Stjarnan - 01.09.1932, Side 2

Stjarnan - 01.09.1932, Side 2
130 STJARNAN Nýi sáttmálinn “0g þetta er máttmáli minn viÖ þá, ^egar eg hefi tektö burt syndir þeirra.” Róm. 11 -.27. Hvenær mun GuÖ burt taka syndir þín- ar og gjöra þenna sáttmála að veruleika í lífi þínu? Hann segir: “Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð. Hann bíður þess með þolinmæði að þú stað- næmist á vegi syndarinnar og snúir þér til hans, og gefir honum hjarta þitt. Þú veizt þú ert syndari, því “af lög- máli kemur þekking syndar.” Róm. 3 :20. Páll postuli segir: “Þannig er þá lög- málið heilagt og boðorðið heilagt, réttlátr og gott.” Róm. 7:12. Það er mælikvarði Guðs fyrir því, sem rétt er, sem sýnir þér syndir þínar, svo þú verðir knúður til að leita Jesú og fá fyrirgefningu. Þessi sáttmáli, sem Guð gerir við oss, þegar hann burt tekur syndir vorar, er einnig nefndur á öðrum stöðum: “En til Zíonar kemur hann sem frelsari, til þeirra í Jakob, sem hafa snúið sér frá syndum sínum,” segir Drottinn. Enn aftur: “Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn, að eg mun gera nýjan sáttmála við ísraels hús of Júda hús, ekki eins og þann sáttmála, er eg gerði við feður þeirra, þá er eg tók í hönd þeirra til að leiða þá út af Egyptalandi, en þann sáttmála við mig hafa þeir rofið, þótt eg væri herra þeirra, segir Drottinn. En í þessu skal sáttmálinn fólginn vera, sá, er eg geri við ísraels hús eftir þetta, segir Drottinn. Eg legg lögmáll mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra, og eg skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð.” Jer. 31:3i-33- Vér lifum undir nýja sáttmálanum, sem inniheldur hið sama lögmál, með þeim mismun, að í stað þess að vera ritað á steintöflur, er það nú skrifað á holdleg spjöld hjartans fyrir starf og áhrif heilags anda. Vér leggjum af að syndga og tökum á móti réttlæti Krists. Hans dýr- mæta blóð forlíkar fyrir vorar syndir, svo vér erum teknir til náðar af Guði, og fyrir kraft Krists hlýðum hans heilaga vilja. Þannig er lögmálið orðið typtari vor til Krists, til þess að vér réttlætumst af trú. (Gal. 3:24.). Nú sjáum vér hversu nauðsynlegt lögmálið er, því þar sem ekk- ert lögmál er, þar er engin synd, og þar sem engin synd er, þar er engin þörf á frelsara. Ef vér berum ávöxt andans, þá mun- um vér fyrir náð Krists lifa í samræmi og hlýðni við Guðs heilaga lögmál, breyta eins og hann breytti, og hann segir um sjálfan sig: “Að gera vilja þinn, Guð minn, er mér yndi, og lögmál þitt er hið innra í mér.” Sálm. 40:8. “Ekki hefir hann (Faðirinn) látið mig einan, því eg geri ætið það sem honum er þóknan- legt.” Jóh. 8:29. Jesús veit af eigin reynslu hvað lögmál Guðs í hjarta manns- ins getur gert. Páll postuli skýrir þetta er hann segir: “Réttlættir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottinr. vorn, Jesús Krist.” “Gerum vér þá lögmálið að engu með trúnni? Fjarri fer því, heldur stað- festum vér lögmálið.” “Því að þáð sem lögmálinu var ö- mögulegt að því leyti sem það mátti sín einkis fyrir holdinu, það gerði Guð, er hann, með því að senda sinn eingetinn son í líkingu syndugs holds og vegna syndarinnar, fordæmdi syndina í hold- inu, til þess að réttlætiskröfu lögmáls- ins yrði fullnægt hjá oss, sem ekki göng- um eftir holdinu heldur eftir andanum.” Róm. 5:1; 3:31; 8 :3.4. í þessi 6,000 ár síðan heimurinn var skapaður, höfum vér smámsaman sé<5 hvernig Guð framkvæmir frelsunar áform sitt. Hann breytist ekki. Vilji hans og lögmál hans er óumbreytanlegt. Menn hafa reynt að afnema lögmál Guðs og (Framh. á bls. 132)

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.