Stjarnan - 01.12.1932, Side 10
186
STJARNAN
komiÖ snerist honum hugur, svo við tók-
um vagn og ókum til heimilis eins af trú-
bræðrum mínum.
Þegar við komum aS húsinu fór eg út
úr vagninum, en hann bannaÖi mér að
fara lengra en svo að hann gæti séð mig.
Eg barði að dyrum, og er húsbóndinn
kom út skildi hann víst strax hvað um
var að vera.
Hvaða strið, sem það hefir kostað
þenna góða mann að lána mér þessa pen-
inga, þá varö það ekki séð á útliti hans.
Hlann gekk rólega inn í húsið og kom út
aftur eftir fáein augnablik, sté upp í
vagninn með mér og bauð ökumanni að
keyra til banka, sem þar var skamt frá.
Meðan hann var í bankanum beið lög-
regluþjónninn og eg á matsöluhúsi einu
rétt hjá bankanum. Meðan við vorum
að eta kálsúpuna var hann að reyna að
telja mér trú um að hann væri alls ekki
vondur maður, heldur væri það venja hjá
lögreglunni að afla sér fjár á þenna hátt.
Hann kvaðst vilja mér vel og bað mig
að skrifa sér ef eg nokkurn tíma kæmist
á óhultan stað. Eg lét mér nægja að
kveðja hann að fullu og öllu, eftir að eg
hafði afhent honum fé það, sem hann
heimtaði.
Fáum mánuðum seinna hafði eg þá
gleði, að geta sent til baka peninga þá,
sem eg fékk lánaða, og fá aftur viður-
kenningu fyrir móttöku þeirra.
Mig gilti einu hvernig þeir skiftu fénu
milli sín þessir viðskiftamenn mínir. Mér
var það nú ljóst að eg átti ekki að reiða
mig á slíka menn eða framferöi þeirra.
Eg hafði stofnað sjálfum mér í hættu,
mist fé og haft miklar áhyggjur til að
reyna að kaupa vegabréf, sem þó hefði
orðið mér gagnslaust án aðstoðar hans,
sem hafði leitt mig farsællega yfir þús-
undir mílna án nokkurs vegabréfs.
Fagnaðarerindið breytir kjörum kvenna
Kjör kvenna eru mjög sorgleg í heiðn-
um löndum. Þær vinna og erfiða en fá
hvorki þakklæti né viðurkenningu frá
neinum. Menn þeirra drotna vfir þeim.
Brevtingin, sem verður á lífi þessara
kvenna þegar þær taka á móti fagnaðar-
erindinu, og læra að þekkja frelsarann,
sem elskar þær, er hughreystandi og upp-
örfandi fyrir trúboðann, honum finst
þá að sér sé vel launað fvrir alt að erfiði
sem hann lagði á sig, til að hjálpa þessu
nauðstadda fólki.
Fyrir tólf árum síðan settum vér upp
trúboðsstöS é eyju einni, konurnar söfn-
uðust saman alsnaktar, og með þeim
fylgdust öll svín og allir hundar, sem til
voru í þorpinu. Fáum árum seinna voru
konur þessar allar klæddar og hamingju-
samar. Þakklátsemin skein úr augum
þeirra, og allur ótti var horfinn. Hið
sama hefir átt sér stað í öðrum héruðum
þar sem við höfum starfað.
Gömul kona Jauroro að nafni sagðist
muna þá tíð áður en trúboðarnir komu,
að menn drápu óvini sína og átu þá, slíkt
kemur aldrei fyrir eftir að áhrif kristin-
dómsins hafa náð til þessara vesalings
manna.
Þegar trúboðiö fyrst byrjaði í þorpi
hennar, þá gaf Jauroro nákvæmar gætur
að hver áhrif boðskapurinn hefði á aðra,
en hún var sein að taka á móti áhrifum
hans. Synir hennar voru orðnir fullorðn-
ir, þeir lærðu að lesa og skrifa, og tóku
kristni, þetta mýkti hjarta hennar og nú
fagnar hún í frelsi Guðs barna. Hún er
ánægð og homingjusöm og virt og elskuð
í elli sinni af öllum sem þekkja hana.