Stjarnan - 01.12.1932, Side 7

Stjarnan - 01.12.1932, Side 7
STJARNAN um f jölmenna her sínum, og J?ó haft of- fjár eftir sjálfur. Ræningjar héldu á- fram aÖ gjöra áhlaup og ræna landiÖ í ,200 ár eftir daga Alexanders. Síðan komu Rómverjar úr annari átt, í sama tilgangi eins og fyrir var spáð. “Menn mættu ætla aÖ lítiÖ eÖa ekkert varðmætt fyndist þar lengur, eftir að endurtekin rán höfðu átt sér stað svo hundruðum ára skifti. Vantrúarmaður- inn Gibbon er besta vitnið viðvíkjandi þessum spádómi, þvi óafvitandi segir hann frá uppfyllingu hans. Hánn minnist á ýrnsar uppgötvunar eða rannsóknar ferð- ir, sem áttu sér stað yfir fleiri hundruð ára tímabil, þar sem menn fóru til að grafa í rústum Babýlonar og í rústum nærliggjandi borga. “Hann segir frá hvernig foringjar eggjuðu menn sína, með þvi að lofa þeim svo og svo mörgum silfurpeningum. Hann segir að árangurinn hafi verið eins og vænta raátti, þar sem um Austurlanda auð og skraut var að ræða. Þeir fundu mikið af silfri, gulli og vopnum, einnig rúm og borð úr skýru silfri. Seinna þeg- ar Rómverjar, undir forustu Heracliusar rændu Kaldea, þá segir hann oss, að “þótt mikið af auðlegð þeirra hafi áður verið burtu flutt .... auður sá, er þeir fundu var meiri en þeir höfðu gjört sér vonir um, og fullnægði ágirnd þeirra.” “Decline and Fall of the Roman Empire” 4. bindi, bls. 480. “Gibbon segir einnig frá hepni þeirra, sem fóru í sömu erindum árið 636, hundr- uðum ára eftir að spádómurinn var gef- inn, þeir fundu einnig mikinn auð. “Hin- ir nöktu ræningjar eyðimerkurinnar urðu alt í einu auðmenn, þeir fundu langt um meira en þeir höfðu vonast eftir. Sér- hvert herbergi hafði nýjan fjársjóð að geyma, annaðhvort hulinn eöa til sýnis, gull, silfur, klæði og dýrmætan húsbúnað, svo ekki varð tölu á komið.” Annar sagnaritari talar um þenna feikna auð, sem þúsundir þúsunda af gullstykkjum, og þetta alt eftir að rænt 183 hafði verið aftur og aftur um hundruð ára. Jafnvel frarn að yfirstandandi tíma hefir auður og dýrgripir fundist þar eins og þið vitið sjálfir. “Hvergi annarsstaðar hafa sigurvegar- ar konungsríkja farið aftur og aftur til sömu stöðva til að sækja herfang, og á- valt komið til baka meS mikinn auð, meir en ágirnd þeirra hafði nokkurn tíma dreymt um, þrátt fyrir það að ákaflega mikið herfang hafði verið flutt í burtu af þeim, sem áður rændu borgirnar. En spámaðurinn sagði fyrir það, sem Gib- bon skrásetur i sögunni. “Þótt myndin af rústum Babýlonar hafi verið gefin fyrir svo löngu síðan, þá eru fáir staðir á jörðunni, sem betur og ná- kvæmara hefir verið lýst. Sagnaritari nú- tímans getur ekki gefið eins nákvæma og sanna lýsingu á ástandinu, eins og Jesajas, Ezekíel og Jeremía gjörðu fyrir 2,000 ár- um síðan. “Þér getið ímyndað yður að spámenn- irnir hafi gizkað á alt þetta og að hin undraverða nákvæmni í uppfyllingu spá- dómsins, sé að eins tilviljun. En eg er alveg hissa að nokkur skuli trúa slíku, eða reyna á þann hátt að skýra málið. “Nú ætla eg að segja yður frá vantrú- uðum þjóðhöfðingja, senr ásetti sér að sjá svo um, að spádómur einn, sem gef- inn var kæmi ekki fram. Hann ætlaði að verja til þess auðæfum ríkis síns og hugviti hins helzta herforingja síns.” Næst: Vantrúaður þjóöhöfðingi reyn- ir að hindra uppfyllingu spádómsins. Maður nokkur í Bandaríkjunum setti 10 dollara á banka í New York fyrir 113 árum síðan, árið eftir bætti hann 5 dollurum við. Eftir það hvorki lagði hann meira inn né dróg neitt út úr þessum banka. í erfðaskrá sinni skipaði hann svo fyrir að peningar þessir skyldu standa áfram í bankanum. Nú eru þessir pen- ingar, með rentum og rentu rentum orðnir 3,103 dollarar og 32 cent.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.