Stjarnan - 01.09.1932, Side 5
STJARNAN
133
Davíð Djarfur og fríhyggjumennirnir
A tkvœðcigreiðslan.
Menn klöppuöu þegar DavíÖ Djarfur
kom upp á ræðupallinn. Menn biðu þess
með óþreyjufullri eftirvænting, hvað hann
hefði að segja. Nú var tími kominn að
hann léti til skarar skríða. Hann gekk
fram á brún ræðupallsins og mælti:
“Lítið á hina voldugu Babýlon í blóma
sínum. Það var borg sem vænta mátti að
gæti staðið til eilífðar. Hin mikla borg
varð æ ríkari og voldugri og naut aðdá-
unar fornþjóðanna.
“Hjún þurfti ekki að sækja vörur sín-
ar til annara landa, hún gat sjálf frarn-
leitt allar nauðsynjar sinar. Babýlon fann
upp á því að nota stafróf, hún var frábær
í reikningslist. Hún fann upp verkfæri
til að mæla tímalend og aðferð til að
byggja stórbyggingar úr lélegasta efni,
leir. Hún fann upp á að fægja, bora og
grafa á gimsteina. Kaldear tóku mynd-
■ir af mönnum og dýrum, þeir náðu
mikilli fullkomnun í dúkavefnaði. Þeir
rannsökuðu gang himintunglanna, stund-
uðu málfræði sem vísindagrein, höfðu
mjög góða og nákvæma löggjöf, og við-
urkendu nytsemi þess að hafa nákvæm
ártöl. Babýlon lagði grundvöllinn undir
flestar vísindagreinar. Mikið af listum
og vísindum Grikkja kom frá Babýlon.
“Aldrei fyr hafði slík borg verið bygð.
Hinir sterku múrar umhverfis hana voru
200 fet á hæð, og svo voru þeir þykkir,
að fleiri vagnar gátu keyrt uppi á þeim
hlið við hlið. Turnarnir á höllum hennar
og musterum gnæfðu í loft upp, hátt yfir
alla múra og glitruðu í sólskininu. Þeir
sáust í margra mílna fjarlægð. Hér var
hiö skrautlega Belus musteri og hinir
frægu hengi garðar, bygðir eins og blóma-
standar eða tröppur hver annari hærri.
“Babýlon var ekki einungis drotnari
heimsins, heldur stóð hún einnig mitt i
gróðursælasta héraði hins þá þekta heims.
Jörðin var svo frjósöm, að Heródótus
sagnaritari óttaðist fyrir að hann yrði
álitinn lygari, ef hann greindi frá, hvað
hann hafði horft á að framleitt var úr
jörðunni.
Nú stóð hr. Einarsson upp svo ræðu-
maður hætti strax að tala.
“Allir, sem hér eru viðstaddir vita þetta
um Babýlon,” sagði hann, “vér komum
hingað til að heyra þig kollvarpa van-
trúnni, en ekki til að hlusta á fyrirlestur
um dýrð og veldi Babýlonar, hversu fróð-
legur sem hann annars kann að vera.”
“Það gleður mig að þú kannast við það
sem eg hefi bent á viðvíkjandi Babýdon,”
svaraði ræðumaður, “og þetta er í mjög
nánu sambandi viS umtalsefni mitt, því
jafnvel áður en Babýlon hafði komist upp
á hæsta frægðartindinn, sem stjórnandi
heimsins, þá sagði spámaður nokkur ótví-