Stjarnan - 01.12.1932, Side 12

Stjarnan - 01.12.1932, Side 12
i88 STJARNAN er var til áður en Guð skapaði manninn. Guð vildi að menn skyldu ávalt hafa það hugfast, að hann er ekki upp á þá kominn til að framkvæma starf sitt. Guð megnar aS framkvæma það, sem hann áformar að gjöra. Páll postuli sýnir að hann skilur vald og kraft Frelsarans er hann segir: “Eg veit á hverjum eg hefi' fest traust mitt, og eg er sannfærður um að hann er þess megnugur að varðveita það, sem mér er trúað fyrir til þess dags.” . 2. Tím. 1:12. Guð hefir þúsund vegi þó vér sjáum engan, til að framkvæma það, sem hann áformar. Undrun lærisveinanna. Mennirnir, sem höfðu Jesúm með sér í bátnum yfir Galíleu-vatnið voru frá sér numdir. Vindurinn æddi ákaflega og bát- urinn veltist á bárunum. Þeim sem í bátn- um voru héldu að öll von væri úti, þeir hlytu að farast. Jesús hafði lagt sig til svefns. Hann var þreyttur og líkams- kraftar hans þörfnuðust endurnýjunar. Sem maður var hann freistaður og reynd- ur á allan hátt eins og vér. Lærisveinarn- ir vissu ennþá ekki, að með þeim var sá innan borðs í hverjum bió öll fylling guð- dómsins líkamlega. Þeim var það ennþá elcki ljóst, að í litla bátnum hjá þeim var Guð íklæddur mannlegu holdi. Þegar lærisveinarnir vöktu Jesúm og báðu hann að frelsa þá, sagði hann: “Hví eruð þér hræddir lítiltrúaðir ? Því næst stóð hann upp, og hastaði á vindinn og vatnið og varð blíða logn. “Matt. 8:26. Nú sáu þeir Jesúm í nýju ljósi. Þeir höfðu áður séð hann gjöra kraftaverk, sem þeir skildu ekkert í. Orðið segir: “Mennirnir undruðust þetta og sögðu: Hvílíkur maður er þetta, að bæði vind- arnir og vatnið hlýða honum.” 27. vers. Hví skyldu ekki vindarnir, bylgjurnar og öll öfl náttúrunnar hlýða honum? Skapaði hann ekki alt þetta? Voru ekki öfl náttúrunnar verk hans handa, fram- leidd fyrir kraft hans ? Hann skapaði alla hluti, hví skyldu þeir ekki hlýða hon- um. Alt er mögulegt fyrir Guði. Vér sem lifum á þessum síðustu dög- um þurfum að skilja, að fyrir Guði er enginn hlutur ómögulegur. Hann er vor faðir og Jesús er frelsari vor. H'ann hefir aftur og aftur fullvissað oss um að hann veit hvers vér við þurfum, og hefir lofað að gjöra fyrir oss betur en vér fáum beðið eða skynjað. Hjörtu vor ættu að vera tengd honum með óslítandi kærleiks-böndum. Hann ber umhyggju fyrir hinu minsta barna sinna. Hann er fær um að framkvæma það, sem hann áformar. Job lætur í ljósi reynslu sína með þessum orðum: “Eg veit að þú megnar alt, og engu ráði þínu verður varnað fram að ganga.” Job. 42 :2. Eyrir GuSi eru hinir síðustu dagar ekk- ert öðruvísi en hinir fyrstu. Það er eins mikið til í heiminum nú, eins og þegar Guð fyrst hafði skapað hann. Breyting á högum manna og kringumstæðum þeirra, gjörir enga breytingu hjá Guði. Ef hann vill, getur hann enn skapað og framleitt hvað sem þarf til að framkvæma það, sem hann álítur nauðsynlegt. Vér þurfum að hafa óbifanlega trú á mætti hans. Alt er mögulegt fyrir Guði og trúuðum er alt mögulegt. Leyfum vér Guði að hafa sinn vilja í lifi voru? Höfum vér sameinað vilja vorn vilja hans, kosiö að fylgja hans vegi og hugsa hans hugsanir. Eru áform hans vor áform, svo að hann geti auglýst í lífi voru kraft sinn, til að framkvæma það i oss og fyrir oss, sem honum er þóknanlegt ? Nú er tími fyrir oss að líta upp en ekki niður. Nú er Jesús að undirbúa menn og konur, alla, sem vilja, til að dvelja hjá sér og Föðurnum ásamt hans heilögu englum og öllum útvöldum um óendanlegar aldir. Er hann fær um að gjöra þetta? Vissu- lega. Hann megnar að framkvæma áform sín.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.