Stjarnan - 01.04.1934, Side 5
STJARNAN
53
hálfsofandi yfir á vinstra kné sitt og fór aÖ
lesa.
Snjókoma var mikil úti, vindurinn hvein og
hristi húsiÖ. Alt í einu heyr?5ist útifyrir lang-
dregiÖ hróp: “Halló-ó-ó-ó,” og svo: “Zeke,
Zeke.”
Zeke fékk mó'Öurinni barnið og fór til dyr-
anna. Hann sá mann á hestbaki, og hafÖi hann
stýrt hestinum alveg upp að dyrunum, svo
Zeke gat nú séð að ]?að var gamli Witherspoon,
nágranni hans.
“Hvernig líður þér, Mr. Witherspoon,
farðu af baki og komdu inn.”
“Zeke, Zeke, búið ykkur vel út, og reynið
að flýja í virkið. Óvinirnir eru hér á ferð og
þeir ræna, brenna og drepa hvað sem fyrir þeim
verður. Þeir eru viti sínu fjær af þjáningum
og hungri og hika sér ekki við neitt. Flýttu þér,
Zeke, eg er á leið niður dalinn til að aðvara
fólkið.” Að svo mæltu keyrði gamli maðurinn
hest sinn sporum og reið af stað út í storminn
og myrkrið. Framh.
Grundvallarlög Guðs ríkis
Tíu boðorðin eru grundvallarlög Guðs rík-
is, sem hann gaf mönnunum, svo þeir mættu
vita vilja hans til að geta þjóuað honum í anda
og sannleika. Öll sönn tilbeiðsla sýnir sig í
undirgefni og hlýðni við þann, sem tilbeðinn er.
Hinir fyrstu menn urðu mörg hundruð ára
gamlir, svo þeir gátu munnlega kent afkont-
endum sinum í marga ættliði, það sent Guð
hafði við þá talað. Það var fyrst þegar ísra-
elsmenn voru á heimleið eftir 400 ára útlegð og
þrældóm í Egyptalandi, að Guð skrifaði niður
hin tíu boðorð sín, og svo voru þau dýrmæt og
áríðandi að Guð sjálfur ritaði þau með sínum
eigin fingri á steintöflurnar. 5. Mós. 4:14, og
5. Mós. 9:io.
Það er alkunnugt að Guðs lögmál var þekt
löngu áður en ísraelsmenn komu til Sínaí f jalls.
Kain syndgaði móti Guði. (I. Mós. 4:7). Það
sýnir að Guðs lögmál var þá þegar til. “Þar
sem ekki er lögrnál, þar er ekki heldur yfir-
troðsla.” Róm. 4:15. Abraham er gefinn sá
vitnisburður að hann hafi varðveitt boðorð
Guðs, skipanir hans, ákvæði og lög. I. Mós.
26:5. Jósep kannaðist við Guðs boðorð, því
þegar hans var freistað af konu Pótífars, þá
svaraði hann: “Hví skyldi eg aðhafast slíka
óhæfu og syndga móti Guði?” I. Mós. 39:9.
Guð talar um hvíldardaginn sem boðorð, er
ísraelsmenn þektu, og reyndi fólkið hvort það
vildi halda hann, löngu áður en það kom til
Sínaí. 2. Mós. 16:1-30. Nú á dögum má
finna fjölda manna, scm kalla sig kristna, hakla
því fram að lögmál Guðs, tíu boðorðin séu af-
numin, en Jesús segir: “Þangað til himinn og
jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur,
eða einn stafkrókur lögmálsins undir lok líða,
unz alt er komið fram.” Matt. 5 :i8.
Sumir kannast við að Guðs boðorð séu í
gildi, öll nema hvíldardags boðorðið, og tala um
hinn sjöunda dag sem gyðinglegan hvíldardag.
En vér höfum Guðs eigið orð oss til leiðbein-
ingar hér, og ættum að gefa því meiri gaum,
heldur en mismunandi ímyndunum og skoðun-
um jarðneskra manna, þótt þeir kunni að vera
einlægir í fáfræði sinni viðvíkjandi þessu efm.
Guð sjálfur blessaði og helgaði sjöunda
daginn. Vér höfum hvorki rétt, né ástæðu til
að kalla hann gyðinglegan hvildardag, vegna
þess:
1. Guð blessaði og helgaði hinn sjöunda
dag nálægt 2000 árum áður en Abraham fædd-
ist, hann sem er ættfaðir Gyðinganna.
2. Ritningin talar um sjöunda daginn sem
hvíldardag Guðs. 1. Mós. 2:3. og Mós. 20:8-11.
3. Jesús segir: “Hvíldardagurinn varð til
mannsins vegna.” Mark. 2 ^27. Hvíldardagur-
inn var ekki gjörður fyrir neina einstaka þjóð,
heldur fyrir alt mannkynið.
Þetta virðist alt svo skýrt að því verður
ekki mótmælt. En þá koma margir með þá
mótbáru að það sé ómögulegt að halda Guðs
boðorð.
Nú verðum vér að kannast við að það er
eitt vers í Biblíunni, sem segir það sé ómögulegt,
og fyrir hverja það sé ómögulegt. Það er ó-
mögulegt fyrir holdlega sinnaðan eða óendur-
fæddan mann að halda Guðs lögmál. Þess
vegna, þeir sem halda því fram áð það sé ó-
mögulegt að halda Guðs boðorð, hvort það er
hvíldardags boðorðið eða önnur boðorð hans,
þeir sýna einungis með staðhæfingu sinni, að
])eir eru óendurfæddir menn eða konur. Og
það alvarlegasta er að enginn getur séð Guðs
ríki nema hann endurfæðist. Jóh. 313. Vér