt þetta yrði. En
þetta er einungis það, sem þeir segja
með vörum sínum. Drottinn hefir í
orði sinu opiriberað oss það, sem þeim
býr innan brjósts og hvað þeir segja í
hjörtum sínum og finnum vér það hjá
spámanninum Jóel:
“Búið yður í heilagt stríð! Kveðjið
upp kappana! Allir herfærir menn komi
fram og fari í leiðangur! Smíðið sverð
úr plógjárnum yðar og lensur úr sniðl-
um yðar! Heilsuleysinginn hrópi: Eg
er hetja! Flýtið yður og komið, allar
þjóðir, sem umhverfis eruð, og safnist
saman ........ Hreyfing skal komn !á
þjóðirnar og þær skulu halda upp í
Jósafatsdal; því að þar mun eg sitja, til
þess að dæma allar þjóðirnar, sem um-
hverfis eru. Bregðið sigðinnni, því að
kornið er fullþroskað; komið og troðið,
því að vínlagaþróin er full, það flóir iit
úr lagarkerunum, því að ilska þeirra er
mikil. Flokkarnir þyrpast saman i dóms-
dalnum; því að dagur Drottins er ná-
lægur í dómsdalnum.” Jóel. 3:14-19.
Hér fáum vér sanna mynd af valdi
stríðsandans yfir þjóðunum. Friðar
hial þeirra er ekki skildings virði, því
að öfugstreymi er í huga þeirra. “Þeg-
ar menn segja: ‘Friður og engin hætta,’
þá kemur 'snögglega tortíming yfir þá,
eins og jóðsótt yfir þungaða konu, og
þeir munu alls ekki undan komast.” 1.
Þess. 5:3.
Rétturinn er hrakinn á hæl.
Það er víða sagt á þessum tíma, að sá
sem hefir peningana, hafi réttinn. Oft
virðist það vera svo og þó eru til stjórn-
endur, lögreglustjórar, lögmenn og dóm-
arar ,sem eru nógu kjarkmiklir til að
verja sannleikann, hafna mútum og upp-
kveða réttláta dóma. En því miður er
það auðurinn, sem í fjölda mörgurn til-
fellum vinnur málið, en ekki réttlætið.
Stjarnan ætlar að bera upp dálitla sögu
um heimsfrægt mál:
Maður nokkur átti son, er Jón hét
og var sjö ára gamall. Faðirinn, var,
þegar þessi saga byrjar, nýbúinn að
kaupa fjölfræðisbók afardýra i mörgum
bindum. Faðirinn brýndi fyrir Jóni
litla að snerta aldrei þessi bindi né líta
í þau. En svo vildi til dag nokkurn er
móðir Jóns fór út í bæ, til þess að kaupa
inn fyrir heimilið, að hún við heimkomu
sína, fann þessar dýru bækur tættar og
rifnar á víð og dreif um alt stofugólfið.
Alt benti til að Jón litli hefði gjört þetta
í fjarveru móðurinnar.
Nú kemur faðirinn heim úr vinnu
og Jón litli af leikvellinum. Faðirinn
fer að spyrja Jón, til þess að fá sönnun,
en Jón litli neitar gjörsamlega að hann
hafi verið riðinn við þetta ódáðaverk.
Faðirinn trúir honum ekki og hótar að
gefa honum hýðingu um kveldið, svo
hr.rða að hann hafi aldrei fengið aðra
eins. Á meðan hann er að bíða eftir
refsingunni er hann látinn inn í dimman
klefa og honum gefinn þur brauðbiti og
vatnssopi.
Þegar tími kom til að berja Jón litla,
gekk móðirin á milli og segir: “Það
getur nú skeð að strákanginn hafi ekki
gert þetta.” Svo faðirinn ákveður að
fresta hýðingunni um vikutíma, til þess
að rannsaka málið betur, og Jón er lát-
inn inn í dimma klefann aftur, þar sem
honum er gefið aðeins brauð og vatn.
Þegar svo vikan er á enda og faðir-
inn ætlar að láta skríða til skarar og
hýða Jón, þá gengur frænka Jóns, sem
heldúr til á heimilinu, á milli og biður
um frest.
“Jæja,” segir faðirinn, “eg ætla að
bíða þangað til um áramótin, en við