Stjarnan - 01.09.1932, Page 14

Stjarnan - 01.09.1932, Page 14
142 STJARNAN kvíslinni, sem sezt hefir a8 í nágrenni viÖ þessa nýju trúboÖsstöÖ sagði við mig: “Fyrst þegar Mr. Stahl kom til Metraro, þá hlustaði eg á boðskap hans, orð hans hrærðu hjarta mitt. Mér fanst eins og eitthvað segja mér að eg ætti að þjóna Guði líka og flytja til trúboðsstöðvanna. Eg fór til að sækja fjölskyldu mína, en alt mitt fólk hæddist að mér og hótaði mér illu, eg misti kjarkinn og hætti við. Eftir þetta varð eg vondur maður, verri en eg hafði áður verið, og þegar eg heyrði að annar trúboði væri kominn til Suteque, þá samdi eg um það við félaga minn að við skyldum drepa trúboðann og ræna eignum hans. Vér gátum ekki komið því í framkvæmd, og hjá mér vaknaði á ný löngun til að flytja á trúboðsstöðvarnar og fylgja Jesú.” Andlit hans ljómaði af fögnuði er hann bætti við: “f þetta skifti sótti eg f jöl- skyldu mína og trúboðinn segir eg megi vera hér svo lengi sem eg hefi f jölskyldu mina hjá mér. Við höfum þegar bygt hús og sáð í akurinn.” Friður og nægjusemi ríkir í þessari litlu nýlendu. Á hverjum morgni og hverju kvöldi safnast fólkið saman í bænahúsinu til guðsþjónustu. í stað þess að lifa á- nægjusnauðu, iðjulausu lífi í þrældómi girnda sinna, þá eru nýlendubúar nú í óða önn að ryðja skóg og planta akra, svo hægt sé að fæða þá, sem setjast þar að meðan þeir eru að byggja hús sín og koma sér fyrir. Svo ferðast þeir út um landiS umhverfis, til að bjóða öðrum að yfir- gefa villimannahætti sína og flytja til trú- boðsstöðvanna. Stundum fara þessir Indíánar inn til bændanna, sem búa innan takmarka sið- menningarinnar og vinna hjá þeim við uppskeru. Einn af formönnum þeim, sem hafði menn frá trúboðsstöð vorri til að vinna fyrir sig, sagði við mig: “Eg hefði aldrei trúað því að Kampa Indíánar þess- ir gætu gjörbreyst þannig sem nú er raun á orðin. Það hefir verið betur unnið að uppskerunni í ár, og eg hefi haft minni erfiðleika í sambandi við hana, heldur en í öll þau 22 ár, sem eg hefi séð um vinn- una hér. Breytingin á siðferði þeirra er blátt áfram undraverk. Enginn þeirra var drukkinn, þeir höfðu hvorki áflog né þrætur, engar óeirðir slíkar sem koinu fyrir í fyrri daga meðal þeirra. Þegar borgunardagurinn kom, þá fóru þeir og keyptu sér ábreiður, hnífa, katla og aðrar nauðsynjar, í stað þess að kaupa áfengi. Eg dáist að starfi yðar meðal þessara manna.” Fyrir 1900 árum sagði Jesús: “Þau orð, sem eg tala til yðar eru andi og líf.” ÞaS eru þessi kröftugu, lífgefandi orð, sem ummynda líf og framferði þessara skógarbúa. /. T. Thompson. Smávegis Ó, hve tíminn líður fljótt, hann skund- ar áfrarn. Dagar vorir líða í skyndi eins og draumur. Davíð hefir rétt fyrir sér er hann segir: “Æfidagar vorir eru sjö- tíu ár og þegar best lætur áttatíu ár, og dýrasta hnossið er mæða og hégómi, því þeir líða í skyndi og vér fljúgum burtu.” Sálm. 90:10. Já. tíminn flýgur og vér með honum, fyrir stuttu síðan vorum vér smábörn heima hjá pabba og mömmu. Nú höfum vér flogið yfir margra ára tímabil, og vér höldum áfram að fljúga með tíman- um. Minnumst þess hve lífstíminn er stuttur og notum hann eins og Guð hefir til ætlast honum til dýrðar og meðbræðr- um vorum til blessunar. E. S. Stærðu þig ekki þegar starf þitt hepn- ast vel og þér veitist heiður; og láttu ekki hugfallast þó heiðarlegt starf þitt mis- hepnist, eða gjört sé gys að því. Eát ekki hið vonda yfirbuga þig, held- ur sigra þú hið vonda með því góða.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.