Stjarnan - 01.04.1934, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.04.1934, Qupperneq 3
STJARNAN 5i “Eg bi8 fyrir henni, Beta mín, og minnist þess hvernig hún hefir alt af beðið fyrir mér og okkur.” “Og fær hún nokkurn tíma svar upp á bæn- ir sínar?” Beta sat hljóð stundarkorn og beið eftir svari móður sinnar. “Það er einkennilegt Beta, að þú skyldir tala um hvíta veggi.”— Amma Glenn var að reyna að hagræða sér í ruggustólnum, þar sem hún sat í sólskininu á veggsvölunum, með falleg teppi alt í kring um sig. Henni var mjög farin að förlast sjón, og hugsanir hennar voru oft á við og dreif, en hún hafði góða heyrn. Þegar samtal mæðgnanna barst henni til eyrna, reyndi hún að sleppa draumum sinum um liðna hamingju, og hlusta á hvað þær töluðu. Hún skildi að þær mintust á svar upp á bæn og “hvíta veggi.” Hvaða vitleysa var þetta, sem B,eta kom með ? Eins og Guð svari ekki bænum. Hún bar mögru hendina sína, sem ekkert var nema skinnið og beinin, upp að hvíta hárinu sínu og reyndi að hugsa um endurminningar þær, er þetta vakti í huga hennar. Henni var orðið svo gjarnt að rugla saman í huganum því yfirstand- andi og umliðna. Það var eins og i þoku fyrir henni. “Hvítir veggir,” já, nú mundi hún það. Svo hallaði hún hvíta höfðinu sínu upp að púð- anum og lét aftur augun. Spegilslétt sægrænt vatnið hvarf úr huga hennar, en í stað þess kom lítill bóndabær. Það var ósköp lítil bújörð, en það hafði tekið Zeke hvert einasta cent, sem hann átti, að kaupa hana í brúðargjöf handa hinni indælu, fögru Katrínu Spaulding. Það var fimm doll- ara ekran af óræktuðu landi, en jarðvegurinn var góður. Þau höfðu brotið landið og bygt á því hús, með tveimur herbergjum. Þessi fyrstu ár höfðu verið mjög hamingjusöm, þótt þau væru erfið, því samhent og samhuga höfðu þau barist við erfiðleikana og sigrað þá. Ásetning- ur þeirra var að hafa þar framtíðarheimili sitt, og ala þar upp börnin sín tvö, hraustlega, litla Chappy og indælu litlu Sue. Eftir nokkurra ára erfiði gegn um sumar- hita og vetrarkulda, var litli búgarðurinn orð- inn skemtilegt heimili. Jörðin var frjósöm og Kitty leysti hússtjórnina prýðisvel af hendi. Börnin voru elskuleg og óspilt. Foreldrarn- ir höfðu fylstu ástæðu til að vera ánægð og halda áfram eins og þau höfðu gjört. — Svo skall stríðið á. Zeke var óákveðinn hvað hann skyldi gjöra. Kitty vildi hann réði því sjálfur, án tillits til skoðana hennar. Eftir nokkra um- hugsun bauð hann fram þjónustu sína í herinn, en honum var hafnað, af því hann var haltur á fæti. Hann hafði rneitt sig þegar hann var að byggja húsið. Kitty var mjög glöð vfir þessu, og Zeke var þakklátur fyrir að þessari ábyrgð var af hon- um létt. Fullkominn friður og hamingja ríkti á litla heimilinu. Þau voru með glöðum hug að búa sig undir veturinn og vonuðust eftir að hafa það þægilegt og rólegt. Tíminn leið. Nú var komið urn miðjan vet- ur. Kitty söng við vinnu sína. Sólin sýndist döpur og faldi sig af og til bak við skýin, en gægðist svo fram á ný eins og hún væri að reyna til að skína. Loftið bar vott um breyting á veðri. Tnni í litla húsinu var alt í bezta lagi. Eld- urinn logaði glatt í eldstæðinu. yfir því var þrí- fættur pottur og í honum sauð og ólgaði maís búðingur, sem gaf frá sér geðþekkan ilm. Á gólfinu nálægt viðarkassanum var Chappy litli að byggja svínastíu úr kornstönglum, inni í henni voru brúnar hnetur, sem áttu að vera svínin. í horninu á eldhúsinu var rúm, sem var flutt þangað til að hafa meiri þægindi yfir kaldasta tíma ársins, þar sat litla Sue og var að leika sér við heima tilbúna brúðu. Hálsinn á henni var að vísu nokkuð líkur álftarhálsi, og andlitið, sem Zeke hafði lagað með hnífnum sínum, var nokkuð flatt, klæðnaðurinn var Ijós- leitt sjal, sem vafið var utan um hana. f aug- um litlu stúlkunnar, að minsta kosti, var þetta fallegasta brúðan, sem til var í heiminum. Kitty var að strokka, smjörið var þegar farið að skiljast frá áfunum, henni gekk fljótt að strokka í dag, hún var svo glöð yfir því, vegna þess að nú gat hún fengið tíma til að láta búðinginn kólna, skera hann svo í sneiðar og steikja þær í nýju smjöri. Með brauði og nýj- um áfum yrði þetta reglulegur veizludagur. Kitty söng, af því hún var glöð í skapi, og af því það skemti börnunum. Hún söng eina eða tvær setningar, stansaði svo og hreyfði sig svo skrítilega: “Pompei var dauður og lá í gröf sinni,— Lá í gröf sinni, lá í gröf sinni,” svo endaði hún hverja setningu með lang- dregnu: “ó-ó-ó—ó,” sem börnin tóku undir með henni og stældu hreyfingar hennar. Það snarkaði í eldinum eins og hann boðaði storm. Kitty flutti uppáhalds blómið sitt, sem hún hafði komið með alla leið frá Missouri, burtu frá glugganum, hún bjóst við það yrði

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.