Stjarnan - 01.01.1928, Page 14
14
STJARNAN
rórai: Barn, þú ert alt af hjá mér og alt
sem eg á er þitt einnig. Hefir þú ekki not-
iö þess öll þessi ár, sem bróðir þinn var í
burtu aö' vera með mér?
Hann haföi ekki vanrækt aö gefa börn-
um sínum það, sem þeimi var fyrir beztu,
oig sonurinn þurfti ekki aö efast um þetta.
Alt sem eg á stendur þér til boða, treystu
kærleika mínum og taktu á móti því, sem
eg læt þér í té.
Hinn sonurinn hafði um tíma ekki hirt
urn kærleika föðursins. En nú þegar hann
var kominn var ekki ástæöa að vera hrygg-
ur. Þessi bróðir þinn, sem var dauður, er
lifnaður aftur, hann sem var tapaður er
fundinn.
Hepnaðist að fá eldri bróðurinn til að
viðurkenna van'þakklæti sitt? Vildi hann
viðurkenna bróður sinn, sem hafði hras-
að ? Iðraðist hann öfundarinnar og harð-
úðar hjartans? Kristur talar ekki um
það, því að atburðir þeir, sem sagan getur
um, voru þá að gerast, og hún gerist enn
í dag svo lengi sem nokkur þykist hafa
eiginverðleika.
Eldri sonurinn táknar hina harðhjörtuðu
Gyðinga og fræðimenn á dögum Krists, og
alla, sem líta niður á þá, sem þeir sérstak-
lega þykjast vita til að hafi syndgað.
fallnir ,djúpt, vekur eiginréttlætingu hjá
þeim, Gyðingar höfðu notið f'orréttinda
Þeir þóttust vera synir Guðs, en höfðu þö
þjóns-hugsunarhátt. Þeir störfuðu ekki af
kærleika, heldur með laun fyrir augum. I
augum þeirra var Guð strangur húsbóndi.
Þeir sáu að Kristur veitti tollheimtumönn-
um og syndurum ríkulega af náð sinni—
verðleika þá, sem kennimennirnir ætluðu
að ávinna sér með verkum sínum. — Og
yfir þessu urðu þeir reiðir. Heimkoma
hins tapaða sonar, sem hafði glatt hjarta
Föðursins, vakti öfund þeirra. Eins og
faðirinn í dæmisögunni reyndi, að sann-
færa eldri bróðurinn um ranglæti hans—
svo gaf Drottinn Faríseunum tækifæri til
þess að sjá að sér.” “Alt, sem eg á stend-
ur þér til boða,” ekki sem laun, heidnr
sem gjöf. Og eins og hinn tapaði sonur,
getur þú aðeins öðlast það, sem tákn kær-
leika Föðursins—óverðskuldað.
Eigingirnin kemur mönnum ekki aðeins
til þess að skoða Guð í fölsku ljósi, en hún
gerir fólk einnig tilfinnngarsljótt og tor-
tryggð gagnvart náunganum. Eldri bróð-
irinn yar við því búinn að benda á og
finna að, ef hann sæi eitthvað miður rétt
í fari bróður sins. Hann vildi gera svo
rnikið úr göllum hans sem unt væri. Og
með því réttlæta samúðarieysi sitt.
Nú á dögum gerir fjöldinn þetta. Meðan
veik persóna berst í fyrsta sinn við freist-
ingu, standa náungar hennar sjálfbyrg-
ingslegir og tilfmningarlausir, tilbúnir að
fordæma, ef nokkur ástæða virðist finn-
ast. Þeir hinir sömu þykjast vera böm
Guðs—en þeir framkvæma líkt og Satan.
—Með slíkri breytni gagnvart náunganum
útiloka þeir blessun Guðs frá sjálfum sér.
Margir spyrja sjálfa síg: Hvernig á eg
að koma fram fyrir Guð- í himninum? Á
eg að koma með brennifórn eða slátur-
fórn? Hefir Drottinn þóknun á þúsund-
um hrúta, á tíu þúsundum olíulækja? En,
ó, maður og kona. Hann hefir opinberað
þér hvað gott er, og hvað heimtar Drott-
inn annað en að þú gerir það, sem rétt er,
ástundir kærleika, og auðmýkir þig fyrir
Guði þínum. Mika. 6, 6-8.
Drottinn hefir velþóknun á “að þér
leysið hina hrjáðu, og sundurbrjótið sér-
hvert ok; það er að þú miðlir hinum
hungraða af brauði þínu, hýsir bágstadda
hælislausa menn .... og fyrrist ekki þann,
sem er hdd þitt og blóð. Jos. 58, 6 7.
Þegar þú veist af því að þú ert syndug-
ur og getur aðeins frelsast af náð og kær-
leika Föðursins, þá nrun hjarta þitt finna
til með þeim, sem þræla undir oki syndar-
innar. Þú kemur þá ekki móti hinum iðr-
andi með öfund og tortryggni. Er eigin-
girnin hefir bráðnað úr hjarta þínu muntu
komast í samræmi viði Guð og gleðjast með
honum er hinir týndu snúa við heim. ,
Þú þykist vera barn Guðs, en sé það
satt, þá er “sá sem var tapaður en sem er
fundinn” bróðir þinn. Hann er þér tengd-
ur með hinu helgasta bandi, því Guð við-
urkennir hann serra sinn son.
Afneitir þú honum kemur þú upp um
þig og sýnir öllum að þú ert aðeins þjónn
í húsinu, en ekki barn með barnarétti Guðs
barna. ,
Þó að þú viljir ekki viðurkenna ihann,
mun gleðin halda áfram og hinn nýfundni