Stjarnan - 01.12.1932, Qupperneq 8
184
STJARNAN
1
Flóttinn frá Síberíu
15. KAPÍTULI
Harbin var rússnesk borg jafnvel þótt
hún væri utan landamæra ríkisins, og lög-
reglan hélt strangari vörð þar heldur en
í öðrum rússneskum borgum. Á veit-
ingahúsunum var heimtað aÖ aðkomu-
menn sýndu vegabréf sitt áður en þeir
tækju af sér yfirhöfnina. Borgarbúum var
bannað að hýsa gesti eina einustu nótt, án
þess að gjöra lögreglu'nni aðvart. Sá
sem ekki hlýddi þessari skipun, mátti bú-
ast við að sæta sörnu kjörum og gestur
hans.
Undir þessum kringumstæðum var
gestrisni trúsystkina minna vogunarspil,
bæði fyrir þau og mig. Þeir, sem bjuggu
í leigðum húsum urðu aS forðast að láta
húseigendurna vita um návist mína, nema
ef þeim mátti treysta til að þegja og þeir
voru fúsir til að taka afleiðingunum,
hverjar sem þær kynnu að verða.
Morguninn eftir að eg kom til borgar-
innar, var eg boðinn á heimili fyrverandi
prests okkar, mér var sagt að húseigand-
inn hefði gefið samþykki sitt til þess. Það
var meira en vænta mátti af óviðkomandi
manni, þegar svo mikið var undir átt.
Presturinn sjálfur var í fangelsi fyrir
kristilega starfsemi utan ríkiskirkjunnar.
Eg forðaðist svo mikið sem mögulegt
var að mæta öörurn en trúsystkinum vor-
um. Sum þeirra spurði eg ráða hvernig
best mundi verða að haga ferð minni, því
það var engu léttara viðfangsefni að kom-
ást burtu úr borginni heldur en að komast
inn í hana. Járnbrautin var rússnesk og
því óhugsandi að nota hana. Hvaða ann-
an veg, sem eg kysi, þá var ekkert lík-
legra heldur en að verða handtekinn þeg-
ar eg færi yfir brúna, sem leiddi burt frá
borginni, efamál hvort eg kæmist svo
langt. Að kornast í hendur lögreglunnar
meinti fyrir mig aö eg yrði fjötraður i
dimmum klefa.
Mér var sagt frá manni, sem áður hafði
hjálpað ýmsum til að komast burtu úr
borginni, og var stungið upp á að eg fengi
hann til að hjálpa mér. Eg samþykti
þetta og einn af vinum mínum fór að
heimsækja þennan mann og ráðfæra sig
við hann.
Tilgangurinn var sá, að reyna að fá
vegabréf. Það var litið öðrum augum á
það í Rússlandi, heldur en hjá góðum
borgurum frjálslyndrar stjórnar, ef nienn
sviku út vegabréf. En samt sem áður
mundi eg ekki hafa samþykt þá aðferS,
hefði eg borið það traust, sem eg átti að
gjöra til Hans, sem þegar hafði hjálpað
mér yfir marga erfiðleika, sem enginn
mannlegur kraftur hefði megnað að
frelsa mig frá.
Maður þessi, sem vér leituðum ráða
hjá, var svissneskur verslunarmaður, sem
hafði mikið að sýsla. Hann lét í ljósi
löngun til að hjálpa mér, en kvaSst verða
að fela það pólskum manni, sem var í
þjónustu hans.
Þessi pólski maður kvaðst mundi geta
útvegað mér vegabréf, og hvatti mig til
að koma með sér á fund lögregluþjóns
þess, er hann yrði að eiga við. Eg færðist
undan að gjöra það, en afhenti honum
peninga þá, sem hann sagði að krafist
yrði.
Dag eftir dag varð eg að mæta þessum
miöur geðslega manni. Hvert skifti lof-
aði hann að eg skyldi bráðurn fá vega-
bréfið, og kom hann fram með ýmsar af-
sakanir fyrir því að hann hefði ekki feng-
ið það ennþá, og í hvert skifti krafðist
hann meiri peninga.
é