Stjarnan - 01.04.1934, Side 2

Stjarnan - 01.04.1934, Side 2
5° STJARNAN “Eg mun láta tákn verða á himni” Fyrir nokkrum vikum las eg grein í einu af blööum vorum, þar sem menn segja frá tákn- um þeim, er þeir sáu á himninum. Stórt tákn sást á himninum io. júní 1931 í Lundúnum. ÞaÖ var rautt ljós ákaflega skært, eins og kross í laginu á vestur himninum. ÞaÖ sást í fleiri sekúndur, en hvarf svo alt í einu. í Stavanger í Noregi var fjöldi manna, sent sá annað tákn. Stórt svart ský sást við sjón- deildarhringinn í vestri. Alt í einu breyttist þaÖ og varð eldrautt, eins og bogi í laginu, og yfir honum stóðu þessi orð: “Snúið yður, Jesús kemur skjótt.” Svo sást engill með hvít- um vængjum. Við hlið hans var stór kross og á hann ritað orðið: “Amen.” Það var fögur sjón, en hvarf brátt bak við dimt ský. Fólkið, sem sá þetta varð mjög hrifið. í Svíþjóð voru 300 manns á heimleið frá bænasamkomu, þeir sáu hönd á himninum, er benti þangað, sem þessi setning stóð: “Sjá, eg kem skjótt.” í Bombay voru 100 ungar stúlkur að koma heim frá trúboðssamkomu, sem haldin hafði verið undir beru lofti, þær sáu boga mikinn og á hann var ritað með eldlegum stöfum: “Jesús kemur bráðum. Lögregluþjónn, sem var á verði kl. 3 að morgni dags í Providence, R. J., kvaðst hafa séð á himninum mannshönd, og þessi orð rituð: “Þér verðið að endurfæðast.” Tíminn leyfir mér ekki að skrifa meira. Bræður og systur, vér lifum á alvarlegu tíma- bili. Endirinn er rétt fram undan oss. Erum vér reiðubúin að mæta dómara alls holds? D. E. Reiner. Hvítir veggir Eg get ekki hugsað til þeirra, eg hata þá, þessa hvítu veggi. Eg kalla það hörmunga heimilið. Mig hryllir við þeim, þessum skelfi- legu, köldu hvítu veggjum. “Beta þagnaði. Málrómur hennar bar vott um sterka geðshræringu. Svo tók hún aftur til máls: “Þvílíkur sorgarleikur, sem fer fram innan þeirra veggja, hrygð og þjáningar. Eg get ekki hugsað til þess að vinna þar. Eg vil helst strjúka í burtu þaðan.” “Elsku Beta mín,” sagði móðir hennar, hrygg í bragði, “þér líður ekki vel, þú hefir aldrei talað svona fyrri. Þú þarft að taka þér frí og hvíla þig.” “Frí,” endurtók Beta og hló kuldahlátur. “Slíkt orð finst ekki, að minsta kosti ekki á St. Matthews spítalanum, þar sem svo margar stúlkur eru látnar fara, að þær sem eftir eru verða að leysa tvöfalt verk at hendi, og fá svo sama sem ekkert kaup—bara hálft kaup. Við höfum borgað húseigandanum og matvörubúð- inni helminginn af því, sem við skuldum þeim, svo lengi sem við höfum getað. Við verðum neyddar til að leigja ódýrara húsnæði,—tvö herbergi einhversstaðar í útjaðri bæjarins.” “Það væri ef til vill skynsamlegra, elsku barnið mitt.” “En vesalings amma, ef hún þyrfti að ganga á mis við þau þægindi, sem hún hefir hér, ofn- hitann á vetrum, sólskinið á veggsvölunum á sumrin, garðinn, útsýnið og hina svalandi golu frá vatninu.—Eg get ekki hugsað til þess að hún þurfi að flytja. Hún verður ekki lengi hjá okkur upp frá þessu. Eg vil alt til vinna að síðustu dagar hennar verði þægilegir og hamingjusamir.” “Vertu róleg, barnið mitt, þú hefir verið svo hugrökk og góð við þessar tvær hjálpar- lausu, gömlu konur, sem þú hefir annast, að eg er sannfærð um að Guð mun opna veg fyrir þig. Hefir þú beðið hann um það?” Betu hnykti við og hún svaraði: “Mamma, að fá svar upp á bæn tilheyrir liðna tímanum, ef það fékst þá nokkurn tíma. Nei, eg hefi aldrei haft kjark í mér til að biðja hinn al- máttuga að hjálpa mér, þegar eg hefi séð svo miklu meiri neyð og þörf umhverfis mig. Það er svo mikil þörf fyrir hjálp hans, innan þess- ara stóru, hvítu veggja.” “En hugsaðu þér hve miklu meiri þjáning- ar hefðu verið, ef sjúkrahúsið hefði ekki verið til. Bfen—” “Bið þú fyrir okkur öllum, sérstaklega fyrir ' vesalings ömmu,” greip Beta fram í fyrir móð- ur sinni.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.