Stjarnan - 01.11.1933, Side 11

Stjarnan - 01.11.1933, Side 11
STJARNAN 171 “Það skal ské á síðuátu dögum” Einn af yngri starfsmönnum vorum, J. A. Stevens ferðaðist nýlega um í Aust- urlöndum og segir frá því sem eftir fylg- ir: “Kirkja vor í Japan hefir nú aÖ lokum hlotiS viÖurkenningu ríkisins. SíÖastliÖin tvö ár hafa 300 manns veriÖ skírðir þar. Korea er undir stjórn Japana, jjar hafa menn með gleði veitt fagnaðarerindinu viðtökur. Fólkið er mjög fátækt en þar hafa yfir 8,000 tekið kristni og þannig öðlast hin himnesku auðæfi sem eru gulli dýrmætari. Vér höfum nærri 3,000 með- limi þar. Filippa eyjarnar eru eitthvert frjósam- asta akurlendið í víngarði Drottins, þar höfum vér um 250 söfnuði með 15,000 meðlimum. Hvíldardagaskólarnir eru nærri því helmingi fleiri þar heldur en kirkjurnar, en vér höfum ekki nógu marga starfsmenn til að hjálpa fólkinu, sem þráir meira ljós og leiðbeiningu. Fyrir nokkrum árum var ein af bókum vorum seld í katólsku héraði, fóllcið las hana og sannfærðist um helgi hvíldar- dagsins. Það sendi strax í burtu katólska prestinn, sem hafði þjónað þar, en bað oss um að ljá sér kennara. Vér höfðum þá engan að senda, þetta var fyrir þremur árum síðan, og ennþá bíða þeir eftir kenn- ara frá oss. Það er einkennileg afstaða, —katólskur söfnuður, sem heldur GuSs heilaga hvíldardag og biður um Sjöunda dags Aðventista kennara. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem hafa orðið að bíða 2—5 ár eftir því að fá kenslu í krist- indóminum. í norðurhluta Borneo eru 15,000 kristn- ir menn, sem tilheyra öðru trúboðsfélagi, en vegna f járskorts hafa trúboðarnir ver- ið kallaðir heim, og söfnuðir þessir, sem nú eru forstöðulausir, hafa sent oss boð um að koma yfir og hjálpa þeim. Hvílíkt tækifæri oss býðst hér, en vér höfum ekki fé til að senda þeim starfsmann. En hvað eru 65 milj. Japana, 21 milj. Koreu búa, 13 milj. Filippaeyjar manna, eða 38 milj. Malaya í samanburði við 490 miljónir Kínverja? Fjórði hluti alls mannkynsins býr í Kína. Þar er erfið- asta viðfangsefni vort í útlenda trúboðs- starfinu. Það er markvert að leikmaður einn, Le Rue að nafni, byrjaði trúboðs- starf vort í Kína, á skipi, sem lenti í Kongkong árið 1887. Bróðir Le Rue hefir fengið hvíld eftir erfiði sitt í graf- reitnum í Hongkong, en sæðið sem hann sáði hefir borið ríkulegan ávöxt, því nú höfum vér meðlimi í öllum fylkjum Kína- veldis. Vér höfum yfir 553 hvíldardaga- skóla í Kína með 17,000 meðlimum. Hin tvö síðastliðnu ár hafa bókasölumenn vorir starfað í 80 hundruSustu af öllum fylkjum í Kína, og síðastliðin 5 ár hafa þeir starfað í 95 hundruðustu af héruð- um landsins. Fagnaðarerindið í bókum og blöðum gengur með hraða yfir hið víðlenda riki, og hér og þar finnast menn sem hafa veitt boðskapnum viðtöku og fagna í voninni um endurkomu frelsar- ans. Starfsmenn vorir vinna af fremsta megni, þeir verða oft aö fara gangandi langar leiðir, og lifa aðeins á fæðu sem innfæddir menn framreiða fyrir þá, oft er það ekkert nema gulrófur, hnetur og soðið vatn, auk þess eru þeir í sífeldri

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.