Stjarnan - 01.04.1934, Side 8
STJARNAN
56
vorra og nágranna, sem hafa reynst okkur mjög
vel og beðið fyrir okkur. Freisting til að láta
hugfallast ræöst stundum á okkur, en við
höfum lært að bæn til Guðs rekur freistarann
á flótta.” Guð, sem er ríkur af miskunn, lét oss
í té hið bezta, sem hann átti. er hann gaf oss
soninn, svo vér þurfum aldrei að missa vora
eilífu arfleifð, vér höfum tryggingu fyrir henni
í Jesú Kristi. “Þér . . . tókuð því með gleði
er þér voruð rændir f jármunum yðar, með því
að þér vissuð að þér áttuð sjálfir betri eign og
varanlegri. Varpið því eigi frá yður djörfung
yðar, er mikla umbun hefir.” Hebr. 10:34, 35.
E. S.
Kæru vinir og lesendur StjörnunnarJ
Útgefendur blaðsins hafa nýlega haft fund
með sér viðvíkjandi framtíð blaðsins. Vegna
hinna almennnu fjárhags erfiðleika leizt þeim
bezt að lækka verð þess niður í einn dollar á
ári, minka það nokkuð og breyta svo til að
lesmálið yrði um tveir þriðju af því, sem
það hefir verið áður. Ennfremur fundu þeir
nauðsynlegt að skifta um ritstjóra, vegna þess
að Mr. D. Guðbrandsson, sem annast hefir
ritstjórnina, síðan blaðið hóf göngu sína, hefir
nú skólastjórn á hendi við Maplewood há-
skólann þar sem hann hefir verið kennari i
þrjú undanfarin ár, og hefir hann þar svo
mikið annríki og ábyrgð að hann sér sér ekki
fært að hafa umsjón yfir ritstjórn blaðsins
um leið. Undirrituð, sem síðastliðið ár hefir
unnið að útgáfu blaðsins með eftirliti ritstjór-
ans, hefir verið beðin að annast um ritstjórn-
ina.
Eg er sannfærð um að allir lesendur Stjörn-
unnar óska Mr. Guðbrandsson hamingju og
blessunar i hans nýja verkahring, er þeir með
þakklæti og gleði minnast á alla þá blessun og
uppörfun, sem þeir hafa notið gegn um starf
hans, bæði fyrir persónulega viðkynningu og
í gegn um blaðið. Vér vonum hann fái einstöku
sinnum stund til að skrifa grein í blaðið.
Vér treystum einnig að vorir góðu, göfugu
lesendur sýni blaðinu sömu trygð og vináttu
hér eftir sein hingað til, og gjöri sitt til að efla
útbreiðslu þess, svo það einnig framvegis geti
flutt með sér gleði og blessun inn á sem flest
heimili meðal landa vorra hér vestan hafs.
Með innilegu þakklæti fyrir góð viðskifti
og hlýjan vinarhug, sem eg hefi mætt hvar-
vetna hjá löndum mínum þessi síðastliðnu ár,
síðan eg kom vestur, og í von um að kynnast
fleirum persónulega framvegis, óska eg yður
STJARNAN kenmr út einu sinni á mán-
uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram.
Útgefendur: The Canadian Union Con-
fercnce of S.D.A., 209 Birks Bldg. Wpeg.
Ritstjórn og afgreiðslu annast MISS S.
JOHNSON, Lundar, Man. Can.
öllum margfaldrar blessunar Drottins bæði í
tímanlegum og andlegum efnum.
Yðar einlæg,
Sigríður Johnson,
Lundar, Man., Can.
Samkvæmt skýrslum Bandaríkjanna hafa
61 af hundraði meðal amerískra borgara, ekki
sainband við neitt kirkjufélag.
Aðeins eitt fréttablað er gefið út í hinu víð-
lenda ríki Tíbet. Það er átta blaðsíður að
stærð og kemur út einu sinni á mánuði. Það
heitir: “Spegill nýjunganna frá öllum áttum
alheimsins.”
Óvenjulegt jólatré var notað í Wilmington,
Norður Carolina, um síðustu hátíðar. Það var
lifandi eikartré vafið spænskum mosa, skreytt
með 1,750 ljósum, 2,700 glansandi munum,
sem alment eru notaðir til að hengja á jólatré,
°g 3,500 jólagjöfum. Þetta jólatré var látið
standa til sýnis í tíu daga, og 50 þúsund manns
frá 27 ríkjum og 9 löndum komu til að sjá
þessa fögru og óvenjulegu sjón.
Syðsta borgin í heimi stendur á suðurodda
Vesturheims. Nafni hennar hefir verið breytt
nýlega. Hún hét Punta Arenas (Sandhöfði),
en stjórnin í Chile hefir nú nefnt hana “Magel-
lan” til heiðurs við hinn hugrakka siglingamann,
sem fyrstur varð til að sigla kring um hnöttinn
frá Portúgal til Portúgal. Magellan er í upp-
gangi og hefir um 25,000 íbúa. Borgin hefir
mikla verzlun með ull og .sauðakjöt.
Útfluttar vörur frá Danmörku 1929, voru
130 dollara virði fyrir hvert mannsbarn í land-
inu að meðaltali, en 1932 var það komið niður
í 55 dollara. Hlutfallslega hefir hið sama átt
sér stað bæði í Svíþjóð og Noregi.
I Búlgaríu eru 158 manns yfir 100 ára að
aldri. 143 þeirra eru innlendir menn, en 15 af
öðru þjóðerni, Tyrkir, Gyðingar, Armeníu-
menn, o. s. frv.