Stjarnan - 01.01.1928, Page 16
Aminningar.
MeS þessu hefti byrjar Stjarnan á tíunda árinu síðan hún hóf göngu sína.
Hversu fljótt líður ekki tírninn. Marga erfiÖleika hefir hún átt viÖ að stríða, en
þó hafa sólskins- og gleðidagarnir veriS margir. Hin mörgu og hlýju bréf frá
kaupendunum, gjafirnar, sem hafa hjálpað henni til að geta staðið í skilum allan
þennan tíma ,og áhuginn, sem margir hafa sýnt á þeim boðskap, er Stjarnan flytur,
hafa gjört henni lífið ánægjulegt.
Aldrei hafa tímarnir verið eins hættulegir og einmitt núna og aldrei hefir
verið eins mikil þörf á sannleiksboðskap og á þessum tima. Stjarnan hefir ásett
sér að flytja lesendum sínum þennan iboðskap á þessu ári, sem nú fer í hönd.
Með þessu blaði fylgir umslag, sem hefir utanáskrift Sjtörnunnar. Fleygðu
því ékki frá þér, heldur notaðu það við fyrstu hentugleika, til að senda Stjörn-
unni andvirðið, þá gjörðu svo vel að senda póstávísun en ekki lausa peninga, því
að flest þess háttar bréf týnast á leiðinni. Og þegar þú sendir andvirðið, þá
gleymdu ekki aS rita nafn þitt og utanáskrift þína i hornið á umslaginu og hefir
þú tíma og tækifæri, þá láttu rniða inn í líka. Á ári hverju fáum vér nafnlausar
peningasendingar, en ekki viturn vér hvaðan þær koma eða til hvers þær eru
ætlaðar. Fyrir fáum dögum fengum vér póstávísun, sem stimpluð hafði verið
á Lundar, Man., en ekkert nafn af neinu tægi fylgdi henni, hvorki á umslaginu
né á ávísuninni, og vitum vér ekki hvort þessir peningar eiga að ganga til Stjörn-
unnar, eða kristniboðsins eða fyrir bækur.
Þeir, sem senda kunningjum á fslandi blaðið, eru vinsamlegast beðnir um að
gefa ráðsmanni þess nöfn og utanáskriftir þeirra þegar þeir borga blaðið og eins
þegar þeir segja því upp.
Vér sendum æfinlega kvittun fyrir allar sendingar, en ef þess háttar bréf
týnast, þá þarf enginn að vera áhyggjufullur út úr því, því á umslag blaðsins aft-
an á nafnið eru tvær tölur, sem sýna hvenær blaðið hefir verið borgað. Fyrri talan
er mánaðartala og síðari talan er ártal.
Þegar ofannefndum reglum er fylgt léttir það starf vort og gjörir oss það
auðvelt að halda reglu á öllu.
Sendum vér öllum kaupendum alúðar þakkir fyrir liðna árið með beztu ósk-
um um blessunarríkt ár.
Virðingarfylst,
D. G.