Stjarnan - 01.01.1935, Qupperneq 2
2
STJARNAN
Kaátaðu brauði þínu á vatnið
Sólin var rétt að konia upp. Hinir gullnu
geislar hennar teygðu sig æ lengra og lengra
út yfir jörðina, þeir náðu líka að skína á dreng,
sem svaf úti á engi, rétt við hliðina á heystakk.
Georg Campbell vaknaði alt í einu og leit í
kringum sig til að reyna að átta sig á hvar
hann var og hvers vegna. Svo rann það upp
fyrir honum að hann hafði verið atvinnulaus
og heimilislaus í tvær vikur, og heldur ekki
haft of mikið að borða. Það skygði fyrir sól-
ina í huga hans, en hann var nú ekki einn af
þeim, sem æðrast yfir því sem hann ekki gat
að gjört. “Jæja,” sagði hann við sjálfan sig,
“eg hefi tvö 5 cent, svo eg er ekki félaus, þó
ekki sé eg ríkur.” Svo stakk hann hendi sinni
niður í vasann tii að fullvissa sig um að pen-
ingarnir væru þar. Hann hafði gaman af að
heyra þá hringla.
Hann stóð upp, sléttaði fötin með höndun-
um sem best hann gat, og strauk heyið úr hár-
inu á sér. Svo andaði hann djúpt að sér hinu
hreina, hressandi morgunlofti. Nú fann hann
fyrst til þess að hann var reglulega svangur,
en útlitið fyrir góðan morgunmat var ekki sem
bezt þar sem höfuðstóll hans var aðeins 10
cent.
Hann tók upp ferðapýnkil sinn og lagði
af stað yfir akurinn að aðalbrautinni.' Hann
hafði ekkert ákveðið takmark fyrir ferð sína,
hann var aðeins að leitast fyrir um vinnu.
Þannig gekk hann fleiri mílur, en hungrið
gjörði honum hvert sporið erfiðara. Hann
nærðist á fáeinum eplum, sem hann fann í
aldingarði, sem enginn hirti um framar. Um
nónbilið kom hann að litlu þorpi og keypti þar
matarbita fyrir 7 cent. Þetta hresti hann mik-
ið, svo hann lagði af staö aftur í von um að
finna einhvern, sem hefði vinnu fyrir 15 ára
gamlan dreng. Von hans dofnaði með sólsetr-
inu. Hann var orðinn svo svangur aftur og
máttlítill vegna matarskorts, en hvað gat hann
keypt fyrir þrjú cent? Jæja, það var þó meira
gaman að hringla 3 peningum í vasanum held-
ur en tveimur, en það var þó lítil huggun fyrir
svangan dreng.
Annar klukkutími leið. Honum fanst hann
gæti ekki lengra gengið. Hann var of tnikill
maður til að gráta, aðeins kvenfólk og börn
gjöra það. Ef hann aöeins hefði móður sína,
hún hefði getað ráðlagt honum hvað hann ætti
að gjöra. Hann mundi svo vel að hún hafði
ætið getað greitt fratn úr öllum vandræðum
hans. En svo datt honum í hug að það rnyndi
hryggja hana svo mjög að vita hvernig honurn
liði nú. Hann var glaður aö hún vissi ekkert
um það. Nú fór hann að hugsa um leiðið henn-
ar undir gömlu eikinni upp í f jallshlíðinni rétt
bak við æskuheimili hans. Þegar hann var lít-
ill fór hann oft þangað, og lagði þá alt af fall-
egt blónt á leiðið.
Hugsanir hans trufluðust við það að hann
sá mann ganga yfir götuna meö mjólkurfötur.
Hann tók kjark í sig ávarpaði manninn og
spurði hvort hann þyrfti ekki einhvern til að
hjálpa sér að mjólka.
Maðurinn leit upp alveg hissa. “Hvert eg
þarf hjálp. Nei, ekki held eg það.” En þegar
hann sá vonbrigði drengsins og hvað hann leit
þreytulega út, þá ræskti hann sig og sagði:
“Eg veit ekki. Eg gæti ef til vill notað þig.
Komdu með mér.”
Þeir gengu þegjandi og virtu hvor annan
fyrir sér þangað til þeir komu upp að stóru
hlöðunni.
“Myndarlegur maður,” hugsaði Georg,
“hann er líklega um fimtugt, hann er góSmann-
legur útlits.”
“Þú getur farið upp og safnað eggjunum
meðan eg er að mjólka, það er karfa undir
þau.þarna í horninu,” sagði bóndinn.
Georg gjörði sem fyrir hann var lagt; það
tók hann nokkra stund, svo kom hann ofan og
spurði hvað hann gæti gjört meira. Bóndinn
var nú búinn að mjólka svo þeir gengu báðir
heim að húsinu. Georg sagði honum hver hann
var og að hann væri að leita sér atvinnu, þeg-
ar heim kom mætti brosandi kona þeim við
dyrnar.
“Georg,” sagði maðurinn, “þetta er konan
mín, Mrs. Mason.” Svo snéri hann sér að
henni og bað hana að gefa drengnum að borða.
Kvöldmaturinn stóð á eldavélinni og það var
engin fyrirhöfn að bæta við svo maturinn yrði
nógur handa þremur í stað tveggja. ,
Þegar kvöldverði var- lokið settust þau öll
út á veggsvalirnar. Þau spurðu með gætni
um kringumstæður drengsins. Hann sagði þeim
frá leiðinu undir eikinni, þar sem hvíldi bezta
móðirin sem til hafði verið, einnig hvernig
faðir og sonur hefðu baslast áfram einir sér,