Stjarnan - 01.09.1932, Side 6
134
STJARNAN
ræÖum or<5um að Babýlon, prý’ði koiiungs-
ríkjanna og fegurS Kaldea mundi verÖa
eins og þegar Guð umturnaði Sódóma og
Gómorra. (Jes. 13:19.).
“Þetta er einföld setning, en hún mót-
mælir alveg framsögn þinni, aÖ spádómar
Bibliunnar líkist Delphisku goðasvörun-
um, svo aÖ hvaÖ sem fram kemur megi
leggja svo út sem það sé uppfylling spá-
dómanna, svo tviræðir séu þeir.
“Þegar spámaðurinn leit fram í tímann
þá var sem hann segði við sjálfan sig: Eg
sé Babýlon er vel víggirt, múrar hennar
virðast óvinnandi. Hiún er voldug mjög
og hin stærsta borg heimsins, samt sem
áður mun þessi volduga borg verða eins
gjörsamlega eyðilögð eins og Sódórna og
Gómorra.
“Var hægt að tala skýrara? Og nú, er
vér lítum til baka yfir sögu borgarinnar,
getur þá nokkur í svo fáum orðum, eða
með nokkrum orðum betur lýst núverandi
ástandi hinnar fyrverandi voldugu borgar,
sem þá drotnaði yfir heiminum.
“Þessi spámaður sá þig, hr. Einarsson,
og aðra vantrúarmenn nútímans, og ásetti
hann sér að setja spádóminn fram, svo
einfaldan og ótvíræðan, að það væri ó-
mögulegt að taka meir en eina meiningu
út úr honum. Svo heldur hann áfram í
20. versinu: “Hún skal aldrei framar af
mönnum bygð vera, Itynslóð eftir kyn-
slóð skal þar enginn búa; enginn Arabi
skal slá þar tjöldum sinum, og engir
hjarðmenn bæla þar fénað sinn.”
“Er nokkuð tvírætt í þessurn orðum?
Er nokkur hér, sem ekki skilur þau?
“En spámaðurinn lætur ekki hér við
staðar numið. Hann vissi að vantrúar-
menn mundu segja, eins og þú hefir sagt,
að spádómarnir væru ekki áreiðanlegir.
svo eftir að hann hefir fullyrt að hin
voldugasta borg í heimi yrði eyðilögð svo
gjörsamlega, aS enginn rnaður mundi
dvelja þar, þá segir hann frá hverjir
rnundu hafast við í rústunum: “Urðar-
kettir skulu liggja þar og húsin fyllast af
uglum, strútfuglar skulu halda þar til og
skógartröll stökkva þar um. Sjakalar
skulu kallast á í höllunum og úlfar í bí-
lífis sölunum. Tími hennar nálægist, 0g
dagar hennar munu eigi undan dragast.”
Jes. 13 :2i. 22.
“Þótt spádómurinn væri skýr þá sýnd-
ist hann svo ómögulegur, að flestir, sem
hann heyrðu mundu álíta að spámaður-
inn hafi annaðhvort farið rangt með mál-
ið, eða að hann hafi verið viti sínu fjær.
En Jeremía styður Jesajas í þessu efni.
og það sem spámenn þessir rituðu er
skýrt og ótvírætt, hvað sem einstaklingar
eða þjóðir hugsa eða segja um boðskap
þeirra. “Úr þér skulu menn ekki sækja
hornsteina, né undirstöðusteina, heldur
skalt þú verða að eilífri auðn — segir
Drottinn.” “Og Babel skal verða að
grjóthrúgu, að sjakala bæli, að skelfing
og háði, enginn skal þar búa.”
Nú stóð Einarsson upp og sagði: “Ef
menn vita hvað framundan er þá geta
þeir verið viðbúnir. Fyrst slíkur boðskap-
ur um algjöra eyðileggingu var fluttur,
þá hefði fólkið vissulega verið vart urn
sig, ef það hefði vitað um þessa spá-
dóma.”
“Já, innbyggjendur Babýlonar hefðu
getað notað vit sitt, fé og krafta til að
reyna að komast hjá forlögum sínum, en
það hefði alt orðið árangurslaust, því
Drottinn segir fyrir munn Jeremía: “þó
að Babel hefsji sig til hirnins og þó hún
gjöri vígi sitt svo hátt, að það verði ó-
kleift, þá mun þó frá mér koma eyðendur
yfir hana, segir Drottinn.” “Látið ekki
hugfallast og verSið ekki hræddir við tið-
indin sem heyrast í landinu, þegar þessi
tíðindi koma þetta árið og því næst önnur
tíðindi annað árið, og ofbeldi er framið
í landinu og drotnari rís móti drotnara.”
Jer. 51:53, 56.
“Býr nokkur mannleg vera í Babýlon
nú á thnum? Ekki ein einasta. Hver
dirfist að mótmæla sannleika spádómanna
viðvíkjandi þessari borg? Hr. Einarsson,
eg ibeini þessari spurningu beinlínis að