Stjarnan - 01.03.1929, Side 15

Stjarnan - 01.03.1929, Side 15
STJARNAN 47 fiekar æskulýÖnum aS kenna en foreldr- unum, aS hann sækir þess konar staíSi. Foreldrarnir hafa um margra ára skeiÖ átt svo annrikt með aÖ ná í hinn almátt- uga (?) dollar, aÖ þeir hafa lítinn gaum gefið þvi, sem mikilvægara er, og nú koma ávextirnir í ljós í hegðun og leit æskulýðsins. Vér höfum komið í ís- lenzku kirkjurnar, þegar þær hafa verið troðfullar, en ekki höfum vér orðið varir við eins margt af æskulýðnum við þau tækifæri og þeim stað, sem hér er um að ræða. Hvert stefnir? Hvað geta for- eldrarnir gjört til að halda sonum sín- urn og dætrum frá þeim stöðum, þar sem guðsafneitendur reyna af alefni að leiða þau út á öræfi guðlastsins? Hvað geta kirkjurnar gjört til að vernda lömb hjarSarinnar frá gini þess vargs, sem vér nefnum guðleysis anda nútímans? Þetta eru spurningar, sem hver guðelskandi rnaður og kona ættu að íhuga og svara þeim með því að hefjast handa til að bjarga þeim, sem sigla vita- og sjóbréfa- lausir innan um tboða og grynningar ef- ans og vantrúarinnar, þar sem andlegt skipbrot er óhjákvæmilegt. D. G. FRÉTTIR. Fyrir nokkru ætluðu læknar og yfir- menn á hinu| mikla heilsuhæli í Shanghai, Kína, sem tilheyra sjöundú dags Ad- ventistum, að gjöra við það og stækka. Þeir snéru sér að kínverskum stjórn- málamönnum, útlenzkum verzlunarmönn- um, amerískum og breskum her- og sjó- liðsforingjum að þeir gæfu hælinu fim- tíu þúsund dollara; því að þessir menn vita hvað þetta hæli gjörir fyrir fólkið í þeirri stórborg og kringumliggjandi héruðum. Þeir vita að árlega koma þangað sjúklingar svo tugum þúsundum skiftir. Þeir hafa einnig séð hvernig út- hungraðir og veikir Kínverjar hafa verið teknir inn í hundraðatali og þeim með hiýjum höndum hjúkrað, þangað til að heilsan var aftur fengin. Á ófriðartím- unum voru limlestir og sundurskotnir borgarar og hermenn bornir þangað og þeim hjúkrað upp á það bezta. Þangað streymdu kristniboðar með fjölskyldum þeirra hópum saman, þegar þeir voru reknir í burtu frá kristniboðsstöðvum sínum. Og jafnvel frá verzlunar- og herskipum á höfninni hefir það hæli tek- ið margan mann veikan og hjúkrað hon- um, þangað til að líf og f jör lýsti úr aug— um hans einu sinni enn. — Svo þessir háttstandandi menn gáfu ekki einungis það, sem þeir voru beðnir um, heldur fimtán þúsund dollara fram yfir, svo hælið fékk $65,000. Var það vel og fall- ega gjört. Það hefir verið oss sönn ánægja að sjá hversu margir kaupendur Stjörnunn- ar hafa sent inn andvirðið og gjafir til kristnilboðsins á þessum fyrstu máriuð- um ársins og erum vér þeim innilega þakklátir fyrir alt þetta; en eins og allir vita hefir Stjarnan stundum varla til hnífs og skeiðar, svo einu sinni enn verð- um vér vinsamlegast að áminna þá, sem niögulega geta það, að senda inn and- vdrðið við fyrsta hentugleika. Kafteinn Folgerö, sem fyrir tveimur árum sigldi á opnu skipi frá Norvegi til Vesturheims, er nú að smíða vikingaskip, sextíu fet á lengd, sem hann ætlar að sigla kring um Cape Horn inn í Kyrra- hafið og alla leið norður til San Fran- cisco i Californíu. Á það skip að heita “Roald Amundsen.” Þegar siðasta manntalið var tekið í Alaska, 1920, var íbúatalan 55,000. Af þessu fólki voru 27,000 Indíánar og Eski- móar. Af hvítum mönnum voru 11,600 fæddir í öðrum löndum og voru af þeim 2,170 Norðmenn, 1,700 Svíar, 370 Dan- ir, 800 Finnlendingar, 850 Þjóðverjar, 440 Rússar, 330 ítalir og hinir svo að segja frá öllum löndum heimsins.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.