Stjarnan - 01.11.1933, Síða 14

Stjarnan - 01.11.1933, Síða 14
174 STJARNAN Þá fór drengurinn að lesa á þennan hátt: “Hann var særður vegna synda Johns Dawis, og pindur vegna misgjörða Johns Dawis, hegningin var lögð á hann, til þess að John Dawis skyldi hafa frið, og fyrir hans benjar var John Dawis læknaður. Hinn deyjandi skipstjóri dró andann léttara og sagði: “Þakka þér fyrir, William Smith, þetta hjálpar; þú þarft ekki að lesa meira, því að nú veit eg, hvernig eg á að mæta frammi fyrir mínum Guði.” Hugrekki og bindindi Victor Smith, hinn ungi flugmaður Sjö- unda dags Aðventista flaug fyrir nokkuð löngu síðan frá Suður-Afríku til Eng- lands. Meðan hann dvaldi á Englandi heimsótti hann Stanborough Park, þar sem blaðið “Present Truth” er prentað. Sagan um hugrekki hans og dugnað kom í blöðunum, en það voru ýms atvik í sambandi við ferðina, sem blöðin hafa ekki sagt frá. Það eru verri hættur á ferð flugvélastjórans heldur en eyðimörk- in Sahara, og hann þarf að hafa siðferð- isþrek ekki síður en hugrekki og þraut- seigju. Ölgerðarfélag eitt bauð honum 1,000 pund sterling ef hann vildi biðja um vín og rnjólk til að hressa sig á strax er hann lenti. Hann neitaði boðinu. Vindlingafélag eitt bauS honum 400 pund ef hann vildi segja að hann hefði reykt á leiðinni vindlingategund eina, sem þeir nefndu. Aftur neitaði hann. Veitingahús það er hann gisti á í Lund- únum bar á borð honum til heiðurs áfengi það, sem notað er í Suður-Afríku, en hann hafnaði því. Hann álítur að hið frábæra þol sitt sé ávöxtur af bindindi og einnig því að að þakka að hann hefir eingöngu lifaö á jurtafæðu. Victor Smith hefir mikinn áhuga fyrir flugferðum. Hann byrjaði þær þegar hann var 17 ára gamall, og lærði flug á styttri tíma, heldur en nokkur annar mað- ur hefir áður gjört—það tók hann aðeins einn mánuð. Móðir nans er hrifin af flugferðum hans, en faðir hans, sem er forstöðumaður eins af söfnuðum vorum lætur sér fátt um finnast. Bróðir hans og systir gengu á háskóla vorn í Suður Afríku, og hann tók þau oft fram og aftur í flugvélinni. Hann hefir oft lent á leikvelli skólans. Ein lítil frásaga sýnir upplag hans. Eft- ir að hann var nýlega byrjaður að fljúga stökk hann einu sinni út úr flugvélinni áður en hún stöðvaðist, til þess að koma í veg fyrir að vélin skemdist, en afleið- ingin varð sú að hann braut annan fót- inn um öklann. Þetta var alvarlegt slys, og einn læknirinn hélt að hann mundi missa fótinn. Honum var sagt að hann yrði að minsta kosti að hvíla sig í 5 mán- uði, en innan 6 vikna var hann kominn upp í loftið aftur með spelkur á fætinum. Um þetta bil fór hann á kirkjuþing sem haldið var, og orð voru send til formanns þingsins að þá vantaði prest til að jarð- syngja mann 300 mílur í burtu, svo Victor flaug með prestinn þangað, og kom aftur eftir fáeina klukkutíma, þrátt fyrir veika fótinn. Victor þykir ákaflega vænt um móður sína. Hann byrjaði ferð sína frá Suður- Afríku til Englands kl. 2 að morgni dags, og eftir að hann hafði flogiö um stund, eða rétt í dögun, féll pappírsmiði niður á vélina hjá honum, miðanum hafði verið stungið gætilega inn i rifu, en hreifing vélarinnar hafði hrist hann niður. Þessi orð voru rituð á miðann: “Því að eg, Drottinn Guð þinn held í hægri hönd þína 4

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.