Stjarnan - 01.03.1929, Side 3

Stjarnan - 01.03.1929, Side 3
STJARNAN 35 þar sem menn eru ekki aS öllu leyti með Kristi og samansafnar meÖ honum. f þeim sökum er enginri meSal vegur. Annaðhvort tilheyrum vér söfnuSi Krists e'Sa söfnuSi andstæðings hans. Þó að menn lesi kafla í Ritningunni við guös- þjónustur sínar og hafi á sér yfirskiti guðhræðslunnar, þá er ekki þar nteÖ sagt að söfnuðurinn tilheyri Kristi. GyÖing- arnir lásu meira og oftar í Ritningunni en nú er tilfellið í hinum svokölluÖu kristnu kirkjum, en samt sem áður myrtu þeir frelsarann með köldu blóði. Ka- þt'tlsku prestarnir á miðöldunum lásu einnig Ritninguna á latínu og höföu á sér yfirskin guðhræðslunnar, en myrtu á sama tíma milli fimtiu og hundrað miljónir manna. Við Gyðingana sagði Jesús hispurslaust: “Þér eigið djöful- inn að föður, og það sem faðir yðar girn- ist, er yður ljúft aö gjöra. Hann var manndrápari frá upphafi og stendur ekki í sannleikanum, því að sannleiki er ekki í honum; þegar hann talar lygi, talar hann af sítiú eigin, því að hann er lygari og faðir lygarans.” Jóh. 8:44. í Opinb. 2 \g. segir Jesús hið sama um þá, sem snemma á öldum kristninnar komu frá- fallinu mikla til leiðar og fóru að ofsækjá Pápískan fær Stjarnan hefir oft og einatt bent mönn- um á það mikilvæga atriði, að pápískan muni fá veraldlegt vald aftur. Napóleon mikli veitti páfavaldinu banvænt sár, þegar hann sendi einn foringja, Berthier að nafni, inn í Rómaborg árið 1798 til að taka páfann höndum og fara með hann til Frakklands, þar sem hann seinna meir dó í útlegð. En nú segir hið ó- brigöula spádómsorð Ritningarinnar: “Banasár þess varð heilt og öll jörðin fylgdi dýrinu með undrun.” Opinb. 13 :3. Nú hefir páfinn fengið þetta vald aftur. Páfalegt ríki hefir þegar verið myndað hina sönnu fylgjendur Krists. — Margir nú á dögum blekkja sjálfa sig með því að sækja kirkjur, þar sem þeir segjast gjöra kraftaverk i Jesú nafni, en breyta ekki eftir boðorðum hans. Hlustið hvaö þeir munu segja við Krist á hinum efsta degi og hann við þá: “Margir munu segja við mig á þeim degi: “Hei'ra, herra, höfum vér ekki sj;áð með, þínu nafni, og höfum vér ekki rekið út illa anda með þinu nafni, og höfum vér ekki gjört mörg kraftaverk með þínu nafni ? Og þá mun eg segja þeim afdráttarlaust Aldrei þekti eg yður; farið frá mér þér, sem fremjið lögmálsbrot.” Matt 7 :22, 23. Söfnuður Krists hefir tvö einkenni og skulum vér sjá hver þau eru: “Og drek- inn reiddist konunni og fór burt, til þess að heyja strið við hina aðra afkomend- ur hennar, þá er varðveita boð Guðs oq hafa mtnisburð Jesú.” Opinb. 12:17. Hér reynir á þolgæði hinna heilögu— þcir er varðvcita boð Guðs og trúna á Jcsú.” Opiníb. 14:17. Hinn sanni söfnuður Krists hefir ávalt varðveitt boð Guðs og trúna á Krist. Á þessu tvennu geta menn þekt söfnuð Krists frá söfnuði Satans. veraldlegt vald á ítalíu, þar sem páfinn drotnar sem hver annar veraldlegur konungur. H'ann hefir sína eigin peninga, sín eigin frí- merki, sinn eigin fána og sin eigin lög. Sunnudaginn 10. febrúar síðastliðinn voru samningarniir undirskrifaðir rnilli páfans og Mussolini, svo nú hefir annar mikilvægur spádómur ræzt fyrir augum vorum. Bendir það mönnum hárri röddu á að tíminn er óðum að styttast, þangað til að Kristur mun binda enda á stjórn syndarinnar í þessum heimi og taka sitt bíðandi fólk upp í heimkynni friðarins. Mun Stjarnan seinna meir rita ítarlega um þetta þýðingarmikla atriði.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.