Stjarnan - 01.12.1932, Side 4
i8o
STJARNAN
Davíð Djarfur og fríhyggjumennirnir
“Þú álítur það hafi verið auðvelt að
segja fyrir að hjarðir yrðu ekki bældar
í rústum Babýlonar,” sagði Davíð Djarf-
ur, um leið og hann opnaði Biblíuna sína.
“Nú skulum við rannsaka það mál.”
“í Jesajas 17-2 lesum vér: “borgir
Aróer skulu verða yfirgefnar, hjörðum
skulu þær verða til beitar, þar skulu þær
liggja og enginn styggja þær.” Hér er
sagt að hinar eyðilögðu borgir yrðu hagi
fyrir fénað.
1 Zefanía 2:13 stendur: “Guð mun
leggja Ninive i eyði, gjöra hana þurra sem
eyðimörk,” þetta hljómar alveg eins og
spádómurinn um Babýlon, en í stað þess
að segja að hjarðmenn muni ekki bæla
þar fénað sinn. eins og sagt var um Babý-
lon, þá fullyrðir spámaðurinn þvert á
móti að: “mitt í henni skulu hjarðir
Hggja.”
“Þannig var spáð fyrir að í Ninive
mundu hjarðir liggja, en ekki í Babýlon.
Hlvers vegna áttu hjarðir að vera á öðrum
staðnum , en ekki á hinum? Htver sem
orsökin er, þá er það eitt víst, að spá-
maðurinn leit niður í gegn um aldirnar
og lýsti ástandinu á þessum stöðum, al-
veg eins og það er í dag, en spádómar
þessir voru ekki uppfyltir fyr en löngu
eftir dauða spámanna þeirra, sem fluttu
þá.
“í Zefanía 2:6 stendur að sjávar-
strönd Kreta: “Skal verða að beitilandi
fyrir hjarðmenn og fjárbyrgi fyrir sauð-
fé.” Hinn franski vantrúarmaður Volney
heimsótti þessi héruð, og óafvitandi vitn-
ar hann um uppfylling spádómanna meS
þessum orðum: “Að undanteknum þess-
um smáþorpum og umhverfi þeirra, þá
ér alt landið eins og eyðimörk, og er að-
eins notað af Aröbum fyrir hjarðir
þeirra.” Volneys Travels, 2. bindi, bls.
336.
“Jesajas 65 To segir: “Saron skal verða
aS beitilandi fyrir hjarðir.” Af sögunni
sjáum vér að Saron er sjávarströndin
milli Joppa og Karmel, þar er enn í dag
ágætt beitiland.
“Þetta má vel vera,” svaraði hr. Einars-
son, “en ef til vill er engin f járrækt ná-
lægt rústum Babýlonar, svo það væri ó-
mögulegt að beita fénaði þangað þótt ein-
hver vildi.”
“Þetta, eins og margar aðrar mótbárur
vantrúarmanna er aðeins ágizkun,” svar-
aði Djarfur, “Arabar hafa hjarðir sínar
á beit nálægt Babýlon, umhverfis hina
föllnu borgarveggi hennar, en þeir taka
aldrei hjarðir sínar inn á milli rústanna.
“Því var spáð að Rabba mundi verða
að beitilandi fyrir úlfalda, og land Am-
moníta að fjárbóli. (Ez. 25:5). Þessar
ýmsu borgir, sem nefndar hafa verið,