Stjarnan - 01.11.1934, Qupperneq 1
.-4
STJARNAN
NÓVEMBER, 1934 WINNIPEG, MAN.
Hamingja, auður og heiður
Foreidrar, óskiö þér eftir aÖ börn yðar
hreppi þessi gæði, hamingju, auð og heiÖur?
Já, vissulega, því áhugamál allra góðra for-
eldra er farsæld og velgengni barnanna.
Öll þessi dýrmætu gæði standa börnum yð-
ar tii boða, og þér getið öllum öðrum fremur
* hjálpað þeim til að öðlast þau. Þetta er að-
ferSin:
Snúið yður sjáif alvarlega til Guðs. Eiðjið
hann að gefa yður sinn Heilaga Anda til að
leiða yður í alian sannleika, svo þér getið leyst
af hendi hið ábyrðarmesta, en um leið ánægju-
legasta starf, sem Guð hefir falið nokkrum
manni að gjöra, það er að ala upp börnin til
að verða ljós í heiminum og erfingjar Guðs
eilífa ríkis, sem innan skamms munu setjast
með Jesú i hans hásæti.
Því næst takið þér upp þann sið að lesa
Guðs orð með öllu heimilisfólkinu reglubundið
- á hverjum degi. Eg vildi stinga upp á að hafa
* Nýjatestamentið fyrir lestrarbók, og um leið
biðja til GuÖs, láta þetta aldrei farast hjá,
* hversu mikiö sem annríkið kallar að. Um
þreskingartímann er ágætt tækifæri til að vitna
um kærleika Guðs í Jesú Kristi og traust vort
á honum með því að bjóða öllum þreskingar-
mönnunum að vera viðstaddir, þeir gætu held-
ur ekki vel neitað því þar sem þeim er borgað
fyrir tímann hvort sem er. Þótt þessi guðs-
þjónusta tæki io til 20 mínútur, þá mundi Guð
sjá svo um að öll vinna kæmist áfram eftir sem
áður, blessun Guðs mundi hvíla yfir heimilinu,
og kraftur og gleði Heilags Anda fylla sálir
allra, sem af hjarta tækju þátt í slíkum guð-
ræknisiökunum. Biðjið með eigin orðum ef
* þér getið. Þakkið Guði fyrir varðveislu hans
og náð, felið honum ástvini yðar, áform yðar
-» og fyrirtæki, alt sem yður liggur á hjarta.
Biðjið með þeim orðum, sem Jesús sjálfur
kendi oss: “Faðir vor, þú sem ert á himnuin.”
Kennið börnum yðar að biðja. Eg gleymi
aldrei þegar elsku móðir mín kendi mér að
biðja um nokkuð, sem eg með minu bráða skapi
þurfti sérstaklega hjálpar með:
“Voldugi Guð, mér vertu hjá,
verndaðu tungu mina
ónytsamlegum orðum frá,
er styggja mildi þína,
svo þér til dýrðar, Drottinn minn,
í dag alt mitt framferði,
vel skikkað verði,
svo afmáist fyrir anda þinn
illverkin sem eg gjörði.”
Eg hafði áður lært mikið af bænum og
versum utanbókar, og las það daglega án þess
að skilja eða hugsa um efnið. En oft síðan
hefi eg notið blessunar af því sem eg lærði
utanbókar meðan eg var hugsunarlaust barn,
það er eins og dýrmætt fræ, sem nú hefir spír-
að og sprottið upp og ber ávöxt til eilífs lífs.
Kennið því börnum yðar utanbókar Guðs bless-
uðu boðorð og hans dýrmætu fyrirheit, áminn-
ingar og aðvaranir. Það verður fyrir þau sá
fjársjóður, sem enginn getur frá þeim tekið.
“Kenn þeim unga þann veg, sem hann á að
ganga, og þegar hann eldist mun hann ekki af
honum beygja.” Gangið líka á udan þeim með
góðu eftirdæmi og yðar verðlaun munu verða
mikil á himnum, því þér munuð, ásamt börn-
um yðar, verða hluttakendur í þeirri arfleifð,
sem yður er geymd á himnum, sem er ófor-
gengileg, flekklaus og aldrei fölnar.
Blessun Drottins hvíli yfir yður og öllum,
sem elska Frelsara vorn og þrá tilkomu hans.
.S'. Johnson.