Stjarnan - 01.12.1932, Qupperneq 6

Stjarnan - 01.12.1932, Qupperneq 6
STJARNAN 182 um. En hvað þessu flökkufólki viðvíkur, þá hefir það ekkert með spádóminn að gjöra. Fyrst og fremst var það ekki kom- ið upp á dögum Jesajasar, og annað hitt að það ferðast alstaðar. Það hefir aldrei lifað svo hundruðum ára skiftir meðal rústa hinna fornu borga. Spádómarnir nefna það fólk ekki á nafn. En spádóm- urinn um Araba er svo einkennilegur í öllu tilliti, og hver dagurinn, sem líður, staðfestir hann enn betur.” Nú stendur hr. Einarsson upp og seg- ir: “Eg skal kannast við að þú hefir bent á ýms atvik, sem mæla með spádómunum, en þú getur ekki búist við að einstaka at- burðir, sem hafa hitt svo á að vera í sam- ræmi við spádómana eða ágizkanir spá- mannanna, muni sannfæra oss um gildi þeirra. Er nú ekki alt komið sem þú hefir spádómunum til sönnunar frá Babýlon?” “Það er öðru nær, eg hefi aðeins nefnt fáein dæmi af þeim mörgu, sem mætti til- færa. Það eru meira en hundrað atriði í spádóminum, sem hvert fyrir sig gefur skýra sönnun fyrir áreiðanlegleik þeirra. Ef þau væru öll tekin fyrir þá mundu þau verða nóg í heila bók. Eg skal aðeins nefna tvö atvik ennþá, viðvíkjandi Babý- lon og Kaldeum. “I Jer.5i:58 lesum vér: “Hinn viði Babelmúr skal rifinn verða til grunna.” “Svo öldum skifti eftir að þessi spá- dómur var gefinn stóðu hinir sterku múr ar borgarinnar óhaggaðir, og voru álitnir eitt af hinum 7 undraverkum heimsins.” “Hvorki þessi spádómur né uppfylling hans er neitt undravert. Það leiðir af sjálfu sér að þessi spámaður, sem þú svo nefnir, sem sagði fyrir eyðileggingu borg- arinnar, að hann einnig segði fyrir eyði- leggingu múrveggsins.” “Þú gleymir því,” svaraði Djarfur “að allar hinar fornu borgir höfðu múrveggi, og aðrar borgir, sem ekki höfðu nær þvi eins sterka múra, voru eyðilagðar, en múrar þeirra haldast enn við, í furðanlega góðu lagi. Alt, sem eg er að sýna fram á hér er. að Jeremía hafði rétt fyrir sér. Setjum nú svo að múrar Babýlonar stæðu enn í dag, þá hefðir þú nokkuð til þins máls. Kína-múrinn, sem ekki var nær því eins rammgjör þó eldri væri, hann stend- ur enn í dag. Ef þú, hr. Einarsson, gætir sagt áheyrendunum hér, að þú hefðir séð múra Babýlonar gnæfa við himin, eins og pyramida Egyptalands, þá hefðir þú vitni á móti spádómunum, en þú getur það ekki, spámaðurinn hafði rétt fyrir sér hér eins og endranær.” “Að lokum lesum vér í Jer. 50:10: “Og Kaldea skal verða að herfangi, allir, sem ræna hana skulu fá nægju sína.” “Komið að henni úr öllum áttum, ljúkið upp hlöðum hennar .... Látið engar leif- ar af henni eftir verSa” (26. vers). “Sverð komi yfir fjársjóðu hennar, svo þeim verði rænt.” (37. vers). “Auðug að f jársjóðum, endadægur þitt er komið.” Jer. 51--13. “Það er tvent, sem eg skal sérstaklega benda á hér. Fyrst, hve mikið er innifalið í orðinu allir, það bendir á að Babýlon og aðrar borgir Kaldea yrðu oft rændar. Ekkert slíkt var sagt fyrir viðvikjandi Týrus, Ninive, eða mörgum öðrum borg- um, sem samkvæmt spádómunum voru dæmdar til eySileggingar. “Annað, hvernig vissi spámaðurinn að nógur auður mundi verða eftir til að fullnægja hverjum ræningjanum eftir annan? Týrus var einhver ríkasta borg heimsins', en eftir að Nebúkadnesar hafði rænt hana einu sinni, þá var ekki eftir til að freista annara til að ráðast á hana.” “En auður Babýlonar og landsins um- hverfis var svo mikill, að þótt ræningjar kæmu hverjir eftir aðra, þá fengu þeir allir mikið herfang. Þegar einn flokkur hafði rænt landið, kom annar til að ná undir sig herfanginu og ræna landið á ný. “Cyrus fékk þar mikinn auð. Xerxes og her hans tók 150 miljónir dollara í gulli, auk annara fjármuna. Alexander Mikli kom næst. Hann fann þar svo mik- inn auð að sagt er að hann hafi gefið 50 dollara hverjum einasta hermanni í hin-

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.