Stjarnan - 01.04.1934, Síða 4
52
STJARNAN
kalt í nótt, en hún ætlaði að muna að breiða yfir
það.
Nú náði hún í tréskálina og lét smjörið i
hana, hnoðaði svo aila mjólkina úr því með tré-
sleif, lét það síðan í mót, breiddi yfir og setti
það svo út fyrir dyrnar. Bráðum ætlaði hún
að láta það í smjörskálina og pressa á það
mynd af laufblaði. Þau átu alt af fyrst smjörið
i kringum blaðið, Zeke sagði það væri alt of
fallegt til að eta það.
Kitty sá að Zeke haltraði upp að hlöðudyr-
unum, hann batt snæri i hurðina og hinn enda
þess ætlaði hann að binda við bakdyr hússins.
Hún réð af þessu að hann byggist við kafalds-
byl. Hann gjörði þetta oft til að geta fundið
kofana eftir ákaft snjófall.
“Þar óx gamalt eplatré,
yfir höfði hans, yfir höfði hans,”
söng Kitty og teygði handleggina svo hátt sem
hún gat yfir höfuð sér, til að sýna börnunum
hvar eplatréð yxi. “ó-ó-ó—” æpti litla Sue,
en Choppy vildi þagga niður í henni, því það var
ekki tími til að taka undir, ekki ennþá.
Kitty fór að láta á borðið, hún vissi að
Zeke hlaut að vera orðinn svangur.
“Mamma, hefir þú nokkuð fyrir svínin?
Hlustaðu áhvernig þau hrína : uh, uh, uh, og
Choppy rak hneturnar sinar allar inn í stíuna,
en Sue hélt brúðunni sinni út yfir rúmrönd-
ina, svo hún gæti betur séð hvað fram fór.
Kitty var frá sér numin af gleði. Ó, hvað
börnin voru elskuleg, og vesalings Zeke, þó
haltur væri, var bezti faðir, hann var nú þarna
úti að búa alt undir svo skepnunum gæti liðið
sem bezt þó óveðrið kæmi. Loksins kom hann
inn og með honum svolítið af frosti og kulda-
lofti.
“Við megum búast við blindbyl, mamma, er
það ekki indæl lykt?” sagði Zeke, um leið og
hann greip handklæðið.
Chappy hoppaði um gólfið, það var nokkurs
konar hermanna dans, og spurði: “Veiztu
hvað við eigum að fá í kvöldmat?” Zeke leit
á búðinginn, sem verið var að steikja á pönn-
unni, og svaraði: “Ó, það er mfeís með smá-
flugum: í.” Chappy varð hryggur í bragði og
sagði: “Það eru ekki flugur, það er brauð-
mylsna.” Þá tók pabbi hann og hélt honum
í háalofti, og Sue hljóðaði upp yfir sig af gleði.
Það var farið að skyggja, svo Kitty kveikti
á lampanum og setti hann á mitt borðið. Nú
var farið að hvessa og snjóa. Zeke og Kitty
voru glöð, þeim leið vel. Hvað gjö.rði það til
þó óveðrið væri úti ? Þau höf ðu nógan eldivið
og nóg að borða, þau höfðu góða heilsu og voru
öll saman.
Þegar máltíðinni var lokið tók Kitty af
borðinu. Nú kom skemtilegasta stund dagsins.
Hún gekk að hornhyllunni, og kom þaðan með
silfurspenta Biblíu. Þau höfðu fengið hana í
brúðargjöf og héldu mikið upp á hana. Hún
var í ágætu bandi, með ljómandi fallegum
myndum. Zeke tók Sue með brúðuna upp á
kné sér, og fletti svo upp þar sem bókmerkið
var, sem Kitty hafði saumað út með liljum.
Fyrst þurftu nú börnin að sjá fremstu blöð-
in með myndunum á, þar sem skrifað var niður
gifting, fæðingar og dauðsföll. Litla Sue þekti
staðinn þar sem nafn hennar stóð, og bað:
“Pabbi, leðtu,” og Zeke las: “Elizabeth Susan
Glenn, fædd 6. júní 18. . Hver getur það nú
annars verið?” Faðir hennar lét eins og hann
gæti ekki áttað sig á því, svo litla Sue varð
áköf og æpti: “Þúe, Þúe, Þúe.” “Er það
mögulegt, er það litla Sue? Æjtli næsta lína
fyrir ofan sé þá Chappys nafn? Já, reyndar,
Champman Edward Glenn, það stendur þarna.”
“Eindu þitt og mömmu, því hún er nærri
búin að þvo diskana,” bað Chappy.
Svo fletti hann upp og leit á blaðsíðu, sem
var skreytt dúfum, rósum, og myndum ástar-
guðsins, þar, innan í gyltum hring var mynd af
pabba og mömmu. Að vísu var hinn grann-
vaxni brúðgumi ekki mikið líkur vesalings
halta Zeke, og það var varla hægt að ímynda
sér, að unga stúlkan með brúðarslörið væri
Kitty, en þarna neðan undir stóð með skýru
letri: “Ezekíel W. Glenn og Katherine B.
Spaulding.”
Kitty hafði nú þvegið pottinn og sett hann
fyrir framan eldinn til að þurka hann, svo
Chappy vissi að hans tími væri nú nærri því
liðinn, en hann bað um að mega bara snöggv-
ast sjá eitthvað af uppáhalds myndunum sín-
um áður en pabbi færi að lesa. Zeke fletti upp
og sýndi honum mynd af syndaflóðinu. Chappy
varð ósköp alvarlegur þegar hann sá stóra
tígrísdýrið á svo litlum bletti, og vatnið alt i
kring. Hann undraðist yfir því hvort hún
mundi ekki meiða hvolpinn sinn, þegar hún
hélt honum í kjaftinum svo vatnið næði hon-
um ekki. Næst skoðuðu þeir myndina af
Abraham og ísak, þegar ísak gekk með föður
sínum og bar fórnarviðinn.
En nú kom mamma með bætingakörfuna
sína, svo skemtunin var öll úti. Chappy fór
að athuga svínastíuna sina, Zeke flutti Sue,