Stjarnan - 01.03.1929, Blaðsíða 11
STJARNAN
43
saman meS spanksa skipinu til Mahon.
En laust fyrir komu okkar þangað skall
a annað ofveður alt í einu og var það
me8 naumindumaÖ viÖ gátum haft stjórn
á skipinu. Spanska fylgdarskipið var
ekki undir þess konar veður búið og rak
það upp í klettana á Sardinien og brotn-
aði í spón, og hér um bil öll skipshöfn-
in fórst.
Eftir þennan storm náðum við saman
við breska flotann, sem samanstóð af
þrjátíu línuskipum, sem hvert hafði frá
áttatíu upp í tvö hundruð og þrjátíu
fallbyssur, fyrir utan fregátur og kor-
vettur. Var meiningin að við skyldum
loka inni ennþá stærri frönskum her-
skipaílota á höfninni í Teulon. Við vor-
um oft í orustu við einstök skip og vor-
um að elta þau. Samt sem áður voru
ekki frönsku skipin nógu vel útbúin til
að mæta breska flotanum og leggja til
orustu við hann.
Til þess að stytta okkur stundir og
sl<emta okkur, þegar við höfðum næði til
þess, var okkur útvegað bókasafn, sem
samanstóð af tveimur útvöldum bókum
fyrir hverja tíu menn. Höfðum við sjö-
tíu þess konar bókasöfn á skipinu. Önn-
ur bókin var styttri útgáfan af æfisögu
Nelsons, lávarðs, sem var okkur gefin í
þeim tilgangi að örva okkur til að sýna
hreysti og karlmensku í orustum og
hvernig hægt er að yfirbuga ósveigjan-
legan óvin. Þessa bók mátti einn af
þcssum tíu mönnum lesa sex síðustu
daga vikunnar, þegar hann hafði næði til
þess. Hin bókin var lítil bænabók af því
tægi, sem notuð er í ensku kirkjunni, og
í henni urðum við að lesa einn klukku-
tíma á hverjum fyrsta degi vikunnar.
Framh.
“Svo er þá nú engin fyrirdæming fyr-
ir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.” Róm. 8 :i.
Svo lengi sem maður er fyrir utan
Krist Jesúm og ekki er endurfæddur,
jafnvel þótt hann sé kirkjumaður hinn
mesti, þá er hann undir fyrirdæmingu og
er gkitaÖur, hvort sem hann veit það,
trúir því eða ekki. Af eigin reynslu veit
eg nú þetta; en einu sinni vissi eg það
ekki. Maður getur vel gengið fyrir að
vera kristinn, ganga í kirkju og að ytra
hætti lifa góðu siðferöislegu lífi, vera
með í “fínum” veizlum, taka þátt í spila-
samkomum, dönsum og veraldlegum
hljóðfæraslætti og verið með í sviksám-
legu verzlunarbraJski, án þess að hafa
nokkra tilfinningu fyrir því eða sam-
vizkubit eða nokkra hugmynd að vera
undir fyrirdæmingu, af því að maður
er fvrir utan Krist.
Ritningin segir að þess konar maður sé
þegar dæmdur, af þvi að hann trúir ekki
á nafn hins eingetna Sonar Guðs. Hin-
ar heilögu kröfur Guðs og boðorð hans
vtrða sett til hliðar, til þess að geta tek-
ið þátt í veraldlegum heimskupörum,
holdlegum skemtunum, öðlast heiður og
fóstrað ágirnd í brjósti sínu, en haft lítið
eða ekkert hugboÖ um að dagur heim-
sóknarinnar sé fyrir höndum og að náð-
artíminn sé svo að segja útrunninn.
1 ofannefndu versi er oss sagt hvernig
vér getum komist hjá fyrirdæmingunni.
Og þessarar lausnar verðurn vér að leita
núna meðan vér lifum, því að eftir dauð-
ann verður 'þaS að eilífu of seint. Yér
verðum sem einstaklingar, hver fyrir sig,
að snúa oss í burtu frá allri synd og
ranglæti, í allri auðmýkt játa syndir vor-
ar, leita náðar og fyrirgefningar fyrir