Stjarnan - 01.01.1928, Side 6
6
STJARNAN
skulum geyma hann í dimma klefanum
á meðan.”
Þegar nýárskveldiS kemur og faðir-
inn ætlar að draga Jón út úr myrkvaklef-
anum til að hýða hann, þá kemur föður-
bróðir Jóns, gengur á milli og biður um
að honum verði sýnd vægð til páskanna
að mins'ta kosti, þangað til að málið
væri enn betur rannsakað.
Jón litli er svo látinn inn í dimma
klefann aftur og aðfangadag páska er
hann dreginn fram og barinn.
Þetta hljóðar eins og æfintýri frá
löngu liðnum tímum, en það er alls ekki
tilfellið. Þetta er á líkingamáli sagan
um Nicola Sacco og Bartolomeo Van-
zetti, sem voru dæmdir og líflátnir i
Boston í Massachusetts ríkinu 23. ágúst
1927, sjö árum og hér um bil fjórum
mánuðum eftir að glæpurinn var frarn-
inn, sem þeir voru dæmdir fyrir.
Afstaða ríkisins til þeirra var sú sama
og afstaða föðurins til Jóns. Ríkið fann
þá seka og svo beið það í sjö löng ár
fyr en það fullnægði dóminum. Dóm-
arinn dæmdi þá til lífláts.
Hvort þessir menn hafi verið seíkir
eða saklausir getur Stjarnan ekki sagt
neitt um, en miljónir manna um allan
hinn mentaða heim efast um að þeir hafi
verið sekir. Og ekki munum vér eftir
neinu máli, s'íðan Dreyfus kafteinn var
dæmdur, sem hefir vakið eins mikla at-
hygli í öllum löndum heimsins og þetta
mál. Út úr því máli urðu miklar óeirð-
ir í mörgum stórborgum Bandaríkjanna,
Suður-Ameríku, Norðurálfunni, Suður-
Afríku, Ástralíu, Austurálfunnar og
víðar. Leit það út um tíma eins og það
mál myndi orsaka reglulegt Bolshevíka
strið í mörgum löndum.
Hver er nú ástæðan til þess að svona
skydi vera farið með menn og að lok-
um látnir deyja án þess að veita heim-
ii um fullnægjandi sönnun fyrir sekt
iþeirra ? — Jú, það er af því að “réttur-
inn er hrakinn á hæl og réttlætið stendur
langt i burtu; því að sannleikurinn hras-
aði á strætunum og hreinskilnin kemst
ekki að.” Es. 59:14. Menn hafa yfir-
gefið lagabók Guðs og þær dómsreglur,
sem hann hefir gefið dómurunum. Það
ei ékki eitt einasta orð í ritningunni frá
Guði urn að reisa fangelsi. Eins lengi
og Israel breytti eftir lögum Guðs var
ekki eitt einasta fangahús í landinu. Öll
rnál voru vandlega rannsökuð, sjónar-
vottarnir urðu að vera fleiri en einn,
dómurinn var fljótlega uppkveðinn og
honum undir eins fullnægt frammi fyrir
dómaranum í augsýn lýðsins og urðu
vottarnir að vera hinir fyrstu til að
leggja hönd á hinn seka ef um likamlega
refsingu eða dauðahegningu var að
ræða. Á þann hátt var hið illa upprætt
og glæpir voru mjög sjaldgæfir. í þá
daga kostaði það mjög lítið að losna við
glæpamenn, en nú á dögum afar mikið.
í vel þektri horg í þessu landi situr
morðingi í fangelsi- og hefir hann á rúm-
um sex mánuðum kostað landið fimtán
þúsund dollara, sem borgararnir verða
að borga. Slíkt réttarfar er alt of kost-
bært. Það hefði eins vel mátt safna
vottunum daginn eftir að hann náðist
rannsakað málið vandlega og ef hann
hefði verið fundinn sekur, þá látið hann
ganga á gálgann undir eins, og mundi
það hafa skotið skelk í bringu annara
morðingja, og mundi hafa liðið' langur
timi fyr en næsta morð yrði framið þar
um slóðir. Mönnum, sem skortir þekk-
ingu á Guðs orði, mannkynssögunni og
hugsunarháttum gJæpamanna, þýkir
þetta fara nokkuð langt, en reynslan t
öilum löndum frá dögum Mósesar til
þessa dags, sýnir oss, að það er eini veg-
urinn, til þess að útriýma hinu illa úr
mannfélaginu.
“Sé hinum óguðlegu sýnd vægð, læra
þeir eigi réttlæti; þá fremja þeir órétt
í því landi, þar sem réttlæti skal ríkja,
og gefa ekki gætur að hátign Drottins.”
Es. 26:10.
“Af því að dómi yfir verkum ilskunn-
ar er ekki fullnægt þegar í stað, þá