Stjarnan - 01.09.1932, Qupperneq 8

Stjarnan - 01.09.1932, Qupperneq 8
136 STJARNAN 13. KAPÍTULI Vér fórum öll á fætur fyrir dögun. Eg varð að fara áður en dagsbirtan gæti greint frá hver eg var. Móðir min var niðurbeygð af sorg. Ef þau hefðu haft fullvissu um að eg kæmist klakklaust af fyrsta tíunda hlutan af leið minni, þá hefðu þau, ef til vill haft von um áfram- haldið. En það var efasamt hvort eg gæti komist gegn um fyrstu járnbrautarstöð- ina. Dauðinn sjálfur var ákjósanlegri heldur en það að verða uppgötvaður. Að eg hafði hingað til sloppið óáreittur, var engin trygging fyrir því, að eg ekki félli í hendur hinum fvrsta stríðsmanni, sem eg mætti, nema að því leyti að það benti á, að eg væri undir vernd hans, móti hverjum allar hersveitir keisarans megna minna en ekkert. Eg kvaddi. Það var ógleymanleg stund. Faðir minn fylgdi mér gegn um garðinn niður á stíg, sem liggur fram með ánni Kuma, svo fór eg og vinur sá, sem með mér kom út í myrkrið. Framtíð mín virtist dimm, en von og áhugi lifði í hjarta mínu. Þótt vér héldum oss svo langt frá al- faraveginum og hýbýlum manna, þá urð- um við að ganga framhjá litlu þorpi, og hundarnir þar geltu svo ákaflega, að það leyndi sér ekki að einhver var í nánd. Það var rétt um birtingu þegar eg kom til heimilis vinar míns, þar duldist eg yfir daginn, og ætlaði svo að taka kvöldlestina til baka, í áttina þaðan sem eg hafði flúið. Eg þorði ekki að telja hve mikið eg hefði af peningum. Eg stóð svo stutt við heima að það var ómögulegt fyrir foreldra mína að útvega meiri peninga heldur en rétt það sem þau höfðu við hendina. Eg vissi eg hafði nóg til að kaupa farseðil til Irkutsk, þangað voru hér um bil 4000 míl- ur. Það hefði vakið grun ef eg hefði keypt farseðil lengra, því Irkutsk er skamt frá landamærunum, og öllum milli 18 og 43 ára aldurs, var bannað að fara út úr ríkinu meðan á stríðinu stóð. Þegar eg bað um farseðil virtist þessi hugsun skína út úr svip járnbrautarþjóns- ins: “Hvað ert þú að fara, ungi maður ?’’ en hann sagði ekkert. Þegar lestin var lögð af stað gladdist eg yfir að vera far- inn frá þessum stað. Sérhver hætta var þakklætis og fagnaðar efni fyrir mig þeg- ar hún var afstaðin, jafnvel þótt nýjar hættur væru ávalt fram undan. Eftir stutta stund stöðvaðist lestin, hvers vegna vissi eg ekki. Brátt kom her- maður með ljósbera í hendi þangað sem eg var, annar maður var einnig með hon- um. Hjann leit í kring um sig, kom síðan til mín, en skipaði þjóni sínum að rann- saka farangur minn. Þegar þessu var lok- ið hélt hann ljósberandum upp að andliti mér í nokkrar mínútur—mér fanst það löng stund—síöan sneri hann við og fór út en lestin hélt leiðar sinnar. Eg get ekki skilið þetta atvik, nema eins og svo mörg önnur, sem eg mætti á ferð minni—að hinn almáttugi hélt hendi sinni yfir mér og varðveitti mig frá allri hættu. Eg varð að fara í gegn um Úfa, fyrstu borgina, sem eg hafði staðnæmst í á flótt- anum. Það var sérstaklega hættulegt pláss fyrir mig svo eg hafði mjög lítið um mig. Eg fann mig öruggari eftir að eg var kominn yfir Úralfjöllin inn í Síberíu. Þetta var sá timi ársins, sem skógar- laufið skiftir litum, og menn safna inn uppskeru sinni í löndum með hlýju lofts- lagi, en hér í Síberíu var veturinn þegar

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.