Stjarnan - 01.04.1934, Side 6
54
STJARNAN
lesum í Róm 8:7, 8. “AÖ liyggja holdsins er
fjandskapur gegn GuÖi, með því hún lýtur
ekki (hlýðnast ekki, eldri þýð.) lögmáli Guðs,
enda getur hún það ekki. En þeir, sem eru
holdsins menn geta ekki þólcnast Guði.” Hér
sjáum vér hverjir það eru, sem ekki geta hald-
ið Guðs lögmál.
Jakob postuli sýnir að Guðs boðorð eru í
gildi ekki aðeins sumí, heldur öll þeirra. Að
hann talar um tíu hoðorðin er ljóst af því að
hann nefnir til dæmis tvö þeirra: “Þótt ein-
hver héldi alt lögmálið, en hrasaði í einu atriði,
er hann orðinn sekur við öll boðorð þess, því
sá, sem sagði: þú skalt ekki hórdóm drýgja,
hann sagði líka: þú skalt ekki morð frernja.
En þó að þú drýgir ekki hór, en fremur morð,
þá ertu orðinn yfirtroðslumaður lögmálsins.
Talið því og breytið eins og þeir, er dæmast
eiga eftir lögmál frelsisins.” Jak. 2:10-12.
Þeir, sem hlýða Guðs lögmáli, það er, breyta
eftir því, munu réttlættir verða. “Ekki eru
heyrendur lögmálsins réttlátir fyrir Guði, held-
ur munu gjörendur lögmálsins réttlættir verða.”
Róm. 2:13.
Ef trú vor á Krist, og kærleikur vor til
hans, er meira en orðin tóm, þá sýnir það sig
í hlýðni við boðorð hans: “Ef þér elskið mig,
þá haldið þér mín boðörð.” Jóh. 14:15. “í
þessu birtist elskan til Guðs að vér höldum
hans boðorð, og hans boðorð eru ekki þung.”
1. Jóh. 5:3. Ef vér elskum Jesúm þá fylgjum
vér honurn: “Sá, sem segist vera stöðugur í
honum, honum ber sjálfum að breyta eins og
hann breytti.” 1. Jóh. 2:6. Jesús hélt boðorð
föðursins. Jóh. 15:10. Og Jesús og faðirinn
eru eitt, svo lög Jesú og lög föðursins er eitt
og hið sama. Jesús er orð Guðs og allir hlutir
eru fyrir hann gjörðir.
“Sá, sem hafnar mér og veitir ekki orðum
mönum viðtöku, hefir þann sem dæmir hann:
orðið sem eg hefi talað mun dænia hann á
efsta degi. Jóh. 12 :48.
Undanfarandi textar sýna að Guðs lögmál
er í gildi, og það verður lagt til grundvallar
fyrir dóminum. Þeir, sem trúa á Jesúm og
elska hann, halda Guðs boðorð. Þeir geta það
fyrir kraft Krists og íbúð hans heilaga anda,
hvern Guð gefur þeim, sem hlýðnast honum.
Post. 5 :32.
Eftirfarandi textar sýna einnig að Guðs
börn halda boðorð hans: “Hér reynir á þol-
gæði hinna heilögu—þeirra, er varðveita boð
Guðs og trúna á Jesúm.” Opinb. 14:12.
í Opinberunarbókinni 12. kap. og 17. versi
er talað um þá, sem varðveita boð Guðs og hafa
vitnisburð Jesú.
“Sælir eru þeir, sem þvo skikkjur sínar,
(sem breyta eftir hans boðorðum,—eldri þýð.)
til þess að þeir geti fengið aðgang að lífsins
tré, og megi ganga inn um hliðin inn í borgina.”
Opinb. 22:14. Jesús “þvoði oss af voruni
syndum með sínu blóði.” (eldri þýð.). Synd
er lagabrot. 1. Jóh. 3:4 Ef vér fyrir trú á
Krist og hlýðni við hann öðlumst kraft til að
halda hans boðorð, þá höfum vér þvegið skikkj-
ur vorar og munum fá aðgang að lífsins tré,
og ganga inn í þá himnesku Jerúsalem.
Rétt.sýn eru öll hans boðorð, þau eru óbif-
anleg um aldur og eilífð. Já, Guðs lögmál er
heilagt, réttlátt og gott. (Róm. 7:12). Og
Drottins heilagi hvíldardagur verður haldinn á
hinni nýju jörð. Jes. 66:22,23. Jesús hélt hann,
postularnir héldu hann og vér ættum að halda
hann heilagan.
ó". Johnson.
Guð elskar þig
Einu sinni urðu tveir menn samferða spöl-
korn. Þegar þeir skildu spurði annar hinn:
“Heyrðu, vinur minn, lestu aldrei í Biblí-
unni þinni ?”
“Jú,” svaraði hinn. “En það er mér gagns-
laust því satt að segja finn eg að eg elska
ekki Guð.”
“Það var eins með mig,” svaraði hinn, “en
við það að lesa í Biblíunni sannfærðist eg um
það að Guð elskar mig. Og hann elskar þig
einnig, vinur minn.”
Þetta hafði honum aldrei dottið í hug áður,
það vakti hann til umhugsunar. Hann varð
svo hrifinn, eins og hann síðar komst að orði,
er hann mintist á þennan atburð: “Mér var
þá lyft frá jörðu upp til himins.”
Hann byrjaði nú að lesa í Biblíunni á annan
hátt en hann hafði áður gjört. Hann trúði, og
reyndi hinn dýrmæta sannleika í hjarta sínu,
að “Guð elskaði hann.” Hugsunin um þann
kærleika leiddi hann til Krists. Svo hann varð
sannkristinn maður. X.